Færsluflokkur: Bloggar
1.7.2008 | 23:49
Paul Simon...
Var að detta inn úr dyrunum eftir dásamlega tónleika með Paul Simon og félögum. Ýkt mega kúl töff band sem hann er með núna. Sumir í bandinu hafa spilað með honum oft áður og bassaleikarinn ekkert prump. Svalur gaur.
Þarna hljómuðu flest öll bestu lögin hans og var maður bara nokk sáttur utan, það vantaði eitt lag. "Bridge over troubled water". Skil ekki hvað manninum gekk til að spila ekki það lag fyrir okkur. Hann hlýtur að hafa gelymt því...?
Jæja, en allavega er ég samt sáttur... "Boy in the bubble", "Graceland", "The boxer", "The Sound of silence", "You can call me All", "Diamonds on the souls of her shoes" ofl.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
9.6.2008 | 22:05
Er Guð góður? ööö... já...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.5.2008 | 12:30
Nýja húsið fyrir Mozaik
Þetta er alveg magnað hús og ég hlakka til þegar við byrjum með samkomur þar, þ.e. þegar búið er að dempa hljóð ofl. Aðeins of mikið fyrir kirkjukóra. Við hins vegar erum ekki með neinn kirkjukór. Erum frekar soldið rokkuð og verðum þar af leiðandi að dempa dáltið svo rafmagnaðir tónar lofgjörðarbandsins skili sér vel af sviðinu.
Annars er ég í letikasti heima að blogga. Á að vera núna á leiðinni í sorpu með drasl úr geymslunni og velti jafnvel fyrir mér hvort Íslendingar ættu að hætta þátttöku í Júrópólitíkinni sem ég horfði á í gær. Veit að nú þegar eru nokkur lönd hætt og fleiri íhuga það sama... ekki að ég hafi eitthvað um það að segja, en þetta bara svona kemur í hugann... af hverju ekki að mótmæla því hvernig skrípaleikur stigagjafar Júróvision er háttar og hætta nú þegar trukkabílstjórarnir (hinir, ekki ég, þó að ég sé ruslabílstjóri) hafa gefið mótmælatóninn. Eða, verður ísland alltaf sama undirgefna litla ríkið í norðurhafi...?
bara pæling...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.5.2008 | 22:53
3G netið...
Núna er ég kominn í 3G áskrift á netið hjá Símanum í viðbót við Vodafone dótið allt saman. Það virðist ódýrara að vera með 3G net hjá símanum heldur en Vodafone. En samt erum við með allt annað, símana og internetið (adsl) hjá Vodafone. En, með 3G getur maður farið á netið í tölvunni hvar sem er... þ.e. þar sem 3G svæði Símans nær yfir, held líka upp í bústað
Nú er ég einnig að horfa á Nýtt á Skjá einum. Eureka. Undarlegur þáttur. Margt undarlegt á seyði þar. Veit ekki hvort að ég nenni að fylgjast með þeim.
Svo eru spennandi hlutir að fara að gerast hjá Mozaik. Nýtt hús og flutningur í vændum... Fáum að skoða húsið á morgunn. Hlakka til.
Svo verð ég á Lindinni á morgunn eins og alltaf á þriðjudögum frá 15:30 til 18:00 Það er hægt að hlusta á Lindina beint hér
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.4.2008 | 23:14
Nýja kirkjan okkar heitir Mozaik...
Já, Mozaik Hvítasunnukirkja.
Mig langaði bara rétt til að benda á að ég er að bæta henni við í tenglasafnið. Þú getur kíkkað á heimasíðu kirkjunnar hér á http://www.mozaik.is/
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
25.4.2008 | 23:16
Bogi Pétursson er látinn
Ég kynntist Boga allt of seint en þann stutta tíma sem ég þekkti hann, sá ég að hann var einstakur maður og mikil bænahetja og tilbúinn að leggja mikið á sig til þess eins að sem flestir kynntust Kristi.
Mér var það heiður, þau fáu sumur sem ég starfaði við Ástjörn, að fá að stilla fyrir hann mandolínið. Hann treysti mér svo vel fyrir því. Svo áttum við líka margar góðar spjallstundir saman við önnur tækifæri. Ég fann að honum þótti vænt um mig og raunar hryggir það mig nú, er ég hugsa til baka, að ég skyldi ekki vera duglegri að heimsækja hann þegar ég skrapp norður.
Ég sakna Boga og er búinn að gera það síðan ég hitti hann síðast. Það er allt of langt síðan.
Blessuð sé minning hans í Jesú nafni og Guð gefi Margréti og öllum hans nánustu styrk núna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.4.2008 | 23:05
Ég ítreka...
Laga srætókerfið og gera það aðgengilegra og skilvirkara, þá getur fólk farið að hugsa um að selja bílana sína og nota almenningssamgöngurnar. Þá neyðast olíufélögin til að lækka eldsneytisverðið vegna minnkanndi sölu.
Svp ættum við að íhuga að ferðast meira um á reiðhjólum...
Var að koma frá köben, sem reyndar er frekar flöt og menn myndu vinna til verðlauna ef þeir fyndu brekku þar, þar er mikil reiðhjólamenning og flestir sem ferðast þannig eru nettir í laginu...
![]() |
Bensínverð væri 180 krónur ef bensíngjaldi hefði ekki verið breytt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.4.2008 | 21:11
Meira frá köben...
Jazzband á nyhavn. Takið eftir að trommarinn er með tösku í stað bassatrommu sem gaf mátulega sjabbí sánd fyrir tilefnið
Endilega fylgist áfram með okkur hér á bloggi Önnu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.4.2008 | 11:50
Hvílíkur missir...
Ég verð að segja það að hann Danny setti sinn keim á tónlist Springsteen. Nú veit maður ekki hvort að lögin hjá Springsteen verði söm þegar E street bandið spilar þau hér eftir. Ég held að veröldin hafi misst mjög sérstakan tónlistarmann.
Ég fékk nett sjokk er ég las þessa frétt
![]() |
Hljómborðsleikari The E Street Band látinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.4.2008 | 00:24
Hvað var ég að blogga um?
![]() |
Fjölmenni á íbúafundi um mislæg gatnamót |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)