Tapaði fyrir tölvudraslinu... gleymdi að bakka upp gögnin...

Ekki mjög glaður þessa dagana.

Ég var, á laugardaginn, sem oftar að vinna við ákveðnar upptökur. Vinna við þessar upptökur hafa staðið yfir í marga mánuði. Svo gerist það að harði diskurinn klikkar eitthvað, nýr diskur, og ég heyri skrítið hljóð og komst ekki lengur inn á drifið. Svo þegar ég loksins komst í búðina, þar sem ég keypti drifið, þá fékk ég þann úrskurð að drifið væri ónýtt og allar upptökurnar farnar fyrir bý...

Kannski gleymir maður ekki beint að bakka upp, en trassar það kannski frekar.

Þetta verður skoðað sem atvik til að læra af og nú er bara að byrja upp á nýtt og gera kannski bara enn betur og vanda sig meira... ...og keypt verður nýtt drif og aukadrif til að bakka upp gögnin...

Svo reynir maður bara að Smile og halda áfram...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband