Sveitasæla 2

Þá er ég búinn að vera hér í 1 og 1/2 viku nánast samfleitt, misduglegur, eins og kom fram í síðustu færslu.

Í morgunn vaknaði ég við eitthvað klukkan 5.Angry Veit ekki hvað en ég bara vaknaði og var næstum farinn á fætur þegar ég man ekki meir sirka tveim tímum síðar. Svo vaknaði minn grunlaus um klukkuna um klukkan 12 á hádegi. Það fer allt úr skorðum þegar maður vaknar á nóttunni. Öll hvíldin fyrir bí.Sleeping

Pallurinn, sem er í smíðum, er strand þar sem okkur vantar ákveðin járn sem þarf að festa á húsið til að verja sökkulmotturnar fyrir regni ofl. Járnin eru í pöntun og bíðum við bara eftir þeim, svo að pallurinn bíður í bili. Tengdapabbi hins vegar dó ekki ráðalaus og skellti í einn glugga.Tounge Það er semsagt ætlun vor að saga gat hér á einn vegg á húsinu og smella þessum fína glugga í, sem hann smíðaði sem snöggvast í dag. Það er ótrúlegt hvað smiðir eru græjaðir í dag. Bara portable smíðaverkstæði í skottinu á jeppanum og svo Púfff!!!! eitt stk, gluggi takk.

Ég mokaði og mokaði og mokaði og mokaði... bíddu hvað gerði ég meira í dag?... Já, ég mokaði og mokaði líka. Jæja ég finn hvernig kílóin kvarnast af mér.LoL

Svo eldaði ég þessar fínu kjúklingabringur á grillinu í kvöldmatinn. Þær brögðuðust með eindæmum vel, þar sem ég kriddaði þær á sunnudag. Annars sér tengdó um eldamennskuna að mestu. Ég fæ stundum að grilla, mér er treyst fyrir því öðru hvoru.

Jæja góða nótt að sinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband