22.9.2008 | 22:00
Sveitasæla 6 og heimferð
Jæja!
Þá, kom að því að fríið kláraðist, byrjaður aftur í vinnunni en okkur tókst ýmislegt, kannski hefði mátt gera betur, en þetta var allavega að gaman að mestu og sérstaklega eftir að Rebekka kom til okkar með alla sína orku. Hún smitar frá sér með gleðinni sinni og maður getur ekki annað en glaðst með henni.
Allavega kláraðist pallurinn sem var í smíðum og svo var skipt um gler í all flestum gluggum í húsinu. Einnig málaði ég slatta, inni sem úti, spítur í klæðningu á annan stafninn, glerlista fyrir gluggana, nokkra dyrakarma og svo var líka hangið í Sudoku eða gónt út um nýju glerin þegar ringdi. Veðrið var nokkuð slæmt síðustu vikuna og þessvegna ekki mikil útivinna en þó merkilega mikil miðað við veðrið.
Jú, svo enduðum við á kartöfluuppskeru nokkuð magnaðri. Eigum eitthvað til vetrarins, mjög góðar gullauga.
Þetta er ágætissamantekt. Svo auðvitað kíkkar maður um helgar og eynir að gera eitthvað líka þá...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.