Allt gott, miðað við aðst...

Af okkur hér er allt gott að frétta. Við höfðum, og höfum ekki miklu að tapa, en samt... Maður veit ekki með uppsafnaðann séreignasparnaðPinch Kannski vill maður sem minnst vita.

Ég er er í vinnu sem tekur, að ég held, engan enda og meira að segja verður, held ég, ekki einkavædd í bráð og Anna er líka í þjónustustarfi á vegum rikisins og missir ekki heldur vinnuna.

Og við, Anna, eigum fallega stelpu og hvort annað og svo foreldrana, ættingjana og vinina. Ætli það sé ekki metið mikils núna?

Gangi annars öllum vel að spjara sig...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Uppsafnaði séreignarsparnaðurinn minn er ekki hress - neikvæð ávöxtun fyrstu tíu daga mánaðarins var 50%, sem þýðir að helmingurinn er týndur og tröllum gefinn. Hefði betur eytt þessum peningum í bjór, þá gæti ég allavega selt glerin!

En þá er gott að vitna í Frímann Flygenring í myndinni Með allt á hreinu: "Peningar eru í sjálfu sér ekki vandamál".

Þeir nefnilega prenta meira af þeim á hverjum degi. Ég myndi segja að meðan maður hefði heilsu ætti maður að vera þakklátur, en ég er veikur.

Ingvar Valgeirsson, 15.10.2008 kl. 22:22

2 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Gott að heyra Gústi minn, annars vildi ég klukka þig

Guðsteinn Haukur Barkarson, 23.10.2008 kl. 10:26

3 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Já gott að heyra. En ég skil ekkert í þessu með fjármálin. Ég var auðvitað nýbúin að skrá minn örugga lífeyrissparnað í eitthvað sem fól í sér ,,Smá áhættu". Það var sölumaður sem sannfærði mig um það að til langs tíma mundi þetta koma betur út....

Síðan safnaði í 20.000 á mánuði í peningamarkaðssjóð til að taka út fyrir augnaðgerðinni hans Hauks. Var komin upp í 80.000. Ég var aðeins of sein á mér að taka það út, þegar Hryðjuverkalög Gordons Browns var skellt yfir bankann og nú tel ég að ég fái þessa peninga líklega ekki aftur. Við sitjum því eftir með vísaskuldir og sárt ennið...

Hinsvegar erum við í Búseta og skuldum því ekki eins mikið og aðrir. Við fórum ekki að kaupa, þegar mér kom það til hugar. Við eigum hvort annað og yndislega fjölskyldu sem er alltaf svo jákvæð. Og móður sem biður fyrir okkur hvern dag.

Ég er því nokkuð hamingju söm. Vona bara að við bæði höldum okkar vinnu og að börnin okkar þurfi ekki of mikið að blæða fyrir þetta í framtíðinni, því það er helst það sem gerir mann reiðann.

Bryndís Böðvarsdóttir, 24.10.2008 kl. 19:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband