Sumarfrí

Var að koma heim úr frábærri Akureyrarferð.

Lögðum af stað 17 júlí með viðkomu í Ölver, þar sem sumarhúsið okkar stendur og gistum þar yfir nótt. Héldum svo áfram daginn eftir í Skagafjörð hvar bróðir tengdapabba býr í Deildardal og fengum þar klippingu á línuna hjá dóttur hans og frænku hennar Önnu. Eftir fínt kaffistopp og sveitafíling fyrir Rebekku héldum við áfram til Akureyris og lentum þar um níuleytið og beint í háttinn.
Daginn eftir skrapp Anna í prjónakaffi með Mömmu minni og ég í Tónabúðina með Rebekku þar sem frændur mínir og fyrrum spilafélagar úr Kredit (hinni mögnuðu hljómsveit) Haukur og Ingvar voru við störf. Rebekka varð Ástfangin af bleikum HelloKitti rafmagnsgítar og ætlar kannski að læra á gítar eins og pabbi hennar.

Svo var skroppið til Ástjarnar í nokkra daga sem var alveg frábært. Rebekka var alveg að fíla sig þar og eignaðist vin og vinkonu og var í banastuði. Hún ætlar aftur næsta sumar á Ástjörn. Mikið var líka gaman fyrir okkur Önnu, við hittum fullt af gömlum Ástjarnarvinum og kynntumst nýjum.

Vorum svo einn dag á Akureyri og renndum suður með viðkomu í bústað hjá vinafólki og komum heim um áttaleytið í kvöld þar sem vinkona Rebekku var að missa sig af söknuði og bauð henni að gista hjá sér.

Það er samt gott að koma heim...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Jæja, loksins skrifarðu eitthvað.

Er til rafmagnsgítar með Hello Kitti í Tónabúðinni. Þarna er kominn hvatinn fyrir mig líka. ... Nei annars, en ég skil Rebekku vel. Vona að hún fái áhuga á tónlistinni eins og pabbinn.

Bryndís Böðvarsdóttir, 8.8.2009 kl. 16:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband