Almenningssamgöngur...

Hér í Köben og ég veit að í Osló virka þær, en heima í Reykjavík finnst mér þær ekki eins þjálar. Þegar Köben og Osló eru miklu stærri og flóknari borgir en Reykjavík, af hverju er ekki hægt að fá þjálla strætókerfi sem virkar betur á svo litlu svæði?

Hér í Köben dettur manni allt í einu í hug að taka strætó og þá gerir maður það, af því að maður þarf ekki að bíða nema örfáar mínútur. En í Reykjavík myndi biðin sennilega vera 20-30 mín.

Kannski eru síðustu breytingar á strætókerfi höfuðborgarsvæðisins til hins betra, en samt virðist maður þurfa að bíða heil ósköp og ferðast of lengi jafnvel góðan hálftíma eða klukkutíma. Ég held að það væri hægt að laga þetta með fjölgun ferða. Ráðamenn þurfa að einbeita sér kannski betur að þessu.

Ef hægt væri lokka fólk til að taka strætó þá myndi mengun á svæðinu minnka og slit á götunum. Umferðin myndi minnka og allir kæmust leiðar sinnar fljótt og örugglega og líka þeir sem nauðsynlega þurfa að vera á bíl. Götur borgarinnar myndu bera umferðina betur, ekki væri þörf á miklum og dýrum framkvæmdum, minna væri um hraðakstur, slysatíðni myndi minnka,  eldsneytisverð myndi lækka vegna minnkandi sölu og margt mætti tína til enn.

Þarf að hafa fleiri orð um kostina við betra samgöngukerfi.

Hvar eru mennirnir sem hönnuðu kerfin fyrir Köben og Osló? Veit einhver símann hjá þeim? Wink

Endilega fylgist áfram með okkur hér á bloggi  Önnu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband