Færsluflokkur: Bloggar
6.7.2007 | 23:51
TOTO
Nú bíður maður bara eftir að kíkka á TOTO tónleika í Laugardalshöll. Hlakka til, en las samt um daginn að þeir spili jafnvel órafmagnað í hálftíma. Kvíði soldið fyrir að, en vona samt ekki, að Rosanna, Hold the Line, Pamela o.fl. lög verði ekki með í þeim pakka. Lög sem ég vil sjá og heyra á fullum krafti. Africa gæti komið vel út úr þeim pakka, en annars er maður bara spenntur og hlakkar til.
Annars er stefnan sett í bústaðinn að vinna á morgun. Það er að koma mynd á gripinn hjá okkur og tengdapabbi á skilið mikið hrós fyrir þá vinnu sem hann hefur lagt á sig. Og svo hef ég lítið verið heima, aðallega verið að vinna í frítimanum í bústaðnum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.6.2007 | 00:57
DÚNDURfréttir og Sinfó...
Smellti mér á tónleikana með Dúndurfréttum og Sinfóníunni í gærkvelds...
Maður minn, þetta var MAGNAÐ. Óheppin þið sem ekki voruð þar og eigið ekki miða í kvöld...
Reyndar voru þetta aukatónleikar og voru því væntanlega notaðir sem einhverskonar generalprufa og reikna ég með, þar sem þetta var ekki alveg hnökralaust (en næstum), að kvöldið í kvöld verði magnað fyrir þá sem eiga miða í kvöld. Veggurinn ætti að vera orðinn fínpússaður og jafnvel fallega málaður í kvöld .
Vildi næstum óska að ég ætti miða í kvöld líka, þetta var svo magnað. En njótið vel þið sem eigið eftir að fara.
Kostaði sitt en ég sé ekki eftir einni krónu og ekki orð um það meir.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.6.2007 | 16:29
Athyglivert í vinnunni. Árekstrar ofl.
Gærdagurinn var athygliverður hjá atvinnubílstjóranum Gústa. Gekk að öllu leyti vel með kannski skemmtilegum undantekningum. Það var semsagt tvívegis keyrt á ruslabílinn sem ég er að keyra þessa dagana.
Ég var að bakka inn í Sorpu til þess að fara að losa eins og gengur á venjulegum ruslabíl í Reykjavík, nema hvað, að þegar ég er langt kominn inn, þá sé ég hvar stór gámabíll (með ruslagám) kemur á nokkuð mikilli ferð aftur á bak og búmm í hliðina á bílnum hjá mér. Það kom þónokkurt högg á bílinn og ég hélt að nú væri dagurinn búinn á þessum bíl og vind mér út úr bílnum, til að skoða skemmdir. En viti menn, það sá ekki á bílnum hjá mér
, þannig að ég gat haldið áfram að vinna.
Svo seinna um daginn, þá er ég staddur á Framnesveginum og stopp út í kannti en geri götuna soldið þrönga, þannig að aðrir bílstjórar voru soldið í því að hætta við að keyra framnesveginn og fara eitthvað annað, svona rétt á meðan við vorum þarna að hreinsa. En bíllinn hjá mér var allavega kyrrstæður með blikkljósum og alles. Þar sem ég sit þarna og bíð meðan tunnur eru losaðar í bílinn, þá finn ég högg koma á bílinn og lít í spegilinn á vinstri hönd. Þá var þar kominn nokkuð ný bifreið og bílstjórinn ekki heppnari en svo að hann hafði hreinlega rekið bílinn sinn í tunnulyftuna og gert nokkuð myndalega rispu á hlið bílsins síns og beyglað hjá sér afturhurðina. Og aftur varð blessuðum ruslabílnum ekki meint af.
Semsagt tvisvar sama daginn... keyrt á bílinn hjá mér...
Svo reyndar sá ég eitt skondið i morgunn...
Ruslakallar eru soldið vinsælir hjá blessuðum börnunum og semsagt í morgun var einn ruslakallinn að vinna vinnuna sína og tekur ekki eftir því að ungur strákur á línuskautum er að forvitnast um vinnuna okkar. Þar sem blessaður ruslakallinn var eitthvað þungt hugsi þegar að hann sneri sér við til að ganga af stað, þá úpppsss! gengur hann niður strákinn á línusakeutunum, sem náttúrulega hlammaðist í götuna, en varð greinilega ekki meint af.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
5.5.2007 | 09:39
Loksins tókst mér að bæta við myndbroti
Já njótið bara vel og hafið gaman af. Nýtt myndbrot hér að neðan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.4.2007 | 23:54
Athygliverð málningarvinna (Jesús málaður)
Fékk þetta sent á E-mail. Athyglivert. Hækkið aðeins í græjunum(þ.e. ef ekki of hátt fyrir) og smellið síðan á linkinn hér að neðan...
http://www.youtube.com/watch?v=8M4_IlbaZHA
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
16.4.2007 | 20:02
MYNDBROT VIKUNNAR (Bara sagði Sara)
Þessa mynd tók Ágúst B. af Ágústi B. og S(n)öru H. og þótti þeim mjög leiðinlegt að fá ekki að hafa hana lengur.
(Innskot frá ritstjóra: Við ákváðum að skrifa Söru með enni (n) en ekki hnakka). Kvakk Kvakk! Sagði litli fíllinn og hló við.
Smáljóð klukkutímans:
Bara sagði Sara
Af því bara sagði Sara og fór að stara
en þó ekki á Ingvar(a)
Sem lét sér nægja að svara
Ara
Stattu ekki eins og þvara
Klara
Því ég þarf að spara
mína peningara
Mannabekkinn vara
Vér höldum að þetta hljóti að vera hreinasta tjara
svo að við ætlum bara
að fara
(höf. Óþekk(t)ur.)
Næsti dagskrárliður er : Tvær - 1 úr tungunum (2-1=ein),
góða nótt.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.4.2007 | 22:59
Aftur um myndbrotin...
Það kannski fór fyrir ofan garð og neðan þessi myndbrotahrúga sem ég smellti inn hér að neðan, en var samt að vona að einhverjir gamlir KFUM-arar myndu gleðjast og rifja upp gamlar skemmtilegar minningar er þeir sæju þetta. En set samt til upprifjunar hvers vegna...
Hér er ég til gamans að birta gömul myndbrot vikunnar svokölluð, sem sumir, alveg lokal, reyndar, kannst mjög vel við. Þetta eru myndir með athugasemdum sem fest voru uppi vikulega í KFUMogK á Akureyri fyrir mörgum árum. Var fyrir norðan á dögunum og fann þetta efni sem ég ætla að leyfa mér að setja hér af og til.
Þó svo að þetta heiti ,,Myndbrot vikunnar", þá er ekki víst að þau séu ,,vikunnar" hér á blogginu. Þau bara þekkjast í þröngum hópi sem ,,Myndbrot vikunnar" og verða í flokki sem heitir einmitt ,,MYNDBROT VIKUNNAR".
Skemmtið ykkur vel.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.4.2007 | 22:54
EHEMMM............

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.4.2007 | 02:55
Gott í bili.
Hættur að Myndbrotast í bili. Meira síðar en...
...gaman að geta þess að ég var í kveld að fjárfesta í miða á tónleika hljómsveitarinnar TOTO sem einmitt hljómar í eyrum mér þessa stundina.
Var ekki mikill TOTO maður, en eftir að ég heyrði að þeir (eða þau, skilst að það sé kona í bandinu) væru að koma á klakann og mágkona mín og eiginmaður ætla að smella sér, þá ákvað ég að skoða bandið nánar. Nú semsagt á ég tvær safnplötur með TOTO og auðvitað man maður þá eftir öllum slögurunum. Keypti einnig DVD tónleika með þeim og sýnist þeir alveg kunna á hljóðfærin sín. Miðað við þessa DVD tónleika þá held ég að þetta verði hin mesta skemmtun.
Lög TOTO eru meðal annarra; "Africa", "Rosanna", "Pamela" og "Hold The Line".
Ég hlakka allavega til að sjá TOTO.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 03:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
14.4.2007 | 02:43
MYNDBROT VIKUNNAR (Myndbrotabrot hversdagsleikans)
Þessa mynd tók Ágúst B. af ... öö einhverjum sem ekki vill sjást á myndinni, sem einmitt þótti það mjög leiðinlegt að fá ekki að hafa hana lengur.
Mynbrot vikunnar að þessu sinni er breytt brot frá venjulegum brotum og verður því bara brot af broti úr myndbrotabroti hversdagsleikans.
Það skal tekið fram að Sanitas Mix styrkti ekki þessa útsendingu.
P.S: Til hamingju með (K)jólin(n).
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)