9.9.2007 | 22:44
GSM 20 ára
1987... Er ekki frekar stutt síðan...? Eða mér finnst það. Ég allavega man margt síðan ´87 eins og það hafi gerst í gær. En segiði mér... Hvernig fórum við að áður en maður gat hringt í fólk hvar sem er.
Jú, ég man eftir því þegar sumir voru aldrei heima hjá sér, til að svara í símann, og það var hreinlega ekki hægt að ná í viðkomandi, nema hitta hann óvart á gangi.
Einn vinur minn á pabba sem var læknir þá og hafði símann ekki opinn heima hjá sér nema milli 15:30 og 16:00 meðan hann var með símatíma. Á öðrum tímum var ekki möguleiki að hringja í þennan vin minn. Það hefði nú verið kostur ef hann hefði haft GSM síma í herbegginu sínu.
Já, lífið er svo einfalt í dag... nema þegar fólk slekkur á símanum sínum, setur hann á ,,sælent" eða er utan þjónustusvæðis. Hversu margar eilífðir finnst manni líða þangað til næst aftur í viðkomandi...
![]() |
Farsímatæknin orðin 20 ára |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.