4.1.2009 | 01:04
Ljóma jólaljósin (hamingju og frið)
Ljóma jólaljósin,
lifnar yfir mér.
Byrtir upp og bjartur,
desember er hér.
Frelsarinn hann fæddist
Fagna viljum við
Því gleði okkur gaf hann,
gleði, líf og frið
Komdu við og krjúptu
Hann keypti okkur grið
Nú höfum við í hjarta
hamingju og frið
Ef sorgin þér í sinni
og særður finnur til
og kvíðinn á þig kallar,
kæfir byrt´ og yl.
Ljósið hans þá lýsa
láttu inn í þér
Jólaljósi Jesú,
Jesús, hann er hér
Komdu við og krjúptu
Hann keypti okkur grið
Nú höfum við í hjarta
jólagleði og frið
Ágúst Böðvarsson 2007 n©b - Allur réttur áskilinn
Flokkur: Textarnir mínir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.