27.4.2006 | 23:52
Afmælisdagur að kveldi kominn
Já, mér tókst nokkuð vel að halda kjafti yfir deginum og ótrúlega fáir ónáðuðu mig með kveðjum.
Segi svona.... hahahaha....
Allavega er ég eldri en í gær, eða c.a. eins og einu ári.
Svo er líka gaman að segja frá því að þegar ég var 17 ára fyrir 18 árum síðan, upp á dag, fékk ég blessað bílprófið og búinn að keyra með áföllum nokkrum síðan og svo í dag var ég að sækja til lögreglustjórans akstursleyfi fyrir vörubílinn. Að þetta sé 35 ára áfangi í lagi held ég bara. Svo verður skírteinið, eða ,,TEINIÐ" eins og ég heyrði í dag sagt. ,,Ertu búinn að fá teinið?" Intresting.
Svo var ég í kvöld að spila í Samhjálp í Þríbúðum, sem verða ekki mikið til lengur. Þetta var semsagt síðasta sinn sem haldin var samkoma þar. Og nú flytur Samhjálp félagsmiðstöð sína upp í Stangarhyl (man ekki hvað). Gamla Terranova húsið sem blasir við af Höfðabakkabrúnni og á móti Húsgagnahöllinni. Ég ætla að kíkka þangað um helgina og sjá nýja staðinn. Spennandi. Þetta hljómar allt svo vel af lýsingum að dæma. Og að sjálfsögðu er Samhjálp að eiga viðskipti við TÓNABÚÐINA í sambandi við nýtt hljóðkerfi í nýja salinn. Ég hlakka til að sjá þetta.
Þá er bara að kveðja þennan afmælisdag sem byrjaði á slaginu kl 07:00 í morgunn og fara að sofa sáttur og hvíla mig fyrir vinnuna á morgunn. Kannski fær maður að grípa í ruslabílinn á morgunn. Hver veit?
Góða nótt.
Athugasemdir
Hahahaha 35! alveg EEELLLDGamall ;o) Til hamingju með afmælið og mundu að ég er ekki nema 34 ára.
Snorri (IP-tala skráð) 28.4.2006 kl. 18:03
Já, alveg rétt, ég er eldri en þú.... ligga, ligga, lá, lá.
Ágúst Böðvarsson, 29.4.2006 kl. 14:04
Til lukku með að vera orðinn hálfsjötugur, gamli frændi. Ég er alltaf hálfu ári yngri en þú, enda miklu fallegri!
Ingvar Valgeirs (IP-tala skráð) 29.4.2006 kl. 19:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.