27.9.2008 | 22:54
3 (ný)lög í spilaranum
Ekkert annað nafn (endurgerð)
Heilagur
Gatnamót
Þetta eru allt lög sem áttu að fara á plötuna mína ,,Að krossinum vil ég koma Kristur" en urðu að víkja vegna lengdar plötunnar. Kannski hefðu þessi komið betur út en einhver önnur á plötunni, en þetta var ákvörðun sem ég tók þá en vil gjarnan hafa þau í spilun hér á síðunni og hef því ákveðið að opinbera þau hér í tónlistarspilaranum til vinstri.
Ykkur er frjálst að kommenta lögin og ég mun örugglega setja inn fleiri lög von bráðar. Ég á nóg af demóum fyrir næstu plötu. Það getur vel verið að ég setji eitthvað af þeim hér.
Athugasemdir
Ég á reyndar að vera að læra núna, en mamma sagði mér frá þessu. Það gleður mig fátt eins mikið og að fá lagið á Gatnamótum í nýrri útsetningu og ekki með hljóm af gamalli afspilaðri og teygðri kassettu . Þú komst því loks á disk. Þetta hljómar vel, eins og það gerði alltaf, en bara miklu betur núna.
Þá er bara að fá hitt lagið sem ég hélt svo mikið upp á: ,,Ég lifi í takt við tímann". þegar ég ræddi þetta við þig síðast var eins og þú myndir ekki alveg það lagið. Ég set því inn fyrsta stefið eins og ég man það:
Ég lifi í takt við tímann
Þekki ekki aðra leið
Vinn eins og vitlaus
Til að eyða í þetta og hitt.
Ég læt mig berast með straumnum
því að það hentar mér
Alveg eins og þér, það er tíska í dag.
Að kaupa eilífa æsku, hamingju heilsu og frið.
Og það gerum við....
Og það gerum við...
Og það gerum við...
Við stoppum við skilti
Sem við sjáum á leiðinni
Þau bjóð'upp á vonir og drauma
fyrir rétt gjald...
Síðan man ég ekki meira.
Ég man ekki hver samdi þennan texta, en lagið sem þú samdir við er alveg frábært. Ég á þetta einhverstaðar skrifað niður, ef þú þarft frekari upprifjun. En þetta lag er á eldri kassettunni (Gústi B Klingenberg). Hana gafstu í jólagjöf þegar Alex var enn örugglega bara 2gja-3gja ára og hlýtur hún því að vera í fórum einhverra af þeim ættingjum sem hana fengu. Ég hinsvegar glataði minni og hef enga hugmynd um hvar hún lenti. Hef smá grun um að hún hafi horfið eitthvert inn í hanskahólfið á gömlu Toyotunni minn, eða eitthvað álíka. Skil ekkert í þessu.
Bryndís Böðvarsdóttir, 4.10.2008 kl. 16:29
Vildi bara bæta við að þetta lag: Á gatnamótum hljómar betur núna í nýju útsendingunni. En þetta er líka alveg þitt. = Textinn og allt. Mér hlýnar allri þegar ég hlusta á það. Vildi gjarnan fá það á bloggið mitt (og auðvitað á disk) ef þú vildir vera svo vænn.
Bless kæri bróðir. Bið að heilsa.
Bryndís Böðvarsdóttir, 4.10.2008 kl. 16:34
Var að hlusta á hitt lagið: Heilagur. Það er afar fallegt líka. Vona að ég fái disk í afmælisgjöf (þó ekki sé nema með þessum tveimur lögum).
Bryndís Böðvarsdóttir, 4.10.2008 kl. 16:38
Mundi pínu meira úr laginu:
...En lífið er eins og gata
sem við göngum öll
Allt annað en feik, þú ert með í þeim leik.
Það eru aðrir sem stjórna,
Aðrir sem ráðskast með þig.
Líttu bar'á mig.... (3X)
Viðlag:
Og hér er ég,
aleinn á einstefnustræti.
Sem liggur til glötunnar, hér er ég....
Fálmand'út í myrkrið,
leitandi götunnar.
Samt gerði ég allt saman þó rétt
Ég gerði allt rétt...
Samt er ég hér... (3X)
Og nú er ég lít til baka
Ég sé skiltin allstaðar
Þau voru við hliðin'á hinum
Sem leiddu mig afvega.
Þau bjóð'upp á miða til himins
á útsölu prís.
Ef þú segir já, munt þú himininn sjá...
Þett'er allt of einfalt
Fyrir upplýsta mennta menn
Eins og mig og þig...(3X)
Viðlag aftur.
(sko ég mundi það).
Bryndís Böðvarsdóttir, 4.10.2008 kl. 16:47
Æ, nú er ég búin að "commenta" of oft hjá þér, en ég sá ekki síðasta lagið fyrr en of seint. Ekkert annað nafn. Þetta er miklu betri útsending en áður og alveg einstaklega fallegt og róandi lag. Ekki veittir af að róa taugarnar dálítið í öllu stressinu nú til dags.
Bryndís Böðvarsdóttir, 4.10.2008 kl. 17:11
Er systir þín að spamma þig Gústi minn?
Guðsteinn Haukur Barkarson, 4.10.2008 kl. 22:06
Mér sýnist það Haukur....
Annars komst þú mín kæra systir upp um þig núna. Þú semsagt lest aldrei bloggið mitt. Fréttir það hjá mömmu að ég hefði sett inn fleiri lög í spilarann. Ha,ha,ha
Mín kæra. Það var Anna Elísa sem gerði textann. Þetta lag, hins vegar, er ekki á KFUM-aranum með gítarinn með Gústa B Klingenberg. Ég mundi ekki á hvaða spólu ég setti það. Held það hafi verið eitt eintak eða tvö af því.
Hver veit? Kannski kem ég því í verk að hafa lagið "Einstefna til Glötunnar" til reiðu á næstu plötu.
Ágúst Böðvarsson, 5.10.2008 kl. 02:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.