Dagvaktin vs Svartir englar?

Ég fór nú að velta því fyrir mér, þegar ég heyrði af veseninu sem komið var upp með sýningartímana á annarsvegar ,,Dagvaktinni" á ,,Stöð2" og hins vegar ,,Svörtum englum" á ,,RUV". Á sama tíma? En hvað með ,,plús" rásirnar? Allir, ég held að ég sé ekkert að ýkja með það, en allir sem eru áskrifendur af ,,Stöð 2" eru sjálfkrafa áskrifendur að ,,Stöð 2+" í gegnum ,,Digital Ísland" þar sem dagskráin er sýnd með klukkustundar seinkun og svo eru þeir líka með aðgang, að ég held, að ,,RUV" og ,,RUV+". Plús merkið segir semsagt til um klukkutíma seinkun. Einnig eru margir með aðgang að ,,Breiðbandi Símans" og svo aðrir með ,,Sjónvarp Símans" þar sem einnig er hægt að finna plús rás ,,RUV". Þetta hefði ekki verið neitt vandamál. Fyrst yrði horft á ,,Dagvaktina" á ,,Stöð 2" og svo ,,Svarta Engla" á ,,RUV+" eða öfugt, ,,RUV" fyrst og síðan ,,Stöð 2+".

Svo gerðu þeir mál úr þessu og nú er Þórhallur búinn að breyta sýningartíma Svartra Engla til þess að friða... ja, hverja...?

OK, hverjir eru ekki áskrifendur að Stöð 2 ? Kannski þeir sem ekki tíma að borga 5000 - 6000 krónur eða meira á mán. í viðbót við RUV skattinn til að horfa á sjónvarp. Þeir missa sjálfkrafa af Davaktinni og kaupa hana á DVD þegar þar að kemur, eins og í fyrra og horfa þar af leiðandi kannski bara á Svarta Engla og málið er leyst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Nú, eða bara fá sér kvöldmat meðan á öllu þessu stendur, horfa svo á Numbers eftir matinn og Law & Order á Skjá einum plús klukkan tíu og Primal Fear á Stöð 2 bíó plús klukkan ellefu - virkaði fínt hjá mér.

Hitt sé ég bara seinna.

Ingvar Valgeirsson, 22.9.2008 kl. 15:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband