Sveitasæla 3 - farinn og kominn

Skrapp í bæinn í gær í glerleiðangur. Vorum að fá nýjar rúður í húsið og stefnum að því að skipta út öllu gleri í húsinu, þ.e. þegar þannig viðrar. Ekki mikil blíða þessa dagana... jæja og þó... Sjáum til. En allavega náði ég að gista heima hjá mæðgunum mínum eina nótt. Vað aðeins farinn að gleyma hvað rúmið mitt heima er fínt. Gott að heilsa aðeins upp á sína og kíkkaði líka með Önnu á þá Frank og Casper í danska trúðnum á RUV og skemmtum okkur nokkuð vel yfir vitleysunni þar. Rölti svo með Rebekku á leikskólann í morgunn og fór svo og sótti glerið og brunaði svo beint upp í sveit. Var í mismiklu vinnustuði í dag, tókst þó að mála slatta af spítum og pússa spartl á dyrakörmum. Tengdapabbi stóð í bókhaldsveseni í dag svo ekki smíðaði hann mikið, en fékk þó eitthvað greitt af útistandandi skuldum. Ekki veitir af á þessum tímum niðursveiflu.Smile

Skruppum aðeins í Borgarnes í dag c.a. 3svar. Eitt og annað sem þurfti að útrétta og í síðustu ferðinni keypti tengdó tilbúinn kjúkling sem við átum hér með bestu list og urðum mettir.

Nú er bara að fara að hvíla sig og vera endurnærður fyrir mikla vinnu á morgunn, allavega erum við komnir með efni í mikla vinnu eftir allar Borgarnesferðirnar.LoL

P.S: Fyrir þá sem botna ekki þetta tal um Brogarnes, þá erum ið c.a. 10 min. akstur frá Borgarnesi.Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband