Nú er stuð...

Ég og tengdapabbi erum á fullu, þ.e. á daginn, uppi í bústað að vinna núna, þar sem ég er í sumarfríi. Okkur er að takast að koma lagi á ýmislegt. Erum t.d. að parketleggja, og bráðum verður hægt slappa af í stofunni án þess að horfa á verkfærin úti um allt.

Rákumst reyndar á leka í þakinu og vonum að því verði kippt í liðinn þegar styttir upp.

Það er að verða kominn tími til að þrífa og hreinsa upp gamla hornsófann sem er í geymslu í vinnuskúrnum á lóðinni við bústaðinn.

Annars er ég að reyna líka að nota nokkrar klukkustundir í nýjum (gömlum) lögum sem hugsanlega gætu komist á annan CD fyrr en seinna. Kannki ér ég að hugsa um smáskífu fyrir jólin, bara svona til að koma 2-3 lögum í umferð. Nokkur sjálfbrennd eintök kannski.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Endilega Gústi vinur..farðu að koma með nýjan disk og ef þig vantar tambúrínuleikara!!!!!!!

Guðni Már Henningsson, 27.9.2007 kl. 12:25

2 Smámynd: Anna Valdís Guðmundsdóttir

Jæja, er þetta þá ekki að vera voða fínt fyrir okkur mæðgur?? Vona bara að þið límið ykkur ekki fasta við gólfið meðan þið eruð að líma niður parketið  ... og frábært að þið skylduð ná að laga þakið í dag!! Þá er engin hætta á að okkur skoli út í einhverju óveðrinu

Anna Valdís Guðmundsdóttir, 27.9.2007 kl. 21:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband