25.4.2008 | 23:16
Bogi Pétursson er látinn
Ég kynntist Boga allt of seint en þann stutta tíma sem ég þekkti hann, sá ég að hann var einstakur maður og mikil bænahetja og tilbúinn að leggja mikið á sig til þess eins að sem flestir kynntust Kristi.
Mér var það heiður, þau fáu sumur sem ég starfaði við Ástjörn, að fá að stilla fyrir hann mandolínið. Hann treysti mér svo vel fyrir því. Svo áttum við líka margar góðar spjallstundir saman við önnur tækifæri. Ég fann að honum þótti vænt um mig og raunar hryggir það mig nú, er ég hugsa til baka, að ég skyldi ekki vera duglegri að heimsækja hann þegar ég skrapp norður.
Ég sakna Boga og er búinn að gera það síðan ég hitti hann síðast. Það er allt of langt síðan.
Blessuð sé minning hans í Jesú nafni og Guð gefi Margréti og öllum hans nánustu styrk núna.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.