26.4.2011 | 21:20
Er ég kalla á Jesú
Ég er bara - ein mannvera
Ósköp einföld - ein og sér
Aldrei gengið - á vatni fengið
Aldrei hamið - vindinn hef
Stundum ég læðist á braut
svo ég sjái ekki heiminn
líkt og barn sem í myrkri oft er hrætt.
En er ég kalla á Jesú allt er mér mögulegt
Og ég mun fljúga upp á vængjum sem örn
Er ég kalla á Jesú fjöllin þau færa sig
því Hann mun jörðina´og himinn færa úr stað fyrir mig
La-la-la La-la-la La-la-la
Þreytti bróðir - brotna dóttir
Þú sem ert að syrgja - ert ekki ein(n)
Kannski þreyttur og sár er þú horfir á heiminn
og sú von sem þú áttir farin er...
...En er þú kallar, Jesús - Allt er þér mögulegt
Og þú munt fljúga upp á vængjum sem örn
Er þú kallar Jesús - Fjöllin þau færa sig
Því Hann mun jörðina´ og himinn færa úr stað fyrir þig
Leita Hans að morgni
Leita Hans að degi
Leita á kvöldin Hann er þar
Ef hjarta þitt er brotið
Og þú ert niðurdreginn
Mundu hvað hann sagði
Hann er þar, Allsstaðar
En er ég kalla á Jesú - Allt er mér mögulegt
Og ég mun fljúga upp á vængjum sem örn
Er ég kalla á Jesú - Fjöllin þau færa sig
Því Hann mun jörðina´og himinn færa úr stað fyrir mig
La-la-la La-la-la La-la-la
("Call On Jesus": © 2001Nicole C Mullen - Ísl. texti: Ágúst Böðvarsson)
Textarnir mínir | Breytt s.d. kl. 21:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.1.2010 | 09:56
Fallegustu börn í heimi.
Var að skoða þessa mynd sem ég tók...
...og sannfærðist enn betur um það að við Anna eigum fallegustu börn í heimi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.1.2010 | 12:05
Hann skal heita Jóhannes Kári Ágústsson
Hér er smá pistill sem frúin mín ritaði um nöfnin.
Móðurafi Gústa hét Jóhannes Óli og ákváðum við að nota Jóhannesarnafnið. Okkur finnst það fallegt nafn og ekki skemmir fyrir að þetta nafn er biblíunafn. Jóhannes reyndist móður Gústa og þeim systkinunum Gústa og Bryndísi algjör klettur á mjög erfiðum tímum og var mikill hugsjóna- og framkvæmdamaður. Hann naut virðingar samferðafólks og starfaði sem kennari og skólastjóri. Hann var einn af stofnendum Sólborgar og barðist ötullega fyrir réttindum fatlaðs fólks. Einnig er merkilegt, þar sem Jóhannes Kári fæddist þann 16. janúar, að Jóhannes Óli andaðist þann 17. janúar 1981.
Kári:
Ég vona að ég fari rétt með þessa sögu en einhvern veginn svona hljómar hún. Pabbi minn, Guðmundur, ólst upp í stórum systkinahópi og var hann orðinn 6 ára þegar hann var skírður ásamt alla vega einni systur hans (veit ekki hvort fleiri systkini voru skírð á sama tíma). En í sveitinni í gamla daga voru hlutirnir öðruvísi en við megum venjast í dag. Pabbi bar gælunafn allt fram að skírn en var svo nefndur Guðmundur. Hann var ekki sáttur við það nafn því hann vildi svo mikið heita Kári, í höfuðið á manni sem hafði komið að vinna í dalnum og var honum einstaklega góður. Mamma sagði mér þessa sögu og ég ákvað strax að þetta nafn vildi ég nota.
Svo er líka svolítið gaman að segja frá því að þegar Rebekka Rós var orðin nógu þroskuð til að gefa böngsunum og dúkkunum sínum nafn þá var Kári fyrsta nafnið sem hún notaði á bangsa sem hún á og er uppáhaldsbangsinn hennar enn í dag. Kári fer með henni í allar gistiheimsóknir og má ekki gleymast heima þegar við förum í ferðalög.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.1.2010 | 15:56
Nýr ,,prins" Ágústsson fæddur
Okkur hjónum hlotnaðist sá heiður þann 16. janúar 2010 kl. 09:18 að eignast lítinn prins.
Hann kom í heiminn alveg steinþegjandi og hljóðalaust og voru allir á nálum í smástund hvort ekki væri allt í lagi með gaurinn. Svo kom í ljós eftir skoðun læknis að gaurinn er bara svona hæglátur og rólegur eins og pabbinn.
Hann opnaði augun strax og bræddi öll hjörtun á staðnum, sem urðu, og eru enn yfir sig hrifin af drengnum. Það er allt eitthvað svo dúllulegt og elskulegt núna.
Barnið kom í heiminn á SHA (sjúkrahúsið og heislugæslustöðin á Akranesi) og bætist þar við einn Akurnesingurinn í föðættina hans. Langafi hans (Björgvin Jörgensson) fæddist og ólst upp á Akranesi og föðurbróðir drengsins er einnig fæddur og uppalinn þar.
Fæðingardeildin á SHA er eins og 5 stjörnu hótel og hér eru allir í góðu yfirlæti. Öllum heilsast vel og drengurinn drekkur, sefur og kúkar til skiptis
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.12.2009 | 13:35
FRIÐUR (jóla). Nýtt lag
Jæja loksins eitthvað nýtt að gerast hér.
Það er komið nýtt lag, jólalag í spilarann hér til vinstri.
Söngur: Jóna Palla
Upptökur og hljóðfæraleikur: Ágúst Böðvarsson
Texti: Íris Ósk Friðriksdóttir
Lag: Ágúst Böðvarsson
Lagið varð til fyrir jólin 2000 fljótlega eftir að Íris afhenti mér textann sem hún hafði samið og beðið mig um að semja lag við. Lagið var svo frumflutt þá um jólin í Hvítasunnukirkjunni á Akureyri af bandi sem kallaði sig þá U.S.K ásamt Jónu Pöllu þar sem allir tilheyrandi bjuggu þá fyrir norðan.
Eftir vel heppnaðan frumflutning var ákveðið að koma laginu frá sér helst sem fyrst, en eins og sjá má er það teygjanlegt hugtak, það nefninlega varð ekkert úr því fyrr en nú.
Lagið er allavega komið á hljóðskrá á internetinu og á Lindina FM102,9 og er miklu betra bara núna eftir öll þessi ár
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.9.2009 | 23:09
Heavenly Hug: Nýtt lag í spilaranum
Hæ, hæ! langt síðan síðast.
Var að uppfæra spilarann með nýju lagi sem var bara að klárast og er að detta í spilun á Lindinni fm 102,9.
Lagið er sungið af Lilju Birgisdóttur sem einnig samdi textann.
Í ferð til Svíaríkis síðla árs 2007, eða öllu heldur á leið heim úr téðri ferð nánar tiltekið í Kaupmannahöfn Danaveldis sýndi Lilja mér þennan texta með það í huga að ég gæti kannski mögulega gert lag við hann. Ekki mörgum hálftímum seinna var lagið tilbúið sem demó, tekið upp inni á herbergi, þar sem ég gisti þessa nótt, í pukri við tölvuna og það með innbyggðum hljóðnema á tölvunni í mjög svo vafasömum gæðum. Enginn fékk að heyra, nema náttúrulega hún Lilja.
Lagið var greynilega nokkurn tíma að velkjast um hjá okkur þar sem nú, þegar þetta er ritað, er langt gengið á 2009.
Lagið er búið að máta nokkrar tilraunaútsetningar mjög svo misgóðar, en þessi gerði lukku hjá okkur báðum og erum við nokkuð stolt af laginu eins og það hljómar núna.
Lilja gerðist mjög frökk að prófa að syngja það sjálf, þar sem hún hafði ekki mikið fengist við þá grein í lífinu. En nú verður vonandi breyting þar á, þar sem hún getur þetta stúlkan og gerir vel.
Semsagt:
Texti: Lilja Birgisdóttir
Lag: Ágúst Böðvarsson
Söngur: Lilja
Hljóðfæraleikur og raddir: Ágúst
Upptökustjórn: Ágúst
Hljóðblöndun: Ágúst og Lilja
Mastering: Ágúst
Upptökur og hljóðblöndun fóru fram hjá Hljóðafli með kærum þökkum til Lindarinnar og Samhjálpar.
Tekið upp og hljóðblandað á Cubase 5
Masterað í Wavelab 4 Minn Wavelab er reyndar orðinn nokkuð aldraður en setti inn tengil fyrir Wavelab 6 samt sem er örugglega ennþá sniðugra forrit en fjarkinn
Með von um að þið njótið vel.
Ágúst Böðvarsson
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.7.2009 | 23:37
Sumarfrí
Var að koma heim úr frábærri Akureyrarferð.
Lögðum af stað 17 júlí með viðkomu í Ölver, þar sem sumarhúsið okkar stendur og gistum þar yfir nótt. Héldum svo áfram daginn eftir í Skagafjörð hvar bróðir tengdapabba býr í Deildardal og fengum þar klippingu á línuna hjá dóttur hans og frænku hennar Önnu. Eftir fínt kaffistopp og sveitafíling fyrir Rebekku héldum við áfram til Akureyris og lentum þar um níuleytið og beint í háttinn.
Daginn eftir skrapp Anna í prjónakaffi með Mömmu minni og ég í Tónabúðina með Rebekku þar sem frændur mínir og fyrrum spilafélagar úr Kredit (hinni mögnuðu hljómsveit) Haukur og Ingvar voru við störf. Rebekka varð Ástfangin af bleikum HelloKitti rafmagnsgítar og ætlar kannski að læra á gítar eins og pabbi hennar.
Svo var skroppið til Ástjarnar í nokkra daga sem var alveg frábært. Rebekka var alveg að fíla sig þar og eignaðist vin og vinkonu og var í banastuði. Hún ætlar aftur næsta sumar á Ástjörn. Mikið var líka gaman fyrir okkur Önnu, við hittum fullt af gömlum Ástjarnarvinum og kynntumst nýjum.
Vorum svo einn dag á Akureyri og renndum suður með viðkomu í bústað hjá vinafólki og komum heim um áttaleytið í kvöld þar sem vinkona Rebekku var að missa sig af söknuði og bauð henni að gista hjá sér.
Það er samt gott að koma heim...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.5.2009 | 17:54
Andleysi og húsnæðisleysi Hljóðafls
Maður eitthvað andlaus. Ég er frosinn hvað tónlistina varðar og er með mörg lög í gangi í hausnum en samt gerist ekki mikið. Þegar ég sest við tölvuna, þá er eins og allar hugmyndirnar virki ekki.
Kannski er það vegna húsnæðisleysis Hljóðafls. Þarf ég kannski bara að hafa greiðan aðgang að græjunum mínum þar sem ég get gengið að öllu vísu og byrjað að vinna.
Eins og er þarf ég að setja mig í sérstakar stellingar hér á heimilinu, eða fara eitthvað út í bæ með græjurnar á bakinu. Það dregur soldið úr manni að vinna við áhugamálið.
Ef þú veist um ódýrt, eða frítt húsnæði, atvinnu eða eitthvað svoleiðis. Þá máttu láta mig vita. Gott væri á höfðanum í Reykjavík eða þar í kring.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.4.2009 | 20:41
"Darkness on the Edge of Town"
Ég er orðinn einkar hrifinn af og leitast við að eignast geisladiska í vinilformi, þ.e. hulstrið er nákvæm mini eftirlíking af vinilplötuhulstrinu.
Reyndar er ég ekki kominn langt í þessari iðju minni þar sem peningar vaxa ekki á trjánum en er samt kominn með a.m.k. þrjá titla með Bruce Springsteen og einn með TOTO (IV).
Með Springsteen á ég nú þegar "Born in the USA" (1984) og "Born to Run" (1975) og svo nú síðast var ég að eignast "Darkness on the Edge of Town" (1978).
Af Springsteen verkunum fyrrnefndu ólöstuðum, sem bæði bera orðið "Born" í titli sínum, er "Drakness" alls ekki síðri. Sá hana á Perlumarkaðinum og þá rifjaðist upp fyrir mér að hún er snilld og verslaði mér eintak.
Það er svo þægilegur hljómur í 70´s upptökum og þá sérstaklega finnst mér gaman að hlusta hljóminn í trommunum og bassanum. Eitthvað hlýlegt við það. Og svo er ekki ekki búið að laga upptökurnar í tætlur eins og tíðkast nú til dags.
Svo náttúrulega á maður eitthvað af verkum hans á venjulegu CD formi, s.s. meistaraverkið "The River", "Live 1975 - 85" ofl.
Gaurinn er líka snillingur í semja lög. Hann er enn að. Nú er reyndar stefnt að því að eignast nýjustu afurðina.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)