Enn þá lungnbólga

Ég er semsagt heima í dag og Rebekka enn með lungnabólguna sína. Og ég með vott af samviskubiti að vera ekki í vinnu, en samt hálf feginn að vera ekki í vinnu í þessari rigningu, af því að ef ég væri að keyra þá væri ég með bullandi samviskibit yfir að sitja inni í bíl og kallarnir sem eru að trilla úti allir rennblautir og ef ég væri sjálfur að trilla úti, þá væri ég sjálfur rennblautur. Wink Semsagt glaður að vera heima.

Nú er Rebekka að leika við Sabrinu, frænku sína sem gisti hér í nótt. Hún elskar hana og bróður hennar Þorgils Pál, sem núna er einhverstaða úti í bæ með afa sínum.

Ég er ekki frá því að ég sé með einhverja beinverki.... HEY!!!! Nei.... ÉG ER EKKI VEIKUR OG HANA NÚ. Lýsi því hér með yfir. Takk fyrir að sinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband