25.5.2008 | 12:30
Nýja húsið fyrir Mozaik
Þetta er alveg magnað hús og ég hlakka til þegar við byrjum með samkomur þar, þ.e. þegar búið er að dempa hljóð ofl. Aðeins of mikið fyrir kirkjukóra. Við hins vegar erum ekki með neinn kirkjukór. Erum frekar soldið rokkuð og verðum þar af leiðandi að dempa dáltið svo rafmagnaðir tónar lofgjörðarbandsins skili sér vel af sviðinu.
Annars er ég í letikasti heima að blogga. Á að vera núna á leiðinni í sorpu með drasl úr geymslunni og velti jafnvel fyrir mér hvort Íslendingar ættu að hætta þátttöku í Júrópólitíkinni sem ég horfði á í gær. Veit að nú þegar eru nokkur lönd hætt og fleiri íhuga það sama... ekki að ég hafi eitthvað um það að segja, en þetta bara svona kemur í hugann... af hverju ekki að mótmæla því hvernig skrípaleikur stigagjafar Júróvision er háttar og hætta nú þegar trukkabílstjórarnir (hinir, ekki ég, þó að ég sé ruslabílstjóri) hafa gefið mótmælatóninn. Eða, verður ísland alltaf sama undirgefna litla ríkið í norðurhafi...?
bara pæling...
Athugasemdir
Auðvitað höldum við áfram kæri félagi... það horfðu allir landsmenn á sýninguna í gær... viltu taka þetta nammi af fólki sem elskar að hata þetta og hatar að elska þetta? Annars stóðu þau sig sérlega vel.. og eig hrós skilið þó að lagið sé svona lala... vildi að þau hefðu haft aðeins sterkara lag...þá hefðu þau unnið og hananú...
Guðni Már Henningsson, 25.5.2008 kl. 23:16
...og hlakka mikið til að sjá nýja húsið.... til hamingju Mózaik...
Guðni Már Henningsson, 25.5.2008 kl. 23:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.