Sveitasæla 4 og nýtt og betra útsýni...

Í dag vaknaði ég við þessa líka svaka rigningu og rigndi allan morguninn. FootinMouth Svo þegar ég nennti ekki lengur að liggja og hlusta á regnið var best að drattast á fætur og vita hvort ekki væri hægt að finna sér eitthvað annað en útimálningarvinnu að gera. Ég allavega þurfti að fá mér morgunmat og stökk fram í eldhús og VÁÁÁÁÁÁ!!!! Þetta líka glaða sólskin. Þá var bara að bíða eftir að timbrið þornaði úti og það tók nú sinn tíma.Angry

En allt hefst fyrir rest og nú er ég búinn með fjalirnar hér úti á hlaði. Þær fara seinna utan á annan stafninn. Hann er ljótur að sjá, gamlar og fúnar spítur klæða stafninn og við ætlum að bæta úr því.

Eitt og annað var gert í dag og meðal annars skipt um gler í glugga á sama stafni. Glerið sem var var svo rakt að innan að maður þurfti alltaf að hagræða sér í glugganum til að sjá út um hann. En nú er það úr sögunni og maður gat bara varla hætt að góna út um gluggan eftir að nýja glerið kom í. Það er ekki mikið mál að setja gler í, en að ná því gamla úr er svoddan hausverkur.Crying Skrúfurnar eru hreinlega ekkert að hrökkva úr glerlistunum.

Nú sit ég hér við tölvuna og hlusta á rokið og rigninguna fyrir utan og ætti að vera löngu farinn að sofa, Sleeping en bara varð að blogga smá.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband