Færsluflokkur: Bloggar

Sveitasæla 2

Þá er ég búinn að vera hér í 1 og 1/2 viku nánast samfleitt, misduglegur, eins og kom fram í síðustu færslu.

Í morgunn vaknaði ég við eitthvað klukkan 5.Angry Veit ekki hvað en ég bara vaknaði og var næstum farinn á fætur þegar ég man ekki meir sirka tveim tímum síðar. Svo vaknaði minn grunlaus um klukkuna um klukkan 12 á hádegi. Það fer allt úr skorðum þegar maður vaknar á nóttunni. Öll hvíldin fyrir bí.Sleeping

Pallurinn, sem er í smíðum, er strand þar sem okkur vantar ákveðin járn sem þarf að festa á húsið til að verja sökkulmotturnar fyrir regni ofl. Járnin eru í pöntun og bíðum við bara eftir þeim, svo að pallurinn bíður í bili. Tengdapabbi hins vegar dó ekki ráðalaus og skellti í einn glugga.Tounge Það er semsagt ætlun vor að saga gat hér á einn vegg á húsinu og smella þessum fína glugga í, sem hann smíðaði sem snöggvast í dag. Það er ótrúlegt hvað smiðir eru græjaðir í dag. Bara portable smíðaverkstæði í skottinu á jeppanum og svo Púfff!!!! eitt stk, gluggi takk.

Ég mokaði og mokaði og mokaði og mokaði... bíddu hvað gerði ég meira í dag?... Já, ég mokaði og mokaði líka. Jæja ég finn hvernig kílóin kvarnast af mér.LoL

Svo eldaði ég þessar fínu kjúklingabringur á grillinu í kvöldmatinn. Þær brögðuðust með eindæmum vel, þar sem ég kriddaði þær á sunnudag. Annars sér tengdó um eldamennskuna að mestu. Ég fæ stundum að grilla, mér er treyst fyrir því öðru hvoru.

Jæja góða nótt að sinni.


Sveitasæla

Erum hér tveir í sveitinni, ég og tengdapabbi. Erum semsagt að vinna í bústaðnum. Ég er kominn í þrælavinnu að moka möl undir einn pallinn sem er frekar mikið bogr og vesen, en ég svitna og verð orðinn nettur og fínn þegar ég kem aftur til byggðaTounge 

Annars er ég að grípa í handlang hjá tengdapabba þar sem hann er að reisa annan pall. Þá get ég kastað mæðinni frá mokstrinum í nokkur andartök í senn.

Í dag erum við búnir að vera duglegri en alla síðustu viku þar sem við vorum í letikasti til skiptis. Þá náðum að vinna með nokkrar spítur, hann negldi þær og ég málaði þær. Góð samvinna. En nú erum við komnir í stuð. ég er meira að segja með inni djobb líka ef hann skildi rigna. Hér eru nokkrir dyrakarmar sem ég var að spartla í kvöld þegar rökkva tók. Svo á morgunn, eða næst þegar rignir eða rökkvar get ég pússað þá og málað. Frábært.

Ef ekki rignir mikið á morgunn, þá verðum við kannski aftur duglegir. Kemur í ljós.

Svo kíkka mæðgurnar mínar við um helgar. Kannski kíkkum við í ber um næstu helgi. Hver veit?

Best að fara að sofa og safna orku fyrir bogrið á morgunn.


Tilkynning um andlát...

Já, hún lést í dag... þ.e. blessuð lirfan.

Ég spurði Rebekku, þegar mér fannst hún ekki sinna lirfunni sem skildi, hvar er lirfan? Þá var svarað, algerlega án tilhlýðilegrar virðingar og mjög þurrt, ,,hún er dáin, hún hreyfist ekki" og svo haldið áfram að leika við vinkonuna sem var í heimsókn. Hún syrgði ekki einu sinni.FootinMouth

Jæja, það var ekki fyrr en í kvöld sem ákveðið var að henda lirfunni fram af svölunum með smá athöfn. Athöfnin var semsagt sú að líkið var kysst og svo hent niður svo það lenti í grasinu fyrir neðan. Jæja, það var þá tæpur sólarhringur sem Rebekka sannaði sig sem dýravin. Ég veit ekki hvort að hún hafi staðist prófið um að fá gæludýr...


Æ, nei.... Pabbi! Lirfan er týnd...

Lirfan hvarf áðan og ég hugsaði með mér, ,,jæja... hún hefur sennilega notað tækifærið og látið sig hverfaSmile. Ég sneri herberginu hennar Rebekku við til að reyna að finna ,,týnda soninn" en allt kom fyrir ekki. Lirfan fannst ekkiFrown.

Svo kom ég fram í stofu og var litið í stofugluggann. Þá var hún þar á gluggakistunni. Ég velti fyrir mér langferðinni sem hún hafði lagt í en svo var eðlileg skýring á því. Börnin eru svo fyndin. Þau mega ekki vera að því að fylgjast með hvað þau gera við hlutina. Rebekka hafði semsagt skroppið með ,,lirfustrákinn" fram og gleymdi honum þar.


Ég held´ann hangi þurrrrrr í dag... og ,,lirfustrákur"

Við ætlum að plokka nokkur ber í dag og vonum að veðurspáin sé nokkuð ólygin.

Það er geinilega komið haust, miðað við síðustu rigningardaga. Var úti í gær með Rebekku og Grétu, vinkonu hennar og vorum við komin upp fyrir Ingunnarskóla þegar þessi svaka rigning buldi á okkur og enginn í regnklæðum. Við áttum fótum fjör að launa og stelpurnar þurftu að skipta um föt sökum þess að þær voru á skermalausum hjólum og gengu gusurnar upp um þær að aftan þegar þær hjóluðu heim. Á meðan við biðum eftir því að Gréta skipti um föt og kæmi að borða hjá okkur, fann Rebekka þessa svaka lirfu og er semsagt gengin í móðuhlutverk yfir ,,lirfustráknum" sínum. Hún fullyrti í gær að mamma hans og pabbi hefðu leyft honum að gista hjá henni í nótt. Hún breyddi svo yfir hann í dúkkurúminu og svæfði hann.  En allavega er lirfan enn á lífi en samt eitthvað máttlaus, hummm! Ég hálf vorkenni lirfunni... Ég spái henni ekki langlífi, en hvað getur maður svo sem sagt. Kannski sannar Rebekka að hún geti átt gæludýrGrin

Ég er kominn í 3ja vikna frí og ætla að reyna að nota tímann upp í bústað að vinna. Reyni kannski að taka með mér eitthvað af stúdíóinu til að vinna eitthvað upp af trassaskapnum... þ.e. ef það koma lægðir í vinnunni þar.

 

 


Vodafone... ...tónlist í símann...

Ég er ekki mjög hrifinn af þessu...
"Ein af ástæðum þess að þú velur Vodafone, er tónlist í símann"
Þar sem ég á tölvu, I-pod og síma til að hlusta á tónlist í. Ef ég ætti bara síma til þess arna, þá væri þetta sölutrikk svona la, la...
Þessu er hins vegar þannig háttað að ég fór að ná mér í nokkur lög á "Vodafone live!" síðunni og, frábært, ég get þá keypt tónlistina svona. En svo þegar ég afritaði lögin yfir í tölvuna, sem eru á mp4 formi, þá skildi tölvan ekki skráargerðina og ég gat því ekki smellt þessu í Ipodinn heldur. Síminn minn heldur lögunum í gíslingu sem læstum skrám sem ekki er hægt að gera neitt við nema hlusta í símanum. Ég eyddi peningum í að kaupa þessi lög og þar sem að ég á Ipod hefði ég viljað getað hlustað á þau í honum.

Ég hélt, og held að það sé rétt, að ef ég kaupi lag, megi ég gera við það sem ég vil, svo lengi sem það er bara fyrir mig. Ég má afrita það eins oft og ég vil ef ég geri afritin bara fyrir mig en ekki aðra.

Eða hvað...?


Nú er ég á krossgötum...

Er ósáttur við ákveðna hluti sem eru að gerast í kringum mig og mun sennilega kveðja ákveðinn vettvang á næstunni...

Ég hef tekið ákvörðun um að breytingar eru í vændum. Það er samt best að hafa sem fæst orð um það að sinni. Kemur í ljós bráðum...Pouty

 

 


Mögnuð færsla hjá Yngva...

Mig langar til að benda ykkur á að lesa hjá Yngva Rafni vini mínum þennan pistil um ást Guðs föður á okkur...

Takk Yngvi Wink


Smá innlegg í einkavæðinguna...

Ég lenti á eftir strætó í umferðinni í dag sem væri ekki í frásögu færandi ef ekki væri fyrir þennan eldgamla og illa hirta vagn. Ég veit fyrir víst að þessi vagn er á vegum einkarekins rútufyrirtækis sem tók að sér að aka tiltekna leið vegna útboðs. Það var mjög auðvelt að sjá, þar sem það var frekar blautt á, að það dropaði úr honum olía á malbikið. Strætó bs. er með alla vagnana sína það nýja og betur viðhaldna og myndi ekki láta þennan gamla vagn vera á götunni svona illa farinn.

Svo er verið að leita leiða til að bjóða út eitthvað af hverfum til sorphreinsunar. Ég veit um ákveðið fyrirtæki sem myndi bjóða í sorphirðuna. Þetta fyrirtæki er með bíla á götum borgarinnar og víðar sem eru í misgóðu ásigkomulagi. Sumir þeirra leka olíunni eins og áðurnefndur strætisvagn.

 

Er það til bóta að bjóða út rekstur sem borgin ber ábyrgð á ef þetta er málið...


Hundaskítur í sandkassa...

Var staddur á Akureyri um síðastliðna helgi og meðal annars skrapp ég út með dóttur mína 4ra ára. Hana langaði svo ógurlega að skoða einhverja "kóngulóarrólu" á leiksvæði rétt hjá þar sem við vorum stödd. Svo þegar leiðinn sagði til sín í þessari annars fínu rólu, þá lá leiðin í sandkassann á staðnum og hún byrjaði að gramsa í sandinum og ég eitthvað líka til að vera með í leiknum. Þá rak ég augun í eitthvað skrítið og þegar betur var að gáð, þá var ég u.þ.b. að velta við hundaskít, og ekki bara einum, heldur nokkrum, í sandkassanum.

Hvað er í gangi hjá fólki? Er fólk að sleppa hundunum sínum lausum út án eftirlits?, eða leyfir fólk hundunum sínum að drulla í sandkassa sem ætlaður er börnum til leiks? Ég bara spyr. ÓGEÐ!!!!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband