Færsluflokkur: Bloggar

Björgum Magna!

Ég held að ég verði að vera sammála, mig minnir að það hafi verið greinarhöfundur í ,,Blaðinu", sem var að tala um að bjarga magna frá því að vinna ,,Rockstar Supernova". Ég held að við ættum að taka okkur all rækilega saman og sleppa því að kjósa. Magni er kominn alveg nógu langt til að ,,meika´ða" í útlöndum.

Ég vil honum ekki svo illt að þurfa að túra í heilt ár með rugludöllunum, Tommy, Gilby og Jason. Hann mun alveg gera miklu betri hluti í USA án þeirra heldur en með þeim.

Kannski, þó að við kjósum eins og við eigum lífið að leysa, afþakkar Magni titilinn þegar öllu er á botninn hvolft.

Gangi honum bara allt í haginn... já, og mér að blogga meira....Óákveðinn


Magni ATH

Hann Magni ,,okkar" er að gera það gott þarna í Rockstar. Fólk hvatt vinstri hægri til að kjósa hann næst svo að hann detti ekki út.Mér skilst að fólk sé með vitlausa tímasetningu á kosningunni. Sá á skjá einum kosninguna auglýsta aðfaranótt miðvikudags kl. 01:50-05:50 en ekki 03:00-07:00

Bara að deila sannleikanum.


Nýjar myndir....

Hjá dóttur minni Rebekku er að finna fleiri myndir úr Noregsferðinni góðu.

Endilega skoðið hvað á daga okkar dreif í Norge.

Lykilorðið á síðuna er ættarnafnið mitt, fyrir þá sem það vita.


Nýjar myndir

Það er gaman að geta þess að það eru komnar myndir frá fyrsta degi úr Noregsferðinni á síðunni hennar Rebekku.


NORGE

Þá er maður búinn með sumarfíið, sem einmitt er ástæða bloggleysis á þessari síðu internetsins.

Skruppum til Norge eins og margir vita og höfðum mjög mikið gagn og gaman af. Einnig erum við búin að taka íbúðina hér á Krsitnibrautinni í nefið og erum rosalega glöð að vera búin að stækka aftur stofuna og flytja hjónarúmið aftur í hjónaherbergið. Stúdíóið er semsagt flutt út. Það stóð ekki undir væntingum og var rekið að heimann... nei, reyndar fékk ég inni á mjög góðum stað hjá Samhjálp og er mjög svo þakklátur fyrir það.

Ok. Norge! Þar var gaman. Vorum þar í hita og sælu í 12 daga. Það voru þrír dagar sem ekki var sól allan daginn. Einn daginn rigndi meira og minna allan daginn en hina tvo kom rigningaskúr annað slagið. Alltaf var samt hitastigið vel í kingum 25° og við vorum berfætt í sandölum, stuttbuxum og stuttermabol daglega.

Lentum á Gardemoen flugvelli á fimmtudagskveldi 6 júlí og fórum í rútu til Veitvet í Osló, þar sem Bjössi, móðurbróðir Önnu býr og konan hans. Gistum hjá þeim í 5 nætur. Þaðan tókum við T-banann (innanbæjarlestina) daglega niður í miðbæ.

Fyrstu dagana vorum við að röllta um og skoða og spóka okkur um í góða veðrinu.

Fyrsta daginn byrjuðum við á að finna okkur stað til að borða á. Fundum þarna Burger King, sem reyndar hér heima líka, og borðuðum fína hamborgara. Reyndar tókst mér, á leið upp stiga áleiðis upp í matsal staðarins að missa jafnvægið á bakkanum með öllum matnum og missti kókglas, fullt af kóki, á hliðina með náttúrulega þeim afleiðingum að í stiganum myndaðist þessi fíni foss. Jæja við fundum náð hjá afgreiðsludömu sem gaf okkur nýtt kók og þurrkaði upp stöðuvatnið sem myndaðist á neðri hæð staðarins. Jæja, ekki aftur á Burger King í ferðinni. ,,Prófum eitthvað frumlegt næst, sem ekki er heima klakanum" var haft á orði.

Það er svo gaman að labba eftir Karl Johann götu og skoða allt lífið. Þar er allsskonar fólk með allskonar atriði sem treður upp, þykist vera styttur, spilar á hljóðfæri, málar myndir og selur hitt og þetta. Við keyptum ekki mikið af þessu fólki nema lakkrísinn sem var seldur í allskonar litum og bragðtegundum, uuuummmmm. Einnig skoðuðum við Frogneparken þar sem maður finnur fullt af nöktum styttum. Undarlegt, en.... já. Jæja, Anna sýndi okkur Rebekku hvar hún átti heima um tíma í Osló.

Hittum Sigga Jónas nokkurn, sem er frændi Önnu. Hann býr þarna úti og Reddaði okkur bílaleigubíl af Toyota Aygo gerð. Ágætis vagn fyrir börn, eða þannig. Semsagt alveg lægsti klassinn frá þessum frábæra bílaframleiðanda. Á eðalvagninum keyrðum við svo niður til Vestby með viðkomu í Osló Kristne Senter (OKs) og kíkkuðum þar í kristilega bókabúð sem selur allskonar dót. Anna keypti slatta að dóti þar, bækur, bolla ogfl. og ég CD og DVD. Upphæðin var allveruleg og afgreiðslumaðurinn svona ánægður með söluna að hann gaf okkur afslátt.Hlæjandi Svo lá leiðin til Lilleström. Þar ætluðum við nú bara að kíkka við og fá okkur að eta. Fundum 1 stk. Pizza stað sem auglýsti hlaðborð. Smelltum okkur innfyrir og komumst þá að því, að á hlaðborði á pizzastað í Lilleström þarf að borga fullt verð fyrir 2ja ára gamalt barn sem borðar hálfa pizzasneið. Þannig að við hættum all snarlega við og fórum undir eins að leita að öðrum stað til að borða á. Jú, eftir miklar vangaveltur og pælingar, þá varð niðustaðan hinn fábæri og frumlegi staður, sem blasti allt í einu við okkur, Burger King. Jæja, svöng vorum við og best að skella sér bara aftur á Burger King. Jæja, en ekki aftur. Hlæjandi Frekar McDonalds eða eitthvað til að breyta til.

Svo var ekið af stað niður til Vestby, sem er öllu nær Svíðþjóð. Eftir svona c.a. 3 korter af akstri, lentum við í Vestby hjá Þórhalli og Henní. Þórhallur er semsagt sonur Bjössa, frænda Önnu og þar fengum við að gista restina af dvölinni í Noregi. Í Vestby er mjög fallegt og gott að vera. Lítið og sætt bæjarfélag sem dreifist aðeins um sveitina í kring. Þar þurftum við ekki að stressa okkur eins mikið út af Rebekku. Þau búa lengst inni í botnlanga sem ekki er nein umferð bíla að ráði í.

Skruppum einn daginn með Markúsi, syni Þórhalls og Henníar í Tusenfrid, sem er svakastórt og flott Tívolí. Þar fékk ég að prófa tvo rússíbana. Kom alveg stífur og með hausverk úr þeim báðum. Samt skemmtileg reynsla. Myndi samt ekki leggja það fyrir mig að ferðast með rússíbönum. Rebekka fékk að fara með pabba í ,,Afabíl" (gamlir bílar á reiðhjóladekkjum) Hún fékk meira að segja að stýra allan tímann. Reyndar er bíllinn á teinum sem ráða ferðinni. En hvað um það, hún hefur örugglega haldið að hún væri fanta dræver. Hún er mjög dugleg núna að reyna að komast í bílstjórasætið í okkar bíl síðan. Rebekka tók upp á því að gufa upp í augnablik. Við gengum inn fyri dyrnar á leiktækjasal og sú stutta saust af stað þarna inn og þar sem á miðju gólfi er bíll, eða spilakassi sem sest er í. Við Anna á eftir og náttúrulega, eins og alvöru foreldrar, vorum við sniðugri en barnið og ætluðum að króa hana af hinumegin. En, við mættums fyrir framan græjuna en engin Rebekka. Og eitt augnablik var hún horfin, þangað til við litum óvart inn í tækið. Þá sat hún þar og var að keyra á fullu.Hissa

Eftir tívolí vorum við orðin svöng og langaði að skreppa út að borða og eftir nokkrar pælingar var ákveðið að skreppa á McDonalds, þangað til við komumst að því að Markús var nýbúinn að vera á McDonalds (tvisvar, held ég) og þá var ekki mikið eftir sem við vissum um til að velja úr þegar við rákumst á þennan fína Burger King stað Óákveðinn sem við skelltum okkur svo á.

Tvo daga í röð fórum við í góða veðrinu á baðstrendur og við busluðum aðeins í sjónum. Skoðuðum í leiðinni mjög fallegan bæ sem heitir Dröbek, mest allt gamlar byggingar.

EInn daginn tókum við svo lestina til Osló. Rebekka hafði mjög gamana af öllum lestunum og tók því mjög hátíðlega þegar ferðast var með slíku farartæki. Í þetta skiptið skruppum við í siglingu um Oslóarfjörð með túristabát og guide, sem talaði Norsku, þýsku og ensku. Þar lærðum við ýmislegt um Osló.

Þetta er svona það sem ég man í fljótu bragði og segi kannski meira seinna. Ég læt vita þegar myndir úr ferðinni verða komnar inn síðuna hennar Rebekku.


Leiða lofgjörð oftar...

Var í kvöld að leiða lofgjörð í Samhjálp. Hljóp í skarðið fyrir hann Valda vin minn. Þetta var bara fínt og ég sáttur utan við einn mann sem fannst þetta byrja með einhverjum látum, náði ekki alveg hvað hann var að segja en hann var ekki alveg sáttur, en ég held að flestir aðrir hafi verið sáttir. Ég gerði þetta (eða Heilagur andi öllu heldur) á minn hátt. Byrjaði á svolitlu rokki og svo bætti smá kántrý fíling við. Svo var bara týpísk Gústa lofgjörð (að ég held) og mikil nærvera (allavega fannst mér það) Heilgs anda þegar á leið. Þetta sannar fyrir mér, að ég ætti að gera þetta oftar. Hver veit hvað verður. Ég er allavega með draum í maganum sem mig langar til að uppfylla. Hann er svona kannski í lofgjörðarstíl þessi draumur. Kem að því síðar. Leita Guðs með það þangað til.

Svo verð ég í Fíladelfíu á sunnudag ásamt lofgjörðarhópi Samhjálpar. Hlakka eiginlega soldið til að standa á sviðinu þar og leiða lofgjörðina þar. Það verður sennilega svipað og í kvöld.

Svo vil ég endilega minna á nýja Hljóðafls vefinn (Hljóðverið mitt).


Nýtt heimasvæði Hljóðafls

Hljóðafl, þ.e. hljóðverið mitt góða, er komið með nýtt heimasíðusvæði sem er http://www.123.is/hljodafl/

Þetta er bloggsíða í raun, en svona líka bráðsniðug. Maður getur gert nánast allt þarna.

Endilega kíkkið á.


Ekki nógu duglegur

ÉG er nú ekkert að gera mig sem bloggari eða hvað...?

Það er nú bara það að maður nennir ekki orðið að kveikja á tölvunni.

Stúdíóið mitt er í millibils ástandi og bíður flutnings og á meðan finnst mér eins og ég komi engu í verk í stúdíóinu. Þannig að ég nenni varla að kveikja á tölvunni þegar mér líður þannig, og þegar ég geri það, þá endar það með því að ég fer að vafra um netið og útkoman sjaldnast gagnleg, eða þannig. Fór t.d. um daginn að leita mér að efni um "PINK FLOYD" sem var jú gagnlegt varðandi tónleikana með Roger Waters, en kom ekki að öðrum notum og þar af leiðandi skilur ekki mikið eftir sig.

Jú reyndar gerði ég eina auglýsingu til spilunar á Lindinni samkvæmt beiðni ákveðins aðila. Þannig að maður er ekki alveg aðgerðalaus, en næstum því.

Svo er maður kominn í sumarfrí frá og með deginum í dag og erum aðallega að bíða eftir að skreppa til NORGE.

Annars er lítið að frétta, nema að fröken Rebekka Rós er nú hinn mesti gleði gjafi. Hún t.d áðan var ný komin í náttfötin þegar hún klæddi sig í strigaskóna sína, úlpu og húfu og kvaddi okkur og sagðist vera farin að kaupa bensín. Veit ekki á hvað. Það væri jú gaman að senda hana á bílnum... þ.e. ef hún hefði bílpróf, og fá fyllingu á tankinn. En við urðum því miður að slúttu þeirri áætlun hjá henni og koma henni í rúmið, enda klukkan að nálgast 8 að kveldi.

Svo er bara að halda áfram að hanga í fríi og finna sér eithvað að gera Glottandi


Loksins um Waters

Hef ekki haft tíma til að skrifa neitt um tónleikana með Roger Waters.

 Þeir voru í einu orði sagt frábærir. Ljósasjóvið var mjög flott, eflaust hefur verið notað meira af ljósum hér á landi en þarna, en þetta var bara svo smekklegt og svo var stórt tjald fyrir ofan sviðið með videosýningum og effektum ofl, svo ég tali nú ekki um blysin og eldsúlurnar sem voru stundum notaðar. Ég man ekki í svipinn hvar í prógramminu en þar kom sprenging sem notuð var sem hljóðeffekt og ég fann hvernig gólfið nötraði undir fótunum á mér.

Snemma á tónleikunum tók ég eftir að einhverjir sneru sér við hrópuðu, "sjáiði"!!! Þá var þarna svífandi geimfari sem nálgaðist mjög hægt. Svo smá færðist hann fram hjá og lenti einhverstaðar til hliðar við sviðið.

 Ég er mikill aðdáandi verksins "The Wall" og fór gæsahúð um mig þegar fyrstu tónar lagsins "In the Flesh" fóru af stað með trukki og svo kom "Mother" strax á eftir. Þá tóku við lög sem ég verð að viðurkenna að ég þekki ekki vel og var hálf svekktur að ekki kæmi meira úr "The Wall". En ég gladdist þegar ég heyrði svo "Shine on You Crazy Diamond" og einhverju seinna "Wish You Were Here". Þetta var allt saman flott fyrir hlé, en þegar maður þekkir lögin misvel, þá auðvitað er maður misjafnlega stemmdur á meðan. En nú kom hléið og svo "Dark Side of the Moon" í heild sinni eftir hlé. Allt magnað. Að því loknu var klappað upp og látunum í áhorfendum linnti ekki fyrr en Waters og félagar mættu aftur á sviðið og við tók meira úr "The Wall", þ.á.m. "Another Brick in the Wall" og "Confortabely Numb" (kann ekki að spella þetta lag, en ég held að skiljist svona). Þannig að maður fór náttúrulega bara "þægilega dofinn" heim eða þannig.

Ég röllti að sjálfsögðu til og frá höll Egils, enda engin glóra að keyra þarna niður eftir og bíða svo í röð á leið heim í hálftíma 3 korter ef maður er 20 mínútur að labba heim í holtið.

Þetta var svona fljót yfirferð yfir þessa mögnuðu tónleikana.

Ég væri vís með næst þegar ég kaupi mér CD að það verði Pink Floyd diskur.


Roger Waters ofl.

Ég ætla að skella mér á Roger Waters tónleikana í Egilshöll og hlakka nokkuð til. Fyrir nörgum árum sá ég beina útsendingu í sjónvarpinu af tónleikum RW við hrun berlínarmúrsins fræga, þar sem RW flutti ásamt mörgum tónlistarmönnum, verkið "The Wall" í fullri lengd. Þetta var eitthvað fyrir mig. Alla tíð síðan hef ég fílað lögin úr "the Wall" og þótt tónlist Pink Floyd áhugaverð. Einhverra hluta vegna hef ég samt ekki kynnt mér nógu vel annað efni eftir þessa snillinga, en heyrt eitt og eitt lag, eins og "Money", "Wish you were here" og "Shine on you crazy diamond" ofl.

En alla vega, ég hlakka mikið til og er að reyna að sanka að  mér efni til að hita upp.

Svo erum við hér að hlakka til Noregsferðarinnar okkar í júlí. Það verður gaman að sjá hvað konan mín er alltaf að tala um. Hún bjó í Noregi í 2 ár og vill endilega sýna mér Osló og flest allt þar í kring. ég hlakka mikið til.

Eitt að lokum.

Þar sem ég var hjá honum Árna vini mínum og bassahetju að fá lánað efni til að hita upp fyrir RW, þá leyfði hann mér að heyra lag em þeir félagar í hljómsveitinni hans "Jack London" voru að gera. Þetta lag er alveg magnað og ég mæli með því að þið kíkkið á slóðina http://www.myspace.com/thejacklondon . Þar er finna þetta lag og margt fleira um bandið. Njótið vel.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband