Sveitasæla

Erum hér tveir í sveitinni, ég og tengdapabbi. Erum semsagt að vinna í bústaðnum. Ég er kominn í þrælavinnu að moka möl undir einn pallinn sem er frekar mikið bogr og vesen, en ég svitna og verð orðinn nettur og fínn þegar ég kem aftur til byggðaTounge 

Annars er ég að grípa í handlang hjá tengdapabba þar sem hann er að reisa annan pall. Þá get ég kastað mæðinni frá mokstrinum í nokkur andartök í senn.

Í dag erum við búnir að vera duglegri en alla síðustu viku þar sem við vorum í letikasti til skiptis. Þá náðum að vinna með nokkrar spítur, hann negldi þær og ég málaði þær. Góð samvinna. En nú erum við komnir í stuð. ég er meira að segja með inni djobb líka ef hann skildi rigna. Hér eru nokkrir dyrakarmar sem ég var að spartla í kvöld þegar rökkva tók. Svo á morgunn, eða næst þegar rignir eða rökkvar get ég pússað þá og málað. Frábært.

Ef ekki rignir mikið á morgunn, þá verðum við kannski aftur duglegir. Kemur í ljós.

Svo kíkka mæðgurnar mínar við um helgar. Kannski kíkkum við í ber um næstu helgi. Hver veit?

Best að fara að sofa og safna orku fyrir bogrið á morgunn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband