11.12.2009 | 13:35
FRIÐUR (jóla). Nýtt lag
Jæja loksins eitthvað nýtt að gerast hér.
Það er komið nýtt lag, jólalag í spilarann hér til vinstri.
Söngur: Jóna Palla
Upptökur og hljóðfæraleikur: Ágúst Böðvarsson
Texti: Íris Ósk Friðriksdóttir
Lag: Ágúst Böðvarsson
Lagið varð til fyrir jólin 2000 fljótlega eftir að Íris afhenti mér textann sem hún hafði samið og beðið mig um að semja lag við. Lagið var svo frumflutt þá um jólin í Hvítasunnukirkjunni á Akureyri af bandi sem kallaði sig þá U.S.K ásamt Jónu Pöllu þar sem allir tilheyrandi bjuggu þá fyrir norðan.
Eftir vel heppnaðan frumflutning var ákveðið að koma laginu frá sér helst sem fyrst, en eins og sjá má er það teygjanlegt hugtak, það nefninlega varð ekkert úr því fyrr en nú.
Lagið er allavega komið á hljóðskrá á internetinu og á Lindina FM102,9 og er miklu betra bara núna eftir öll þessi ár
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.