29.8.2008 | 15:47
Vodafone... ...tónlist í símann...
Ég er ekki mjög hrifinn af þessu...
"Ein af ástæðum þess að þú velur Vodafone, er tónlist í símann"
Þar sem ég á tölvu, I-pod og síma til að hlusta á tónlist í. Ef ég ætti bara síma til þess arna, þá væri þetta sölutrikk svona la, la...
Þessu er hins vegar þannig háttað að ég fór að ná mér í nokkur lög á "Vodafone live!" síðunni og, frábært, ég get þá keypt tónlistina svona. En svo þegar ég afritaði lögin yfir í tölvuna, sem eru á mp4 formi, þá skildi tölvan ekki skráargerðina og ég gat því ekki smellt þessu í Ipodinn heldur. Síminn minn heldur lögunum í gíslingu sem læstum skrám sem ekki er hægt að gera neitt við nema hlusta í símanum. Ég eyddi peningum í að kaupa þessi lög og þar sem að ég á Ipod hefði ég viljað getað hlustað á þau í honum.
Ég hélt, og held að það sé rétt, að ef ég kaupi lag, megi ég gera við það sem ég vil, svo lengi sem það er bara fyrir mig. Ég má afrita það eins oft og ég vil ef ég geri afritin bara fyrir mig en ekki aðra.
Eða hvað...?
Athugasemdir
Það er hægt að umbreyta þessu, en til þarf að ná í hubúnað sem "aflæsir" lögunum ... *andvarp* .. eins og þú segir .. sölutrix!
Guðsteinn Haukur Barkarson, 4.9.2008 kl. 23:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.