Færsluflokkur: Bloggar
5.9.2007 | 21:34
Nú er ég hættur...
Nú ætla ég að hætta að lifa. Það vill enginn borga mér millur fyrir réttinn á minni ævisögu, og er ég nú talsvert eldri en Hamilton... OK, kannski hef ég ekki afrekað neitt sérstakt...
Jú, það er kannski gaman að lesa um fólk sem stendur sig vel. Mér finnst strákurinn bara hafa komið mjög á óvart í formúlunni. En samt finnst mér heldur snemmt að rita ævisögu um mann sem er rétt túmlega tvítugur... eða er ég ósanngjarn að segja það?
![]() |
Borga tvær milljónir dollara fyrir rétt á sögu Hamiltons |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.9.2007 | 00:09
Ef ég hefði ekkert annað við tíman að gera...
![]() |
Skeggprúðir keppa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.9.2007 | 23:48
Umferðarpæling...
Hef ekki mikið pælt í því fyrr en alveg nýverið, að ef að ég myndi missa bílprófið, hefði það frekar mikil áhrif á vinnuna mína. Ég er afleysingarbílstjóri í minni vinnu og á launum eftir því og þar af leiðandi myndu laun mín lækka umtalsvert ef að ég tæki uppá því að brjóta svo af mér í umferðinni að prófið yrði hirt af mér.
Var að hlusta á ónefnda útvarpsrás um daginn þar sem var verið að spjalla við þau hjá umferðarúrvarpinu. Þar var verið að benda á 30 km hraða í skólagötunum og íbúðarhverfum. Ef ég missi mig og fer upp í 60 km hraða þar sem er 30 km hámarksraði, þá get ég hreinlega misst prófið, svo ég tali nú ekki um sektirnar þó maður fari ekki nema í 45 km hraða á sama stað. Það gæti orðið dýrt. Man ekki tölurnar, en man að þær eru frekar háar. Það er kannski bara allt í lagi svo að fólk keyri sómasamlega.
Var að koma úr Ölver (bústaðnum okkar nálægt Hafnafjalli) áðan. Var niðursokkinn við vinnu þarna uppfrá, þangað til ég ákvað að nú væri mál að komast í háttinn. Brá mér nokkuð í brún. Það var orðið alveg dimmt og nokkuð drungalegt þarna upp í sveit. Hef ekki keyrt í svona myrkri síðan einhverntímann síðasta vetur. Alltaf bregður manni (eða mér) jafn mikið þegar myrkrið skellur á manni að hausti til.
Jæja en nú er bara að hlakka til nýrrar vinnuviku...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.8.2007 | 21:55
Hljóðafl, breytingar á síðu
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.8.2007 | 21:48
Bláber, krækiber... hver að verða síðastur...
Nú er eitthvað byrjað að frjósa á nóttunni, svo maður dreif sig áðan eitthvað út í móa til að plokka upp einhver ber áður en þau frjósa. Fengum samt ekki nema rétt út á skyrið, eins og maður segir. Rebekka var nefnilega alveg búin á því litla greyið. Hún er sko nýhætt að taka hádegislúr á leikskólanum, svo hún er orðin pirruð og þreytt um 6 leytið. Þannig að við dröttuðumst í bæinn aftur, reyndar hefði viljað vera eitthvað lengur, sá alveg möguleika á að finna nokkrar bláar þúfur í viðbót. En Rebekka var orðin það þreytt að við bara drifum okkur í bæinn og viti menn, við vorum ekki komin heim þegar sú stutta steinsofnaði í bílnum. Nú hún var bara borin og henni smellt í rúmið... og, við horfðum hvort á annað (við Anna) og veltum því fyrir okkur hvað við ættum að gera í kvöld. Venjulega fór kvöldið hjá öðru okkar í að koma Rebekku niður. Hún var nefnilega ekkert þreytt þegar hún var kannski búinn að sofa frá hálf eitt til hálf tvö, og kannski alveg til tvö. Núna, eftir að ákveðið var að hætta þessum daglúrum, þá eigum við okkur líf á kvöldin Rebekka er betur hvíld á morgnana. Það þurfti stundum að klæða hana hálf sofandi til að koma henni í leikskólann, af því að hún sofnaði alltaf svo seint á kvöldin. En nú er öldin önnur.
Maður situr því hér og étur ber með ís og rjóma og fitnar. Já, ekki fer mikið fyrir hreyfingunni í minni vinnu, eða jú... kannski hjá þeim sem vinna úti. Ég sit náttúrulega á rassgatinu og horfi á ruslakallana vinna í kringum bílinn og, eins og ég sagði, held áfram að fitna
Jæja en það styttist í annan endann, já blessað sumarið og ég keyri í amk 4 vikur í viðbót og svo klára ég fríið mitt og að fríi loknu fer ég aftur að rölta með ruslatunnurnar, eða svo lengi sem hinir bílstjórarnir halda heilsu.
Ég vona að einhver hafi nennt að lesa þetta, annars er það allt í lagi
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.8.2007 | 22:07
OK, Vont að keyra í rigningu...
Var að keyra eftir gullinbrú í þessari fínu rigningu í dag. Það var sem himnarnir opnuðuðust... já, opnuðust! Flóðgáttir himna opnuðust upp á gátt í dag.
Allavega í Grafarvoginum í Reykjavík. Ég sem sagt átti leið um Gullinbrú ásamt minni yndislegu dóttur og allt í lagi, nema ég er að keyra næstum samhliða, svona örlítið aftar en bíll á vinstri akrein. Ég var á hægri akrein. Ég tók eftir því að hann keyrði mikið ofan í hjólförunum og vatnið gusaðist í allar áttir, svo mikið að það slettist allverulega á framrúðuna hjá mér. Allt í einu sá ég ekki gramm, nema bara að framrúðan var þakin vatni. Ég var á rétt rúmla á 60 km á klst. og sé allt í einu ekki NEITT í aflíðandi beygju á Gullinbrúnni, þannig að ég bara fann mig tilneyddan til að hægja vel á og bíll fyrir aftan. Maður keyrir ekki bíl í umferðinni í Reykjavík án þess að sjá út. Hvernig gat venjulegur fólksbíll ausið svona miklu vatnið upp á framrúðuna á mínum bíl. Skil ekki alveg... Sem betur fór var bílstjórinn í bílnum fyrir aftan mig vel vakandi, annars hefði hann kíkkað í skottið á mínum bíl, enda kannski margt að skoða þar...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.8.2007 | 21:53
Tilvistarkreppa á bloginu...
Veit ekki alveg hvað ég er að gera með þetta blogg. Kannski maður bara hætti, eða nei... Það er nú gaman að hafa svona vettvang til að tjá sig ef manni virkilega blöskrar, eða langar að deila einhverju. En allavega, eins og fólk kannsi hefur tekið eftir, sem nennir ennþá að kíkka hér inn, þá er ég ekki mikið að tjá mig hér.
Kannksi maður bara drattist til að skrifa eitthvað.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.8.2007 | 23:05
Bara verð... Trommari ársins...
Hér er linkur á eitt magnaðasta trommusóló sem ég hef séð og heyrt. Trommari sem hefur ekki mikið fyrir hlutunum. Ég varð eiginlega orðlaus.
http://www.youtube.com/watch?v=43dMKsAu6I4&mode=related&search
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.7.2007 | 23:35
Breytingar
Kominn að norðan og búinn að fá mér Brynjuís.
Loksins búinn að breyta einhverju og líka bara umturnaði lúkkinu. Bara fínt held ég.
Mæli eindregið með nýja bloggi konunnar minnar http://annavaldis.blog.is/blog/annavaldis/
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.7.2007 | 10:29
Biðin er víst á enda...
Ætli maður verði ekki að skrifa nýja bloggfærslu, þó ekki sé nema til að hætta að bíða eftir TOTO, þar sem þeir tónleikar eru löngu liðnir og voru svona líka þessi fína upplifun. Skemmti mér frábælega vel. Snilldar hljóðfæraleikarar og rokk og ról og stuð.
Er að fara til Akureyris og þarf að gera mig klárann fyrir brynjuísinn... bless!!!!!!!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)