Paul Simon...

Var að detta inn úr dyrunum eftir dásamlega tónleika með Paul Simon og félögum. Ýkt mega kúl töff band sem hann er með núna. Sumir í bandinu hafa spilað með honum oft áður og bassaleikarinn ekkert prumpCool. Svalur gaur.

Þarna hljómuðu flest öll bestu lögin hans og var maður bara nokk sáttur utan, það vantaði eitt lag. "Bridge over troubled water". Skil ekki hvað manninum gekk til að spila ekki það lag fyrir okkur. Hann hlýtur að hafa gelymt því...?

Jæja, en allavega er ég samt sáttur... "Boy in the bubble", "Graceland", "The boxer", "The Sound of silence", "You can call me All", "Diamonds on the souls of her shoes" ofl.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Þetta voru magnaðir tónleikar, einhverjir þeir bestu sem ég hef farið á...

Guðni Már Henningsson, 2.7.2008 kl. 00:12

2 Smámynd: Haukur Nikulásson

Bridge over troubled water er "Garfunkel" lag. Paul Simon hefur ekki tónhæð í það. Líklega hefur maður þó misst af miklu með því að fara ekki.

Haukur Nikulásson, 2.7.2008 kl. 00:16

3 Smámynd: Ágúst Böðvarsson

Ég á tónleika með Simon bæðai á Video og á CD sem teknir voru upp í Cenral Park ´91 og þar tók hann "the bridge" í mjög flottri "reggí" skotinni útgáfu... Og hann hefði alveg haft það af í kvöld... Og já þú misstir af miklu...

Ég er sammála þér Guðni og takk kærlega fyrir mig... Þessu hefði ég ekki viljað missa af...

Ágúst Böðvarsson, 2.7.2008 kl. 00:34

4 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ég þakka einnig fyrir mig og var þetta argasta snilld! Ég og Gústi vorum afar ánægðir með þetta allt saman.

Guðni og Gústi .. takk!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 2.7.2008 kl. 12:11

5 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Ég skrapp og var bara í hálftíma - þurfti að fara í vinnuna. Þung voru skrefin út, mig langaði mjög að vera lengur. Ég reyndar þekkti ekki öll lögin sem ég heyrði, en það var alveg í lagi.

Ingvar Valgeirsson, 2.7.2008 kl. 12:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband