Snjóhret og spólandi bílar...

Það er alveg dásmalegt að fylgjast með umferðinni núna í þessum fyrsta snjó vetrarins. Ég átti leið í Lindarhverfi í Kópavogi og á þeirri leið voru alveg ótrúlega margir bílar úti í vegkannti með viðvörunarljósin á. Er fólk að beila á snjóakstrinum og labba svo heim...?

Svo var umferðin í Ártúnsbrekkunni stopp og allt fullt af bílum klukkan að verða 10 á fimmtudagskvöldi. Sem betur fer fann ég aðra leið heim.

Það væri kannski ráð að þrifa dekkin undir bílnum. Sem betur fer eru heilsársdekk undir honum, þannig að við þurfum ekki að kaupa ný.

Svo er Anna bara í Skotlandi í "vinnuferð" og við Rebekka ein í kotinu...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband