Færsluflokkur: Bloggar

Keyra stórt

Er búinn að vera að keyra í ökutímum undanfarið og á ekki eftir nema eitt skipti í akstri og svo ökuprófið sjálft sem verður á  miðvikudaginn og þar með (ef ég næ prófinu) verð ég löglegur ruslabílstjóri. Verð semsagt að leysa af í akstri í sumar á ruslabílunum. Það verður áhugavert. Miklar ökuleiknisæfingar að bakka og troðast á ruslabíl í hinum ótrúlegustu aðstæðum. Hlakka til að fást við eitthvað nýtt. Er eitthvað byrjaður að úldna yfir tunnudrættinumÓákveðinn . En samt eru nú launin og vinnutíminn samt þannig að maður tímir ekki að leita sér að annari vinnu, eða þannig. Ég reyndar fór í vetur á stúfana og skoðaði nokkrar vinnur og hvergi finn ég betri laun fyrir verkamannavinnu heldur en í ruslinu. Svo líka hittir maður einstaka hresst fólk og líka kemst maður að því að fólk er svo sannarlega misjafnlega vel upplagt á daginn. Annaðhvort erum við ruslakallarnir hinir mestu öðlingar eða bara fíbbl, assnar og hálfvitar... eða það mætti halda það stundum miðað við viðbrögð fólks, sem heldur að það geti bara komið með 2-3 stóra ruslapoka og grítt þeim aftan í bílinn eða þá að við skulum ekki bara taka með okkur ruslahauginn sem er í kringum tunnuna sem reyndar er stundum ekkert grín að finna í öllu draslinu..., soldið ýkt reyndar, en við bara förum eftir þem reglum sem okkur eru settar. Og okkar fyrirtæki þarf að borga dáldinn slatta fyrir hvert kíló sem keyrt er yfir vigtina í Sorpu.Gráta Sorrí, gleymdi mér... Mér hitnar stundum í hamsi þegar þetta ber á góma, en það finnst sumum þetta skrítið.

Ég var að bíða eftir strætó, hér á holtinu (Grafar) um daginn, sem ekki er í frásögu færandi, nema að þegar vagninn kom, hann semsagt kemur fyrst fram hjá minni stöð og fer svo yfir í hinn endann á holtinu og snýr við og tekur pásu og kemur svo aftur fram hjá minni stöð. Allt í lagi, nema ég stökk yfir götuna og ætlaði að fá að sitja í vagninum gegnum holtið og aftur til baka í stðinn fyrir að hanga úti í kuldanum og þar sem ég hleyp yfir götuna og lít á bílstjórann sé ég hvar hann hristir hausin yfir mér og stoppar þó og það bara til þess að tilkynna mér það að ég meigi ekki vera í vagninum inneftir og til baka. Það eru reglur sem hann þarf að fara eftir. OK, mér fannst þetta asnalegt og fór svo bara aftur til baka á stöðina hinum megin og hélt áfram að bíða eftir strætó, sama vagninum, sem myndi koma aftur. Ég var næstum farinn að undra mig og segja eitthvað við vagnstjórann, en fattaði svo að, sennilega væri þetta jafn asnalegt fyrir mér eins og reglurnar sem ég þarf að fara eftir í minni vinnu. Þær eru skrítnar fyrir fólki sem skilur ekki hvað ég er að fara þegar ég segi því að við tökum bara tunnurnar, ekkert umfram. Sorrí.

Var ekki gaman að lesa. Ég er allavegana að verða búinn í meiraprófinu.Svalur


Sennilega mun ég búa hér takk fyrir.

Mér líst nokkuð vel á þetta svæði.

Kemur í ljós seinna.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband