24.4.2006 | 22:24
Búinn með ökutímana...
Var í síðasta ökutímanum í dag og fer svo í prófið sjálft á miðvikudag. Ef ég næ því, þá verð ég orðinn hæfur til vörubílaaksturs.
Svo er upptaka hjá mér sama kvöld. Einn félagi minn er með útskriftartónleika í kirkju einni og vill endilega hljóðrita afrekið. Ekki málið, ég mæti með græjurnar og tek upp.
Svo er það fimmtudagurinn sá 27. Er eitthvað sérstakt um að vera þá? Æi mér finnst eins og það sé eitthvað. Man ekki hvað það er. Jú, alveg rétt. Er að spila í Samhjálp um kvöldið. Síðasta samkoman á gamla staðnum og svo verður víst lagt í flutninga upp í Stangarhyl og samkomurnar verða svo eftirleiðis þar.
Athugasemdir
27. apríl. Á Ester Sara ekki afmæli þá???? :-)
Sara (IP-tala skráð) 25.4.2006 kl. 12:32
27. apríl. Á Ester Sara ekki afmæli þá???? :-)
Sara (IP-tala skráð) 25.4.2006 kl. 12:32
Já, fínt að fá þetta tvisvar, ekki satt?
Sara (IP-tala skráð) 25.4.2006 kl. 12:32
Ætlarðu nú að fara að hrella gamlar konur á ruslabílnum. Brake a leg eins og þeir segja.
Snorri (IP-tala skráð) 25.4.2006 kl. 17:26
Já minn kæri Snorri. Ég held að ég hrelli eins marga og ég kemst yfir að hrella. Annars voru nú þessir ágætu ökukennarar að segja að þetta væri nú ágætt hjá mér. Ég vona að prófdómarinn verði jafn hrifinn á morgunn og þeir.
Já alveg rétt Sara. Ester Sara á auðvitað afmæli þann 27. Mér fannst ég líka vera að gleyma einhverju ;o)
Ágúst Böðvarsson, 25.4.2006 kl. 23:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.