Færsluflokkur: Bloggar
6.11.2006 | 16:29
Vika í viðbót
Vorum hjá lækni og... ... já, mikið rétt. Hún er enn með brakandi lungnabólgu stelpan og við ekki voða kát með hana. Höfum áhyggjur af barninu og vonum að hún fari nú að losna við þetta ógeð.
Best að hætta núna, barnið er að tapa sér í flensunni
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.11.2006 | 21:49
Og ekki buin enn
já lungnabólgan er hér enn...
Fer með stelpuna til læknis á morgunn og fæ úr því skorið hvað skal gera, er hún frísk eða... við allavega heyrum brakið í henni og þorum ekki að sleppa henni lausri á leikskólann, betra að gera það samkvæmt læknisráði. Við vonum það besta. Það kemur í minn hlut að vera heima á morgunn (mánudag) og hafa ofan af fyrir dömunni minni. Við finnum okkur eitthvað að bardúsa. Allavega þýðir ekki að kvarta, heldur að ráðast bara inn í daginn á morgunn með ákveðni og gera daginn sem bestann, eins og hægt er.
Svo er ég að vinna á þriðjudag, vona að ég þurfi að keyra, en það kemur í ljós. Ef ég þarf að trilla, þá geri ég það.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.11.2006 | 10:48
Enn þá lungnbólga
Ég er semsagt heima í dag og Rebekka enn með lungnabólguna sína. Og ég með vott af samviskubiti að vera ekki í vinnu, en samt hálf feginn að vera ekki í vinnu í þessari rigningu, af því að ef ég væri að keyra þá væri ég með bullandi samviskibit yfir að sitja inni í bíl og kallarnir sem eru að trilla úti allir rennblautir og ef ég væri sjálfur að trilla úti, þá væri ég sjálfur rennblautur. Semsagt glaður að vera heima.
Nú er Rebekka að leika við Sabrinu, frænku sína sem gisti hér í nótt. Hún elskar hana og bróður hennar Þorgils Pál, sem núna er einhverstaða úti í bæ með afa sínum.
Ég er ekki frá því að ég sé með einhverja beinverki.... HEY!!!! Nei.... ÉG ER EKKI VEIKUR OG HANA NÚ. Lýsi því hér með yfir. Takk fyrir að sinni.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.11.2006 | 16:40
Lungnabólga
Það er nú alltaf gaman eða þannig. Rebekka tók upp á því að ná sér í lungnabólgu og ekki í fyrsta sinn. Þannig að við erum búin að skiptast á að vera heima þessa viku. Var að morkna í gær. Anna var að vinna til 6 og við Rebekka komumst ekkert út allan tímann. Svo þegar Anna kom heim stökk ég út í göngutúr og skrapp niður í Nóatún pg fékk mér smá nammi til að maula hér í gærkveldi.
Annars fór ég í vinnuna í dag og keyrði og keyrði, eða þannig. Ruslabíll fer reyndar að meðaltali ekki mjög hratt yfir og plús það að þessa dagana er maður að keyra nýja sjálfskipta ruslabíla og þarf þar af leiðandi ekki að hugsa mikið í vinnunni, nema bara það sem maður nennir að lesa í user manual sem fylgir með. Svo er sagt að það sé erfitt að vera ruslakall. Svo er náttúrulega geislaspilari í þessum nýju bílum, þannig að maður er bara farinn að ráða tónlistinni líka í vinnunni.
Eftir að ég fór að keyra í vor, þá held ég að ég sé búinn að "trilla" (semsagt losa tunnur) u.þ.b. 6-7 daga síðan þá, aðallega bara verið að keyra. Lífið er nokkuð ljúft þó það sé reyndar mjög gott að komast til að trilla og fá hreyfingu inn á milli.
Lífið er semsagt lungnabólga núna og ég verð heima á morgunn hjá dúllunni minni. Heppinn að vissu leyti, það hefur nefninlega ekki gengið vel þessa vikuna hjá ruslaköllum í Rvk þannig að það verður unninn allur dagurinn á morgunn sem venjulega er búinn kl. 10 að morgni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.10.2006 | 23:53
Klingenberggata????
Ég fann þessa fínu mynd í myndasafni okkar úr Noregi í sumar og ég held að héðan í frá heiti bloggsíðan mín Klingenberggata 5-7
Yeah!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.10.2006 | 22:32
Ljúft að vera í fríi
Ég er að klára sumarfríið mitt þessa dagana og nýt þess út í ystu æsar að gera bara það sem ég nenni að gera... eða þannig. Allavega að klára hluti sem einhvernveginn lentu á hakanum um daginn einhverntíman. En í gær og í dag tókst mér að klára tvo hluti sem ég hafði trassað. Gera klárt fyrir upptökur á samkomum (ræðunum aðalega) í Samhjálp í gær og í dag að mixa niður demo upptökur sem ónefndur maður tók upp hjá mér.
Það er nú reyndar fleira td. að taka til í geymslunni hér heima og líka í stúdíóinu í Stangarhyl svo hægt sé að taka á móti fleiri gestum til upptökuverkefna.
En talandi um frí, þá er ég í fríi frá minni annars ágætu vinnu. Ég hef verið að keyra ruslabíl undanfarið eins og flestir vita kannski. En það er gaman að segja frá því að, þegar ég byrjaði að vinna í ruslinu, þá komst ég að því hvað fólk undir stýri getur verið ógeðslega stressað, leiðinlegt, óþolinmótt og hreinlega stælótt og ég finn enn meira fyrir þessu þegar ég er að keyra ruslabílinn.
Ég er orðinn frekar frekur og örugglega hundleiðinlegur í umferðinni þegar ég þarf að bakka inn í götur. Ég kem keyrandi og til að undirbúa að bakka inn í götu þarf ég að keyra aðeins framhjá götunni, stoppa, setja í bakkgír og bakka svo af stað. Fyrst þegar ég var að byrja keyrði ég bara aðeins framhjá götunni og gerði mig líklegan til að bakka....!!!!! nei, þá var kominn bíll fyrir aftan sem stoppaði. Þá náttúrulega, eins og lög gera ráð fyrir, þarf ég að stoppa og bíða. Þó að ég sé í bakkgír og bakkljósin logandi, þá samt hreyfist ekki bíllinn fyrir aftan mig. Hann fer jafnvel að flauta á mig. Ok svo þegar hann kveikir loksins á perunni að ég sé að fara að bakka, þá bakkar hann aðeins og ég bakka af stað og geri mig líklegann til að beygja inn á planið eða götuna, þá ríkur bíllinn fyrir aftan af stað og þarf að nauðhemla af því að þá er ég búinn að leggja á stýrið og loka götunni við að beygja inn í hina götuna. Þá er flautað BIGTÆM.
Einn góður maður kenndi mér svo fljótlega að loka götunni bara strax með þvi að beygja strax til vinstri og þvera veginn til að undirbúa beygjuna. Þá eru menn ekkert að fara sér að voða við að reyna að keyra í hliðina á ruslabílnum.
Svo eru nú sumir að flíta sér svo mikið að þó að ruslabíllinn sé stopp í 10 sekúndur og ruslakall að vinna við að hengja tunnu aftan á bílinn til að hífa og losa, þá er bara flautað ef ekki er hægt að fara fram úr vegna einhvers bílgarms sem lagt var öfugumegin við götuna.
Það er nokkuð fyndið að þegar ég er að bakka inn á blokkarplan og er alveg öðrumegin í akstursleiðinni og bíll er á leið út. Bílstjóri þess bíls fer oft í panik, stoppar og flautar af því að ruslabíllinn er að bakka inn á planið. Fólk frís bara við að sjá stóran bíl bakka á móti sér og fattar ekki að það eru tvær til þrjár bílbreiddir við hliðina á ruslabílnum þannig að vel er hægt að fara fram úr ruslabílnum.
Líka fólkið sem heldur að litli smábíllinn sé jafnbreiður og ruslabíllinn og vandar sig alveg ógurlega stundum að fara fram úr ruslabílnum, jafnvel þó að það hafi horft á einhvern á stórum amerískum pickup fara sömu leið.
Þetta eru nú bara mínar hugsanir að sinni.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.10.2006 | 15:42
Ný tölva
Var að eignast nýja tölvu og nú verður erfitt að slíta sig frá henni. Kannski tekst mér að blogga aftur, fyrst það er svo gaman í tölvunni.
Reyndar er ég búinn að vera upptekinn við aðrar tölvur en þá nýju síðustu daga. Tók að mér að sjá um að ræður verði teknar upp í Samhjálp og þar sem ég var að fá nýja tölvu, þá er alveg upplagt að Anna fái gömlu fartölvuna og ennþá eldri borðtölvan sem hún hefur haft, verði notuð við upptökur á þessum ræðum í Samhjálp.
Þannig er málum háttað að ég varð að fara úr Win2000 niður Win 98se á borðtölvunni til að þetta sé hægt. Eða þannig. Ég á nenfinlega gamalt professional hljóðupptökukort sem búið er að rykfalla uppi í hillu í nokkur ár. Win 2000 styður ekki þetta hljóðkort og þar sem að þetta er nú mjög gott hljóðkort, ákvað ég að nota það og til þess verð ég að fara niður Win 98 á gömlu borðvélinni.
Til að setja Win98 upp á henni þurfti ég að strauja (hreinsa allt af harða diskinum) vélina og byrja frá byrjun.
Svo ég tali nú ekki um alla vinnuna sem fór í að færa öll E-mail-in á milli, fyrst úr gömlu fartölvunni, mín E-mail yfir í þá nýju og svo úr borðvélinni yfir í gönlu fartölvuna fryrir Önnu + öll gögnin sem hafa safnast upp í tímanna rás og maður hefur ekki undan að henda eða skrifa backup af því að maður nennir því ekki og svo lendir maður bara í veseni við að fá sér nýja tölvu.
Maður fer út í búð og kemur heim með nýja tölvu og Gaman....!!!!!!!! já, þangað til mann vantar öll gögnin sem maður var á kafi í að vinna í. Leiðinda ferli sem maður er þó tilbúinn að leggja á sig til að notið lífsins seinnmeð nýri tölvu. Þannig að minnsti tíminn fer í að njóta nýja gripsins fyrstu dagana.
En þetta eru nú bara raunir síðustu daga, en sem betur fer á maður konu og barn til að njóta líka. Dásamlegt. Best að setja tölvuna í hleðslu og fara og sækja barnið í leikskólann og frúnna í vinnuna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.10.2006 | 11:51
Hver samdi Faðirvorið????????
Ég veit ekki hvað ég á að segja....?
,,Ég á ekki til orð..." eða ,,Ungdómurinn í dag..." eða hreinlega... ,,Kemur mér ekki á óvart..."
Í ,,Blaðinu" í dag eru nokkur ungmenni spurð nokkurra spurninga. Ég staldraði við þegar ég sá hver fyrsta spurningin er. ,,Hver samdi Faðirvorið?"
Enginn af viðmælendunum veit svarið.
Öll eru þau frekar ung en amk einn virðist vera kominn til vits og ekki vissi hann þetta. En samt, er ekki örugglega þörf á frekari fræðslu um þessi mál. Hvar klikkar fræðslan?
Dóttir mín er langt komin í 3 vetra aldur og er farin að grípa inn í með eitt og eitt orð þegar ég bið áðurnefnda bæn með henni og svo sannarlega, þegar hún hefur vit á skal hún fá að vita að þetta er ,,bænin sem Jesús kenndi okkur" og er rituð í ,,Matteus 6: 9-13" í biblíunni.
Við Íslendingar köllum okkur kristna þjóð og gleymum svo að kenna ungmennunum, tja... allavega bænina sem Jesús kenndi. Kannski þau hafi gleymt að fylgjast með í fermingarfræðslunni og verið að bíða eftir að vita hvað væri í pökkunum.
En allir hafa sína skoðun og kannski hitti bara þannig á að þessir krakkar séu af heimilum sem afneita kritinni trú. Við erum öll misjöfn. En mér finnst samt, í landi sem kallar sig kristið, og inniheldur ekki fleirri en c.a. 300.000 hræður, skuli blaðamaður hitta á fimm einstaklinga á förnum vegi sem enginn veit neitt ýkja mikið um ,,sína eigin trú" eða þannig?
Ég varð bara soldið undrandi þegar ég rak augun í þetta og blæs hér með aðeins út.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.9.2006 | 10:04
Yes!!!!! mér tókst það.... að blogga
Já, mér tókst loksins að fara hér inn og blogga smá.
Maður er náttúrulega, eins og allir Íslendingar í sigurvímu yfir honum Magna okkar. Þess vegna hefur maður ekki getað bloggað mikið. Bara hef ekki náð áttum almenninlega eftir að okkur tókst að bjarga Magna.
En annars er nú lífið bara nokkuð venjulegt. Ég er hættur að keyra ruslabílinn, í bili allavega eða þangað til einhver forföll verða hjá bílstjórunum. Svo að næú er ég aftur kominn í gamla starfið mitt, þ.e. hlaupa eftir tunnunum og losa í bílinn. Spennandi. Ég fæ allavega heryfingu, annað en þegar maður situr undir stýri og hreyfir sig ekkert. Þó það sé nú fínt að keyra, þá er ég hgræddur um að maður yrði að hreyfa sig slatta með því ef maður væri að keyra alla daga.
Ér nú aðeins búinn að bæta á mig eftir sumarið, en stefni nú að því að skafa af mér eitthvað næstu daga og vikur með hlaupum í vinnunni.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.9.2006 | 18:53
Yes!!!! okkur tókst það!!!!
Við björguðum Magna og nú er hann á heimleið aftur á klakann. Svo reyndar skilst mér að hann fari aftur út í Janúar til að syngjs með húsbandinu úr Rockstar keppninni. Þetta húsband er mun betra og gáfulegri kostur til að spila með og umgangast heldur en þrír félagar í Supernova (bráðum eitthvað annað nafn).
Lukas Rossi er ekki mikill söngvari að mínu viti. Hann var samt valinn og mér finnst hann ekki syngja, heldur breima eins og köttur. Óttalegt leiðindavæl sem heyrist úr honum. Einhver góður maður talaði um að, í byrjun þáttanna hafi hann hljómað eins og rolla með hægðatregðu en svo eftir að hann fékk tiltal, hljómar hann bara eins og rolla. Ég er kannski bara sammála.
ég, eins og fleiri, held að Magni og þeir sem ekki unnu þessa keppni séu betur staddir en Lukas. Svo er Lukas með svo kraftlausa rödd að ég held að hann haldi ekki út nema c.a. halftíma á tónleikum og þá verði hann að hvíla röddina. Þannig að ég spái að þeir reyni að fáeinhvern af hinum keppendunum til að vera til vara þegar Lukas pissar í buxurnar, þ.e. þegar röddin hans gefur sig.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)