Kom til Jesú

Hér ert þú, hér er Jesús
Hann er hér að bíða eftir þér.
Kom til hans, kom til Jesú.
Í kærleika þig faðmar að sér

Játa hann, játa Jesú
Játa, Hann bankar hjá þér
Heyrirðu ei hvað hann segir?
,,Ég elska þig eins og þú ert".

Ég elska þig, kom þú til mín
komdu bara eins og þú ert.
Fylg þú mér og ég þig leiði
heim til mín í himininn.

Komdu hér, komdu til mín.
Kærleikur minn hjarta þitt sér
Þú og ég ræðum saman.
Frelsi og líf færi ég þér.

Ég elska þig, kom þú til mín
komdu bara eins og þú ert.
Fylg þú mér og ég þig leiði
heim til mín í himininn.

Ágúst Böðvarsson 2008 n©b - Allur réttur áskilinn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband