Get ekki orðabundist...

Mér finnst argasti dónaskapur af ÞÉR sem ert að reyna að komast leiðar ÞINNAR í íbúðagötum en tefst kannski um eina mínútu eða minna vegna ruslabíls sem þrengir götuna. Ruslabíllin er ekki gróinn og kominn til að vera á þessum örfáu fermetrum sem hann tekur í götunni akkúrat á meðan Þú ert þarna. Ef ÞÚ hefðir þlinmæði í eina mínútu, þá færir ruslabíllinn sig. En ÞÚ velur að troða bílnum ÞÍNUM og jafnvel alveg ofan í starfsmenn sorphirðu sem eru að athafna sig í kringum ruslabílinn og svo eftir augnablik munu þeir taka tunnuna ÞÍNA, sem varst að troðast fram hjá ruslabílnum og ógna öryggi starfmannana...

Svo væri lífið í umferðinni auðveldara ef menn gæfu stefnuljós til vinstri ef þeir ætla framhjá gatnamótum í hringtorgi og svo til hægri þegar þeir ætla út.

Lenti næstum í árekstri í morgun vegna þess að ég gat ekki með nokkru móti greint hvað einn bílstjórinn ætlaði sér í hringtorgi einu...

Ég er kannski ekki barnanna bestur, en ef ég reyni að bæta mig, værir þú þá til í að gera það líka?

Einu sinni er ég lærði til vörubíls í ökuskóla einum, þá reyndi ég að rengja kennarann um stefniljós til vinstri í hringtorgum og var mjög alvarlegur í mínum pælingum... Þegar kennarinn kom fyrir mig vitinu, þá fattaði ég náttúrulega að það hjálpr alveg mjög mikið að vita stundum hvort að menn ætla til vinstri eða hægri í hringtorgum...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Gústi minn,ég skil þennan pirring þinn mjög vel,ég vann í ruslinu í "gamla daga" og var mikið í þrengri götum bæjarins,þá fengum við samanbrotið skilti til að setja við gatnamót svo fólk þyrfti ekki að vera stopp inn í götunni þennan stutta tíma sem ruslabíllinn var þar. Á skiltinu stóð LOKAÐ. Það var skrítið en menn keyrðu bara yfir skiltið svo þá var prufað að skilja einn mann eftir sem stóð á skiltinu svo það væri ekki keyrt niður,en þá var bara maðurinn keyrður niður.Þessir ökumenn í borginni eru nú svolítið skrýtnir. 

Elfar (IP-tala skráð) 28.2.2009 kl. 01:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband