Geisli sakleysis

Svo fögur, og fíngerð
og fegrar allt umhverfið.
Þú gæðir mig gleði
og geislar af sakleysi.

Þú gleður mig
Þú bræðir mig
Ég er dolfallinn - yfir þér

Hún er kraftaverk til mín
Litla stelpan mín svo fín
Drottinn þakka þér
Hvað þú gefur mér.
Ó, ég þakka þér
Drottinn þakka þér

Það glaðnar í hjarta
hvert sinn þú birtist mér.
Svo alger og indæl
er útgeislunin frá þér.

Þú gleður mig
Þú bræðir mig
Ég er dolfallinn - yfir þér

Hún er kraftaverk til mín
Litla stelpan mín svo fín
Drottinn þakka þér
Hvað þú gefur mér.
Ó, ég þakka þér
Drottinn þakka þér

Ágúst Böðvarsson 2005 n©b - Allur réttur áskilinn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband