Hvert get ég farið?

Hvar sem ég er, hvert sem ég fer,
hvað sem að gerist hjá mér.
Hvar sem ég sit, hvar sem ég stend.
Drottinn, þú veitir mér vernd

Hvar sem ég geng, hvar sem ég ligg,
hvað sem ég mæli og þigg.
Fátt hef ég gert, fátt hef ég sagt
sem ekki er í hönd þína lagt

Þú umvefur mig á bak og brjóst. Ég er vafinn í kærleika þinn
Þekkingin þín er dásamleg og meiri en skilningur minn.

Hvert get ég farið, / hvert get ég flúið
frá þér ó, Guð? frá þér ó, Guð?
Upp í himininn, þú ert þar.
Undirheimana, þú ert þar.
Svíf um loftin blá, út við ysta haf.
Þú ert allsstaðar, Drottinn allsstaðar.

Beinin í mér þekkir þú best
Og allt sem í lífinu felst.
Fyrir það Guð ég lofa vil þig
Og allt það sem er fyrir mig.

En hugur þinn Guð er meiri en ég
Fæ skilið um ókominn veg.
Þú leiðir mig burt frá freistingum þeim
Sem stöðugar sækja mig heim.

Prófa mig Guð og þekktu mig, rannsaka hjarta mitt vel.
Og sjá hvort ég geng hinn góða veg, Ó Guð mitt hjarta þér fel.

Ágúst Böðvarsson 2005 n©b - Allur réttur áskilinn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Fallegur texti og lag.  Bið að heilsa ykkur öllum!

Bryndís Böðvarsdóttir, 5.1.2009 kl. 20:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband