27.11.2006 | 18:22
Meri snjó, meiri snjó...
Þetta er náttúrulega klisja dauðans þegar jólin nálgast en ég verð samt að fá að nota hana núna. Versluðum í gær nýja snjóþotu handa Rebekku. Hún var svo spennt að ég varð að setja teppi undir þotuna í gærkvöldi og draga stelpuna um á gólfinu hér heima. Svo byrtist ég í dag á leikskólanum til að sækja Rebekku og þegar hún sá þotuna gat hún ekki beðið eftir að komast út að renna. Hún hefur ekki verið svona fljót að koma sér í fötin síðan ég fór að sækja hana á leikskólann. Svo var svo gaman hjá henni á þotunni að ég verð bara að biðja um meiri snjó svo Rebekka skemmti sér á þotunni. ÞAÐ ER SVO GAMAN AÐ VERA PABBI ÞEGAR BARNIÐ SKEMMTIR SÉR MEÐ MANNI.
Reyndar þegar ég hugsa um vinnuna mína... þá kannski skipti eg um skoðun. Það er ekki eins gaman að draga tunnur í snjó ef hann er eitthvað að ráði. Þá kannski er rétt að hafa bænina þannig...
Góði Guð!
Viltu láta koma snjóstorm hér heima í garðinum, en ekki þar sem ég þarf að draga ruslatunnur í vinnunni... amen.
Athugasemdir
Þú ert svo mikill krúsílínus!!
Lov u
Anna Valdís
Anna Valdís (IP-tala skráð) 29.11.2006 kl. 09:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.