Veit ekki...?

Þetta eru, skilst mér, ekki góð skipti fyrir Samhjálp, þar sem Vilhjálmur er mjög jákvæður út í starf samhjálpar. En svo aftur á móti var Gísli Marteinn á fullu að einkavæða vinnuna mína. Það var búið að ákveða að bjóða út eitt hverfi í sorphreinsun til prufu. OK. Til prufu já. Verðið og þjónustan verður í lagi fyrst um sinn hjá tilvonandi hreinsurum. Svo þegar ákveðið verður að bjóða út alla borgina, þá breytist allt saman. Gjaldið hækkar og þjónustan versnar. Dettur það bara svona í hug.

Hver veit nema það verði bara útlendingar sem tala ekki íslensku sem hreinsa ruslið heima hjá þér. Allt í lagi þangað til þú þarft að biðja þá um greiða og taka aukaruslið hjá þér, færð engin svör. Við erum stundum spurðir út í  eitt og annað er viðkemur sorphreinsun. Við vísum stundum á bílstjórann ef við erum ekki vissir, hann kannski hringir í yfirmann og svarið er komið jafnóðum. En ef allir í flokknum eru útlendingar sem ekki tala íslensku...? Kostur eða ekki...?

Ég er ekki rasisti, það er samt verri þjónusta ef ekki er hægt að hafa samskipti við ruslakall. Allt í fína ef útlendingarnir tala íslensku.

Hvert stefnir sorphreinsun í valdatíð Dags og Co? Mun vinnan mín vera boðin út og ég missi vinnuna eða verður reynt að lækka við mig launin eða bjóða mér meiri vinnu fyrir sama kaup?

Ég vona það besta...

Annars er ég búinn að vera upptekinn við allt annað en að blogga. Það væri gaman að fá fleiri komment á nýja lagið ,,Ég vil fylgja þér" hér til vinstri.

Æji!!!!! Svona bara líður mér akkúrat núna.


mbl.is Nýr meirihluti nýtur stuðnings 56,5% borgarbúa samkvæmt könnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Bæði nýju lögin finnast mér vera alveg framúrskarandi flott. Eru mikið í anda gömlu kasettanna sem ég er alltaf að "bögga" þig með... Hí hí.

Bryndís Böðvarsdóttir, 15.10.2007 kl. 12:41

2 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Gústi minn, vinstri menn er ekki par hrifninr af einkavæðingum - þenning að ég held að vinnan þín verði í öruggari höndum en eins og hjá Gísla Marteini sem vill selja allt út. En tíminn á eftir að leiða í ljós hvað gerist og hver tekur við starfi samgöngunefndar formennsku. Allt þetta skiptir máli hver fær þetta og hver afstaða hans/hennar er. Sama gildir hvort að hann er Sjálfgræðismaður eða Eitur-grænn. 

Ekki er gott að spá um hvað gerist í þessu, en við skulum samt ekki vera of svartsýn. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 15.10.2007 kl. 15:58

3 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Gústi minn, einkavæðing hefur ævinlega haft í för með sér launahækkanir hjá starfsmönnum. Ertu ekki að fá borgað skv. taxta núna? Sem þýðir að þeir myndu borga þér minna ef þeir gætu það, en það er bara ólöglegt.

Má benda á að t.d. einkareknu leikskólarnir, sem R-listinn útrýmdi á sínum tíma, borguðu starfsmönnum sínum, allavega í einhverjum tilfellum, umfram taxta. Einkafyrirtæki mega nefnilega borga starfsmönnum það sem þau vilja, meðan hið opinbera má ekki nema í undantekningartilfellum borga umfram löggildan taxta.

Það er rétt hjá Hauki að vnstrimenn vilji ekki einkavæðingu - þeir hafa hingað til viljað klúðra hlutunum sjálfir.

Ingvar Valgeirsson, 15.10.2007 kl. 23:30

4 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Rétt Ingvar, þetta hefur ekki bara hækkað laun þeirra heldur gjöldin líka. Þess vegna "útrýmdi" R-listinn þessu á sínum tíma, en þú vilt auðvitað hafa svona þjónustu bara fyrir þá sem eiga efni á því. Svona í anda sjálfgræðisstefnunnar. Kemur mér svo ekki á óvart. En svið sjáum til hvað verpur og vera ekki of yfirlýsingarglaðir.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 17.10.2007 kl. 10:35

5 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Gjöld á einkareknum leikskólum voru lítið hærri en á þeim sem reknir voru af hinu opinbera. Auk þess borgar þú alltaf fyrir leikskólann, það er bara spurning hvort það er tekið af þér með útsvari eða beingreiðslum. Sjálfum finnst mér ekkert að því að borga fyrir leikskólana, það er fáránlegt þegar fólk vælir hærra en ég veit ekki hvað um lág laun leikskólakennara en telur svo þjónustuna ekki þess virði að borga fyrir hana.

Sjálfur væri ég alveg til í að borga aðeins meira fyrir annað leikskólapláss ef ég teldi það á einhvern hátt betri kost.

Svo bendi ég á að hinn nýendurstofnaði R-listi útrýmdi ekki einkareknu leikskólanum af góðmennskunni einni saman - þú trúir því varla í alvörunni.

Einkavæðing þarf ekki að þýða verðhækkun á þjónustu eða vöru - aukin hagræðing og minna bruðl er yfirleitt fylgifiskur einkavæðingar. Það er nú þannig að þegar ríki, sveitarfélög eða önnur opinber batterý eiga peninga hugsar fólk minna um að fara vel með þá, en þegar hluthafarnir eru fólk en ekki félög er hugsað um að gera sem mest úr hverri krónu. Sést ágætlega á því að bankarnir, sem áður voru bákn og baggi á skattborgurum, eru nú reknir með það miklum gróða að þeir skila milljörðum á milljarða ofan í skatt. Kaupfélögin, sem áður voru í stórfelldu tapi, hafa verið hlutuð niður og einkavædd og eru nú mörg hver í stórgróðastarfsemi með fleiri starfsmenn en áður. Útgerðarfélag Reykjavíkur, áður stórskuldugt og illa rekið, var t.d. einkavætt og varð til fyrirmyndar hvað varðaði rekstur.

Einu opinberu fyrirtækin sem skila hagnaði virðast vera þau sem gera það í skjóli einkaréttar og valdníðslu, sbr. Landssíminn í gamla daga og ÁTVR í dag.

Ingvar Valgeirsson, 17.10.2007 kl. 11:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband