Færsluflokkur: Bloggar
24.5.2006 | 21:27
Bara til að vera með...
Var að koma heim af tónleikum á Hjálpræðishernum þar sem ég var að spila á alveg frábærum gospeltónleikum. OK, sándið var kannski ekki það besta sem gerist, en krakkarnir sem voru að syngja geisluðu af gleði. Ég datt inn í þetta alveg óvart. Björn Tómas, sem stýrir þessu vissi að ég kunni eitthvað fyrir mér á bassann og vildi endilega fá mig með. Sjálfsagt mál. Ég hélt reyndar að þetta yrði eitthvað stærra dæmi fyrst en svo var þetta bara svona lítið og kósí og allir geislandi af gleði og lífi.
Þetta voru ekki nema 5-6 söngvarar og svo kom hún Miriam hin eina sanna og söng eitt lag sem gestasöngvari og hljómsveitin (ég á bassa og Björn Tómas á píanó) var bara fín og söngvararnir stóðu sig með eintakri príði og svo var að sjálfsögðu klappað upp í lokin.
Annars gengur lífið bara sinn vanalega gang. Það gengur vel í vinnunni. Ekki er ég búinn að keyra á neitt fleira heldur en þennan bíl þarna um daginn, sem áður hefur verið nefnt hér á síðunni. Og vona ég bara að ég ekki verði fleiri bílar straujaðir af mínum völdum. OK, það þurfti aðeins að strauja brettið á jeppanum... nei, nei, það þurfti ekkert. En þetta var bara gott í reynslubankann.
Það er svo gaman að keyra að ég hreinlega hlakka til að fara í vinnuna. Loksins finnst mér gaman í vinnunni. Svo er maður líka soldið kúl á stórum bíl
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.5.2006 | 22:01
Leggið löglega... annars kem ég á ruslabílnum og...
Jæja, þar kom að því...
Já, mér tókst að rekast utan í á trukknum.
Það var reyndar ekki nema brettakantur á gömlum patrol jeppa sem brákaðist.
Þannig var að, þegar ég ók inn í ákveðna götu hér í bæ, þá féllust mér næstum því hendur þegar ég sá að tveimur bílum, Patrol jeppia mín megin og svo meðalstórum fólksbíl hinum megin sem sneri öfugt í götunni , og var lagt sitt hvoru megin við götuna og frekar þröngt á milli og virtist jafnvel þröngt fyrir meðal fólksbíl. En ég varð nú að vera svalur og ákvað að læðast þarna á milli, það er nefninlega spegill framan á bílnum sem sýnir mér niður eftir hægra framhorni bílsins, og með hans hjálp tókst mér að laumast þarna á milli án þess að rekast utan í. En þegar ég var að fara til baka út úr götunni þá gerðist það.
Þegar ég kom aftur að þessum stað hugsaði ég með mér, ,,ef ég fer nú nógu nálægt jeppanum þá rekst ég ekki í fólksbílinn". Þá heyrðist allt í einu brak mikið og einn úr flokknum stoppaði mig af með skelfingarsvip. Ég þorði varla að líta niður, en samt, ég varð. Og viti menn... þarna hafði mér tekist að nudda hressilega í brettakanntinn á jeppanum sem einmitt lét á sjá. Það var því úr þessu smá skírslugerð með eiganda bílsins. En ekki mikið mál. Það gekk nokkuð vel og svo gekk dagurinn sinn vanagang eftir það.
En ég segi nú bara að þetta er bara til að safna í reynslubankann, sem reyndar nýttist mér aftur tveimur götum neðar. Þar var svipað uppi á teningnum. Þar sem mér rétt tókst að smjúga á milli án skemmda.
Og svo er bara að sleppa því að rekast utan í framvegis.
OG HVAÐ ER FÓLK AÐ LEGGJA ASNALEG.
Ef þú villt vera viss um að bíllinn þinn og nágrannans verði í lagi eftir að ég er búinn að vera nálægt þeim, og það á ruslabílnum, þá skaltu leggja löglega.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.5.2006 | 22:48
Þegar lugnabólgan fer tekur annað við...
Rebekka rós okkar yndislega dóttir er orðin góð af lungnabólgunni, en..... já, en.... Hún ældi hér allt út í kvöld. Hún var reyndar búin að vera mjög ónóg sjálfri sér í dag og í kvöldmatnum mjög svo óróleg. En svo þegar hún er búin að vera sofandi í c.a. hálftíma þá vaknaði hún og gusaði yfir rúmið sitt og svo góða klessu á ganginn þegar mamma hennar var að koma með hana fram. Þannig að hér er búið að vera stuð í kvöld.
Hún er reyndar búin að vera að taka eitthvert óþverra lyf út af þessari lungnabólgu, sem við höfum annaðhvort þurft að múta henni til að taka eða hreinlega neyða ofan í hana og hún kúgast og lætur öllum illum látum. Hvað á maður að gera. Læknirinn segir að þetta sé henni fyrir bestu. Við höldum kannski að hún sé að æla út af lyfinu. Hún ældi líka mjög snemma eftir að hún byrjaði á þessum óþverra fyrst. Þannig að kannski er þetta bara svona, að lyfið er þessi óþverri. Maður tekur út fyrir að þurfa að pína barnið sitt til að taka inn eitthvað sem er ógeðslegt á bragðið og svo kemur þetta bara til baka fyrir rest.
Svo er það það ný og spennandi vinnuvika... já, spennandi. Ég er alveg að fíla það að sitja undir stýri á stórum trukki alveg allan daginn. Þannig að ég svona hlakka eiginlega til að fara í vinnuna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.5.2006 | 23:21
Þetta er allt að koma...
Já, ég er nú að sjóast soldið í þessum gírkössum á stóru bílunum. Þeir eru búnir að flækjast soldið í höndunum á mér, en nú er þetta að koma held ég.
Ég heyri ekkert annað en jákvæðar raddir um mig sem ruslabílstjóra. Það var sagt beint við mig að ég væri ,,bara nokkuð öruggur" s.s. bílstjóri. Svo var ég líka að heyra í dag að það væri betra að hafa mig en sem bílstjóra heldur en einn annan sem er búinn að keyra í afleysingum frá því að ég byrjaði í ruslinu og eitthvað lengur en það.
Þannig að ég er bara nokkuð brattur og er að fíla þetta. Þó það rigni, þá er ég bara inni í bíl og hef það fínt. Æi, það er ágætt. Svo horfir maður bar til vetrarins með öllum þeim skrítnu veðrum sem þá verða og ég úti að trilla. Ég verð náttúrulega ekki að keyra á hverjum degi í vetur, þannig að ég verð örugglega aftur úti að vinna í rigningu og allskonar vondum veðrum þegar þara að kemur... en, ekki hugsa um það núna. Þetta er fínt í augnablikinu.
Svo fer skólafólkið að detta inn í sumarvinnuna og þá kynnist maður örugglega fullt af fínu liði.
Svo fór ég og náði loksins í nýja ökuskírteinið í dag. Það var ekki til fyrr en 10. og ég fékk loksins tíma í dag til sækja það. Búinn að vera með einhvern pappírspésa í vasanum sem kallast bráðabyrgðaakstursheimild. Nú er þetta loksins alvöru.
Svo fór Rebekka til dagmömmunnar í dag í fyrsta skipti síðan einhverntímann í síðustu viku. Við erum loksins farin að treysta henni út að ráði eftir lungnabólguna. Hún var ekki að fíla að þurfa að horfa á rólurnar og rennibrautina og hina krakkana í garðinum út um gluggann. Vildi helst fara sjálf út að renna og róla.
Svo er Anna að taka síðasta prófið í skólanum á morgunn (laugardag) og þá má hún útskrifast. Svo kemst Rebekka á leikskóla í haust þannig að hlutirnir eru aldeilis að taka breytingum hjá okkur á þessu ári. Ég kominn með hærri laun, Anna búin í skóla og Rebekka fer á leikskóla hinum megin við götuna í staðinn fyrir að þurfa að keyra hana alla daga alla leið niður á Háaleitisbraut í pössun. Dágóður spotti daglega að fara með hana og sækja, svo ég tali nú ekki um bensíneyðsluna sem því hefur fylgt.
Jæja, gott í bili...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.5.2006 | 21:32
Orðinn afleysingabílstjóri í sorphreinsunardeild Umhverfissviðs
Gaman af því.
Semsagt, þá er ég búinn að vera að keyra ruslabíl frá og með síðasta miðvikudegi. Ég er soldið að fíla þetta, nema þegar ég hiksta á gírunum. Ég á það til að ruglast svo svakalega í gírunum, enda eru um 8 gíra að ræða (og sumir bílar með 10 stk.) og ekki alveg það sem maður er beint vanur. Það er spurning um að muna hvort takkinn fyrir háa og lága kassann á að vera uppi eða niðri. Ruglast soldið á því og þá missir maður niður ferðina og þarf að byrja upp á nýtt að vinna sig upp gírahrúguna. Þetta eru nú vonandi bara byrjunarörðuleikar. Þetta hlýtur að koma með tímanum.
Það reynir ekki bara á kunnáttuna að keyra stóran bíl, heldur er ég líka flokkstjóri á meðan ég er að keyra og ræð ferðinni þar með algerlega meðan á vinnunni stendur (en þarf náttúrulega að lúta mínum verkstjórum). En þetta er nokkur áskorun að takast á við og hef ég kviðið því soldið að takast á við slíka ábyrgð, en ákvað að láta til skarar skríða vegna þess að mér finnst að ég þurfi að vinna í sjálfum mér, þ.e. að takast á við hræðslu gangvart ábyrgð. Hef alltaf verið hræddur við alla ábyrgð og reynt stundum að skolast undan ef um mikla ábyrgð er að ræða.
Ég samt hlakka til að fara í vinnuna á morgunn og halda áfram að taka sjálfan mig í gegn og leyfa kannski Guði að hjálpa mér í þessum hlutum. Það er svo sannarlega kominn tími til að gera eitthvað í þessu.
Svo er Rebekka Rós komin með lungnabólgu eina ferðina enn. Við erum ekki alveg að fíla þetta, en það vonandi rjátlast af henni með tímanum. Hún svaf ekki mikið síðust tvær nætur og reyndar við ekki heldur, þó svo að mér hafi tekist að sofa heldur meira. En svo er bara að vona að þett lagist.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.5.2006 | 23:00
Byrjaður að grípa í ruslabílinn...
Já, ég er búinn að fá að grípa í ruslabílinn í dag og svo á föstudaginn. Þetta gengur bara nokkuð vel hjá mér. Það segir allavega bílstjórinn í hópnum. Svo er ég víst að fara að stökkva út í djúpu laugina á föstudaginn næsta. Þá einmitt á ég að taka við einu stykki ruslabíl í Árbænum. Bílstjórinn þar er víst að fara í frí. Svo var bílstjórinn í mínum flokk eitthvað að kvarta yfir að vera orðinn veikur og kemur kannski ekki á morgunn (miðvikudag) og getur verið að ég verði að keyra allan daginn og kannski út vikuna. Hver veit? Kemur í ljós.
Svo erum við á fullu að gera hljóðkerfismálin klár í Samhjálp á nýja staðnum. Allt þarf að vera ready þar fyrir samkomu á fimmtudaginn, allavega í hljóðinu svo hægt verði að spila og syngja í hljóðkerfinu. Ég er farinn að hlakka til fyrir ykkar hönd þegar þið komið og sjáið nýja salinn í Stangarhyl. Sem sagt klukkan 20:00 næsta fimmtudagskvöld verður Samhjálparsamkoma í Stangarhyl í gamla ,,Terra Nova" húsinu við Höfðabakkabrúna. Hlakka til að sjá ykkur. Það er að vísu eitt... ef þið viljið sitja á samkomunni, þá verðið þið víst að hafa með ykkur pening, 1000 kall held ég. Þetta kvöld verður nefninlega fjáröflun fyrir nýja staðnum í formi stólaleigu. Þið semsagt leigið ykkur stól ef þið viljið sitja á samkomunni. Þetta er nokkuð kúl leið er það ekki ?
Jæja best að fara að halla sér ef ég skildi verða vakinn í fyrramálið. Það er nefninlega þannig að, ef bílstjórinn í mínum flokk verður veikur á morgunn, þá verður einfaldlega hringt í mig fyrir kl. 6 í fyrramálið og ég ræstur út. Takk fyrir og góða nótt eða ,,dóttdótt" eins og dóttir mín segir þegar hún býður góða nótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.4.2006 | 14:14
Fluttningur Samhjálpar.
Ég og Sævar tæknikall vorum í gærkveldi til miðnættis að taka saman snúrur og hljóðkerfi í Þríbúðum (verðandi sálugu). Það var einna verst að ná snáknum (kapallinn sem liggur af sviði í mixer aftast í salnum), hann var vel flæktur við blessað húsið, en það gekk fyrir rest. Hann er svo þungur kapallinn og við vorum að vinna upp fyrir okkur við að losa hann. En þetta gekk nú bara nokkuð vel.
Svo er byrjaður undirbúingur að því að setja upp nýtt hljóðkerfi í Stangarhylnum (þar sem samkomurnar verða framvegis). Allt á fullu þar núna við að koma öllu í stand. Ég vildi bara að ég hefði meiri tíma til að hjálpa eitthvað til. En það er slatti af fólki að vinna þar núna og þetta verður flott hjá þeim. Búinn að kíkka núna tvisvar þarna og ég dáist að þeim sem eru þarna að vinna sjálfboðavinnu. Þetta fólk á heiður skilinn. Og svo vonum við að allt verði klárt fyrir fimmtudaginn næsta og fyrstu samkomu þarna.
Best að fara að sinna rósinni minni, anna er að læra í skólanum á fullu og við Rebekka bara tvö hér í augnablikinu. En bara fínt.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.4.2006 | 23:52
Afmælisdagur að kveldi kominn
Já, mér tókst nokkuð vel að halda kjafti yfir deginum og ótrúlega fáir ónáðuðu mig með kveðjum.
Segi svona.... hahahaha....
Allavega er ég eldri en í gær, eða c.a. eins og einu ári.
Svo er líka gaman að segja frá því að þegar ég var 17 ára fyrir 18 árum síðan, upp á dag, fékk ég blessað bílprófið og búinn að keyra með áföllum nokkrum síðan og svo í dag var ég að sækja til lögreglustjórans akstursleyfi fyrir vörubílinn. Að þetta sé 35 ára áfangi í lagi held ég bara. Svo verður skírteinið, eða ,,TEINIÐ" eins og ég heyrði í dag sagt. ,,Ertu búinn að fá teinið?" Intresting.
Svo var ég í kvöld að spila í Samhjálp í Þríbúðum, sem verða ekki mikið til lengur. Þetta var semsagt síðasta sinn sem haldin var samkoma þar. Og nú flytur Samhjálp félagsmiðstöð sína upp í Stangarhyl (man ekki hvað). Gamla Terranova húsið sem blasir við af Höfðabakkabrúnni og á móti Húsgagnahöllinni. Ég ætla að kíkka þangað um helgina og sjá nýja staðinn. Spennandi. Þetta hljómar allt svo vel af lýsingum að dæma. Og að sjálfsögðu er Samhjálp að eiga viðskipti við TÓNABÚÐINA í sambandi við nýtt hljóðkerfi í nýja salinn. Ég hlakka til að sjá þetta.
Þá er bara að kveðja þennan afmælisdag sem byrjaði á slaginu kl 07:00 í morgunn og fara að sofa sáttur og hvíla mig fyrir vinnuna á morgunn. Kannski fær maður að grípa í ruslabílinn á morgunn. Hver veit?
Góða nótt.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.4.2006 | 23:19
Þvílíkur dagur!!!!!
OK! hvar á ég að byrja????
Jú, fór í vinnuna í morgunn og vitandi að ég átti fara í sálft ökuprófið (vörubíla) kl 3 í dag, c.a. hálftíma eftir vinnu. Búinn að undirbúa mig undir það stress, að drífa mig heim til að snæða, taka bílinn og bruna svo í prófið, þangað til að skólastjórinn (í ökuskólanum) hringir og spyr mig hvort að ég hafi átt að vera í prófi í dag? ,,Já, kl. 3! sagði ég. ,,Æ,æ... Það var ljóta klúðrið. Nafnið þitt hefur dottið út úr planinu hjá mér, ég hringi aftur" sagði hann. Svo hélt ég áfram að vinna bara þangað til hann hringdi aftur nokkrum mínútum síðar og spurði, ,,geturðu komið kl. 6." Já, ég gat það og mundi samt ekki í augnablikinu að ég var búinn að bóka mig í upptöku í Seltjarnarneskirkju fyrir hann Steinar vin minn kl 8 og ætlaði að mæta 5 til að stilla upp og gera klárt. OK, ég sem sagt fattaði svo þetta með upptökuna þegar mín elskulega eiginkona, hún Anna mín minnti mig á það. Jæja þetta sleppur, ég mæti bara extra snemma í kirkjuna til að gera klárt og skíst svo í prófið vel fyrir 6.
Gott hjá mér, ég var mættur 10 min. áður en prófið byrjaði og skokkaði út úr bílnum og rakst á einhvern ökukennara sem ég hef ekki hitt áður. Hann spurði, ,,ert þú Elvar?" ,,Nei, Ágúst". ,,Og ertu að fara í próf?". ,,Já, núna klukkan 6". ,,Það verður erfitt, því það er annar að fara í próf núna. Þannig að prófinu seinkaði til klukkan að verða 7 og ég sem var einmitt mjög svo orðinn afslappaður og fínn fyrir prófið, fór nú að byrja að stressast upp aftur, því ég gat ekki vitað hvoert ég yrði búinn nógu snemma til að geta startað upptökunni kl. 8.
Svo leið bara tíminn og ég gat fengið mér að éta og kom svo aftur 20 min. fyrir og gat farið í mitt próf. Ótrúlega rólegur samt þrátt fyrir allt stressið sem var orðið.
Svo gekk prófið svon glimrandi vel, utan við nokkrar klaufa villur, eins og gengur, og ég náði þessu.
Svo var ég náttúrulega búinn nógu tímanlega til að geta tekið upp. Og þessir tónleikar voru bara alveg magnaðir hjá honu Steinari. Hann var semsagt með burtfararpróf og stóð sig með príði á trompetinn sinn ásamt öllum hljóðfæraleikurunum sem hjálpuðu honum. Flottir tónleikar.
Þannig að, á morgunn næ ég í bráðabyrggðaakstursleyfi til Lögreglustjóra og get farið að keyra ruslabíl strax og yfirmönnum mínum þóknast. Mér skilst að það verði bara strax núna í maí. Það er eitthvart bílstjórahallæri að verða vegna sumarleyfa sem eru að byrja hjá bílstjórunum. Svo eru tveir að varbílstjórunum komnit í fastar stöður og aðrir tveir semeru hættir að keyra ruslabíla, vegna einhvers. VEit ekki hvers vegna, og kemur mér það svo sem ekkert við. en allavega, EF ÞÚ ERT MEÐ MEIRAPRÓF, ÞÁ ER KANNSKI ATVINNUMÖGULEIKI FYRIR ÞIG Í RUSLINU Í SUMAR. Hver veit? Ekki ég.
Jæja best að fara að hvíla sig eftir langan dag.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.4.2006 | 22:24
Búinn með ökutímana...
Var í síðasta ökutímanum í dag og fer svo í prófið sjálft á miðvikudag. Ef ég næ því, þá verð ég orðinn hæfur til vörubílaaksturs.
Svo er upptaka hjá mér sama kvöld. Einn félagi minn er með útskriftartónleika í kirkju einni og vill endilega hljóðrita afrekið. Ekki málið, ég mæti með græjurnar og tek upp.
Svo er það fimmtudagurinn sá 27. Er eitthvað sérstakt um að vera þá? Æi mér finnst eins og það sé eitthvað. Man ekki hvað það er. Jú, alveg rétt. Er að spila í Samhjálp um kvöldið. Síðasta samkoman á gamla staðnum og svo verður víst lagt í flutninga upp í Stangarhyl og samkomurnar verða svo eftirleiðis þar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)