Tilkynning um andlát...

Já, hún lést í dag... þ.e. blessuð lirfan.

Ég spurði Rebekku, þegar mér fannst hún ekki sinna lirfunni sem skildi, hvar er lirfan? Þá var svarað, algerlega án tilhlýðilegrar virðingar og mjög þurrt, ,,hún er dáin, hún hreyfist ekki" og svo haldið áfram að leika við vinkonuna sem var í heimsókn. Hún syrgði ekki einu sinni.FootinMouth

Jæja, það var ekki fyrr en í kvöld sem ákveðið var að henda lirfunni fram af svölunum með smá athöfn. Athöfnin var semsagt sú að líkið var kysst og svo hent niður svo það lenti í grasinu fyrir neðan. Jæja, það var þá tæpur sólarhringur sem Rebekka sannaði sig sem dýravin. Ég veit ekki hvort að hún hafi staðist prófið um að fá gæludýr...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Það er nú svolítið erfitt fyrir mannfólkið að " bonda " við dýr sem hefur ekki augu eins og við, og sýnir ekki karakter....

....gefðu stelpunni séns.......

Haraldur Davíðsson, 31.8.2008 kl. 21:51

2 Smámynd: Ágúst Böðvarsson

Já, það er rétt. Þetta er kannski ekki marktækt. Svo ég gef henni annan séns...

Ágúst Böðvarsson, 31.8.2008 kl. 23:28

3 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Ég átti eitt sinn kyrkislöngu. Rebekka ætti að hafa gaman að svoleiðis, ef hún líkist stóra föðursystursyni sínum eitthvað.

Ég var reyndar að horfa á American Dad um daginn, familían þar á geimveru og gullfisk sem talar með þýskum hreim. Það toppar slönguna alveg.

Ef Gústi ætti svona slöngu,  héti hún þá ekki kirkjuslanga?

Ingvar Valgeirsson, 3.9.2008 kl. 17:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband