Ótalsett og ótextað fyrir börnin...

Var að koma úr laugardagsnammileiðangri í Hagkaup sem er kannski ekki í frásögu færandi nema þá helst af því að ég sá gamla góða Aladdin frá Disney, sem Laddi, Siggi Sigurjóns, Felix Bergs, Örn Árna ofl. töluðu svo skemmtilega inná. Horfði oft á þetta með frænda mínum einu sinni sem ég passaði stundum og hafði sjálfur mjög gaman af. En nú áðan sá ég Aladdin til sölu í Hagkaup og það ótextaða og ótalsetta. Ég skil ekki af hverju? Eru börnin farin að læra ensku í leikskóla eða...? Á DVD kemur ekki að sök fyrir innflutta að kaupa textað og talsett þar sem hægt er að velja um tungumál og texta, en ég skil ekki af hverju hingað til lands kemur ótextað og ótalsett barnaefni.FootinMouth


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband