Færsluflokkur: Textarnir mínir

Kom til Jesú

Hér ert þú, hér er Jesús
Hann er hér að bíða eftir þér.
Kom til hans, kom til Jesú.
Í kærleika þig faðmar að sér

Játa hann, játa Jesú
Játa, Hann bankar hjá þér
Heyrirðu ei hvað hann segir?
,,Ég elska þig eins og þú ert".

Ég elska þig, kom þú til mín
komdu bara eins og þú ert.
Fylg þú mér og ég þig leiði
heim til mín í himininn.

Komdu hér, komdu til mín.
Kærleikur minn hjarta þitt sér
Þú og ég ræðum saman.
Frelsi og líf færi ég þér.

Ég elska þig, kom þú til mín
komdu bara eins og þú ert.
Fylg þú mér og ég þig leiði
heim til mín í himininn.

Ágúst Böðvarsson 2008 n©b - Allur réttur áskilinn


Ljóma jólaljósin (hamingju og frið)

Ljóma jólaljósin,
lifnar yfir mér.
Byrtir upp og bjartur,
desember er hér.

Frelsarinn hann fæddist
Fagna viljum við
Því gleði okkur gaf hann,
gleði, líf og frið

Komdu við og krjúptu
Hann keypti okkur grið
Nú höfum við í hjarta
hamingju og frið

Ef sorgin þér í sinni
og særður finnur til
og kvíðinn á þig kallar,
kæfir byrt´ og yl.

Ljósið hans þá lýsa
láttu inn í þér
Jólaljósi Jesú,
Jesús, hann er hér

Komdu við og krjúptu
Hann keypti okkur grið
Nú höfum við í hjarta
jólagleði og frið

Ágúst Böðvarsson 2007 n©b - Allur réttur áskilinn


Sannanir

Menn þurfa sannanir
til þess að geta trúað
Svo opnast sannleiksdyr
Sem bilið gætu brúað

Það læðist að þeim tregi
Að fara nýja vegi upp í mót

Þeir hugsa með sér
Hvað um aðra leið?
Miklu breiðari er
Virðist betur greið

Máttur til þess er farinn
Að takast nú á við allt
Og svo hleypur skarinn
Og kaupir allt sem er falt

Ágúst Böðvarsson 1993 n©b - Allur réttur áskilinn


Til þín

Til þín kem ég nú
Drottinn minn ég hef þá trú
að þú reisir mig upp á ný
og þú leysir mig. Úr pyttinum ég sný

Hjá þér Drottinn minn
Finn ég skjól um sinn
Og að eilífu ég fylgi þér
Ó, Já, Drottinn minn burt með þér ég fer

Ég vil syngja nýjan söng
nýjan söng til þín ó, Guð
Nýjan, nýjan söng
nýjan söng til þín ó, Guð til þín

Með þér geng ég nú
Drottinn minn ég geng í trú
Alla byrðina þú tókst ó, Guð
Alla pressuna, allt mitt púl og puð

Ég vil syngja nýjan söng
nýjan söng til þín ó, Guð
Nýjan, nýjan söng
nýjan söng til þín ó, Guð

Burt úr hræsninni ég sný
Syng af hreinleika á ný
Nýja lífið mitt er helgað þér

Ég vil syngja nýjan söng
nýjan söng til þín ó, Guð
Nýjan, nýjan söng
nýjan söng til þín ó, Guð

Ágúst Böðvarsson 2005 n©b - Allur réttur áskilinn


Geymdu hjarta mitt / Ég er þinn

Drottinn taktu hjarta mitt
og geym það hjá þér
Móta það, fylltu það,
ger það sem þitt

Ég þrái að gefa þér
allt mitt líf
Hvern krók og kima í hjartanu
ég gef þér ó, Guð

Ég er þinn ég er þinn
ég er þinn ó  Guð
Tak mig nú í faðminn þinn
Ég er þinn ég er þinn
ég er þinn ó  Guð
Tak mig nú í faðminn þinn

Ágúst Böðvarsson 2000/1996 n©b - Allur réttur áskilinn


Að krossinum vil ég koma Kristur

Að krossinum vil ég koma Kristur
Og játa þér afbrot mín
Af þyngslum þeim er ég orðinn þyrstur
Ó, Drottinn ég þarfnast þín

Ég iðrast og ég þrái að
Þú endurnýir mig
Og líf mitt verði aftur það
Sem vitnað geti um þig

Ó, mig þyrstir eftir þér
Því að beinin tærast í mér
Kom og lækna sérhvert sár
Og Drottinn þerra öll mín tár

Ágúst Böðvarsson 2005 n©b - Allur réttur áskilinn


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband