24.11.2008 | 00:18
Ofhlaðinn eða...
Ég velti því fyrir mér hvort að ég sé ofhlaðinn verkefnum... ekki það að fólk sé að hlaða á mig verkefnum, heldur ég sjálfur.
Það er margt spennandi um að vera og erfitt að segja nei.
1. Ég er eignmaður og faðir (dæmi mæðgurnar mig, hvernig gengur) 24-7
2. Ég er "Sorphirðir" að atvinnu 6:00-15:00 á daginn
3. Ég er að spila í Samhjálp á fimmtudögum 18:00-22:00
4. Ég er með útvarpsþátt Á Lindinni á þriðjudögum 15:30-18:00
5. Ég er að vinna í upptökum hjá Samhjálp, sem samanstanda af útgáfu á tveimur geislaplötum með öllu sem því tilheyrir
5. Ég er að syngja í jólakór Fíladelfíu sem æfir á þriðjudögum 18:00-21:00 í nóvember + öðruhvoru utan þess.
Maður reynir bara að velja og hafna utan þessarar dagskrár.
Athugasemdir
Ok. Mér finnst þú hafa alveg ágætlega nóg að gera en finnst við svo sem ekkert vanræktar ;o) En ég hef smá áhyggjur þegar þú ert nýsofnaður þegar þú átt að vakna til vinnu!
Anna Valdís Guðmundsdóttir, 24.11.2008 kl. 18:57
Það er svona með þessa kreppu - ekkert að gera hjá mönnum!
Ingvar Valgeirsson, 25.11.2008 kl. 10:30
Þú ert flottur maður af mínu skapi og svo er gott að vinna Guðs verk
Guð blessi þig og góða konu
Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 27.11.2008 kl. 04:18
Nú hlýtur hver að skilja aflverju við systkinin hittumst svona sjaldan. Síðan er ég í skóla og vinnu með heimili og fjölskyldu. Við skrifumst þá bara á eða fáum, eins og oft vill verða, fréttir af hvoru öðru í gegnum mömmu...
Passaðu bara heilsuna. Það getur verið gaman að vinna fyrir Guð (sérstaklega ef þjónustan felur í sér lofgjörð) en mikilvægast er auðvitað að hlúa að fjölskyldunni og ekki má gleyma sjálfum sér.
Bið að heilsa ykkur öllum!
Bryndís Böðvarsdóttir, 28.11.2008 kl. 22:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.