Þvílíkur dagur!!!!!

OK! hvar á ég að byrja????

Jú, fór í vinnuna í morgunn og vitandi að ég átti fara í sálft ökuprófið (vörubíla) kl 3 í dag, c.a. hálftíma eftir vinnu. Búinn að undirbúa mig undir það stress, að drífa mig heim til að snæða, taka bílinn og bruna svo í prófið, þangað til að skólastjórinn (í ökuskólanum) hringir og spyr mig hvort að ég hafi átt að vera í prófi í dag? ,,Já, kl. 3! sagði ég. ,,Æ,æ... Það var ljóta klúðrið. Nafnið þitt hefur dottið út úr planinu hjá mér, ég hringi aftur" sagði hann. Svo hélt ég áfram að vinna bara þangað til hann hringdi aftur nokkrum mínútum síðar og spurði, ,,geturðu komið kl. 6." Já, ég gat það og mundi samt ekki í augnablikinu að ég var búinn að bóka mig í upptöku í Seltjarnarneskirkju fyrir hann Steinar vin minn kl 8 og ætlaði að mæta 5 til að stilla upp og gera klárt. OK, ég sem sagt fattaði svo þetta með upptökuna þegar mín elskulega eiginkona, hún Anna mín minnti mig á það. Jæja þetta sleppur, ég mæti bara extra snemma í kirkjuna til að gera klárt og skíst svo í prófið vel fyrir 6.

Gott hjá mér, ég var mættur 10 min. áður en prófið byrjaði og skokkaði út úr bílnum og rakst á einhvern ökukennara sem ég hef ekki hitt áður. Hann spurði, ,,ert þú Elvar?" ,,Nei, Ágúst". ,,Og ertu að fara í próf?". ,,Já, núna klukkan 6". ,,Það verður erfitt, því það er annar að fara í próf núna. Þannig að prófinu seinkaði til klukkan að verða 7 og ég sem var einmitt mjög svo orðinn afslappaður og fínn fyrir prófið, fór nú að byrja að stressast upp aftur, því ég gat ekki vitað hvoert ég yrði búinn nógu snemma til að geta startað upptökunni kl. 8.

Svo leið bara tíminn og ég gat fengið mér að éta og kom svo aftur 20 min. fyrir og gat farið í mitt próf. Ótrúlega rólegur samt þrátt fyrir allt stressið sem var orðið.

Svo gekk prófið svon glimrandi vel, utan við nokkrar klaufa villur, eins og gengur, og ég náði þessu.

Svo var ég náttúrulega búinn nógu tímanlega til að geta tekið upp. Og þessir tónleikar voru bara alveg magnaðir hjá honu Steinari. Hann var semsagt með burtfararpróf og stóð sig með príði á trompetinn sinn ásamt öllum hljóðfæraleikurunum sem hjálpuðu honum. Flottir tónleikar. 

Þannig að, á morgunn næ ég í bráðabyrggðaakstursleyfi til Lögreglustjóra og get farið að keyra ruslabíl strax og yfirmönnum mínum þóknast. Mér skilst að það verði bara strax núna í maí. Það er eitthvart bílstjórahallæri að verða vegna sumarleyfa sem eru að byrja hjá bílstjórunum. Svo eru tveir að varbílstjórunum komnit í fastar stöður og aðrir tveir semeru hættir að keyra ruslabíla, vegna einhvers. VEit ekki hvers vegna, og kemur mér það svo sem ekkert við. en allavega, EF ÞÚ ERT MEÐ MEIRAPRÓF, ÞÁ ER KANNSKI ATVINNUMÖGULEIKI FYRIR ÞIG Í RUSLINU Í SUMAR. Hver veit? Ekki ég.

Jæja best að fara að hvíla sig eftir langan dag. Gráta


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆIÐ GÚSTI. Til lukku með prófið. Það er bara allt að gerast hjá þér. Kveðja, Sara og Biggi

Sara (IP-tala skráð) 27.4.2006 kl. 11:53

2 identicon

Þetta átti víst að vera AFMÆLIÐ.

Sara (IP-tala skráð) 27.4.2006 kl. 11:53

3 identicon

Til hamingju félagi

Snorri (IP-tala skráð) 27.4.2006 kl. 20:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband