Byrjaður að grípa í ruslabílinn...

Já, ég er búinn að fá að grípa í ruslabílinn í dag og svo á föstudaginn. Þetta gengur bara nokkuð vel hjá mér. Það segir allavega bílstjórinn í hópnum. Svo er ég víst að fara að stökkva út í djúpu laugina á föstudaginn næsta. Þá einmitt á ég að taka við einu stykki ruslabíl í Árbænum. Bílstjórinn þar er víst að fara í frí. Svo var bílstjórinn í mínum flokk eitthvað að kvarta yfir að vera orðinn veikur og kemur kannski ekki á morgunn (miðvikudag) og getur verið að ég verði að keyra allan daginn og kannski út vikuna. Hver veit? Kemur í ljós.

Svo erum við á fullu að gera hljóðkerfismálin klár í Samhjálp á nýja staðnum. Allt þarf að vera ready þar fyrir samkomu á fimmtudaginn, allavega í hljóðinu svo hægt verði að spila og syngja í hljóðkerfinu. Ég er farinn að hlakka til fyrir ykkar hönd þegar þið komið og sjáið nýja salinn í Stangarhyl. Sem sagt klukkan 20:00 næsta fimmtudagskvöld verður Samhjálparsamkoma í Stangarhyl í gamla ,,Terra Nova" húsinu við Höfðabakkabrúna. Hlakka til að sjá ykkur. Það er að vísu eitt... ef þið viljið sitja á samkomunni, þá verðið þið víst að hafa með ykkur pening, 1000 kall held ég. Þetta kvöld verður nefninlega fjáröflun fyrir nýja staðnum í formi stólaleigu. Þið semsagt leigið ykkur stól ef þið viljið sitja á samkomunni. Þetta er nokkuð kúl leið er það ekki ?

Jæja best að fara að halla sér ef ég skildi verða vakinn í fyrramálið. Það er nefninlega þannig að, ef bílstjórinn í mínum flokk verður veikur á morgunn, þá verður einfaldlega hringt í mig fyrir kl. 6 í fyrramálið og ég ræstur út. Takk fyrir og góða nótt eða ,,dóttdótt" eins og dóttir mín segir þegar hún býður góða nótt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband