6.8.2008 | 21:06
Smá innlegg í einkavæðinguna...
Ég lenti á eftir strætó í umferðinni í dag sem væri ekki í frásögu færandi ef ekki væri fyrir þennan eldgamla og illa hirta vagn. Ég veit fyrir víst að þessi vagn er á vegum einkarekins rútufyrirtækis sem tók að sér að aka tiltekna leið vegna útboðs. Það var mjög auðvelt að sjá, þar sem það var frekar blautt á, að það dropaði úr honum olía á malbikið. Strætó bs. er með alla vagnana sína það nýja og betur viðhaldna og myndi ekki láta þennan gamla vagn vera á götunni svona illa farinn.
Svo er verið að leita leiða til að bjóða út eitthvað af hverfum til sorphreinsunar. Ég veit um ákveðið fyrirtæki sem myndi bjóða í sorphirðuna. Þetta fyrirtæki er með bíla á götum borgarinnar og víðar sem eru í misgóðu ásigkomulagi. Sumir þeirra leka olíunni eins og áðurnefndur strætisvagn.
Er það til bóta að bjóða út rekstur sem borgin ber ábyrgð á ef þetta er málið...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.