29.4.2006 | 14:14
Fluttningur Samhjálpar.
Ég og Sævar tæknikall vorum í gærkveldi til miðnættis að taka saman snúrur og hljóðkerfi í Þríbúðum (verðandi sálugu). Það var einna verst að ná snáknum (kapallinn sem liggur af sviði í mixer aftast í salnum), hann var vel flæktur við blessað húsið, en það gekk fyrir rest. Hann er svo þungur kapallinn og við vorum að vinna upp fyrir okkur við að losa hann. En þetta gekk nú bara nokkuð vel.
Svo er byrjaður undirbúingur að því að setja upp nýtt hljóðkerfi í Stangarhylnum (þar sem samkomurnar verða framvegis). Allt á fullu þar núna við að koma öllu í stand. Ég vildi bara að ég hefði meiri tíma til að hjálpa eitthvað til. En það er slatti af fólki að vinna þar núna og þetta verður flott hjá þeim. Búinn að kíkka núna tvisvar þarna og ég dáist að þeim sem eru þarna að vinna sjálfboðavinnu. Þetta fólk á heiður skilinn. Og svo vonum við að allt verði klárt fyrir fimmtudaginn næsta og fyrstu samkomu þarna.
Best að fara að sinna rósinni minni, anna er að læra í skólanum á fullu og við Rebekka bara tvö hér í augnablikinu. En bara fínt.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.