25.2.2009 | 20:41
Get ekki orðabundist...
Mér finnst argasti dónaskapur af ÞÉR sem ert að reyna að komast leiðar ÞINNAR í íbúðagötum en tefst kannski um eina mínútu eða minna vegna ruslabíls sem þrengir götuna. Ruslabíllin er ekki gróinn og kominn til að vera á þessum örfáu fermetrum sem hann tekur í götunni akkúrat á meðan Þú ert þarna. Ef ÞÚ hefðir þlinmæði í eina mínútu, þá færir ruslabíllinn sig. En ÞÚ velur að troða bílnum ÞÍNUM og jafnvel alveg ofan í starfsmenn sorphirðu sem eru að athafna sig í kringum ruslabílinn og svo eftir augnablik munu þeir taka tunnuna ÞÍNA, sem varst að troðast fram hjá ruslabílnum og ógna öryggi starfmannana...
Svo væri lífið í umferðinni auðveldara ef menn gæfu stefnuljós til vinstri ef þeir ætla framhjá gatnamótum í hringtorgi og svo til hægri þegar þeir ætla út.
Lenti næstum í árekstri í morgun vegna þess að ég gat ekki með nokkru móti greint hvað einn bílstjórinn ætlaði sér í hringtorgi einu...
Ég er kannski ekki barnanna bestur, en ef ég reyni að bæta mig, værir þú þá til í að gera það líka?
Einu sinni er ég lærði til vörubíls í ökuskóla einum, þá reyndi ég að rengja kennarann um stefniljós til vinstri í hringtorgum og var mjög alvarlegur í mínum pælingum... Þegar kennarinn kom fyrir mig vitinu, þá fattaði ég náttúrulega að það hjálpr alveg mjög mikið að vita stundum hvort að menn ætla til vinstri eða hægri í hringtorgum...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.1.2009 | 23:40
Ég vil fylgja þér
Hugur minn reykar yfir farinn veg
Hér ert þú Drottinn hér er ég
Ég kom til þín Kristur, þú kenndir mér
Leiddir mig leiðina til þín
Ég þrái Dottinn að fylgja þér
Í öllu sem er að gerast
Ég leita þíns vilja þá svarar þú
Kemur ó Drottinn segir mér til
Fjötra þú felldir felldir þá af mér
Náðin er ný og orðin mín
Vonin er vakin vakin með þér
Ég kem ó, Kristur kem til þín
Ég þrái Dottinn að fylgja þér
Í öllu sem er að gerast
Ég leita þíns vilja þá svarar þú
Kemur ó Drottinn segir mér til
Ágúst Böðvarsson 2007 n©b - Allur réttur áskilinn
14.1.2009 | 18:44
Þú, já aðeins þú (ég lofa þig)
Þú, já aðeins þú
Drottinn Guð ert mér allt
Ég vil þakka þér
Drottinn Guð að þú ert mér allt
Og ég lofa þig
og vegsama þitt nafn
Enginn annar er sem þú
Já, ég elska þig
og vil upphefja þitt nafn
Drottinn hver er sem þú?
Ég elska þig
Ég, hver er ég
Drottinn Guð að þú elskir mig
Þú, já aðeins þú
Drottinn Guð samt elskar mig
Og ég lofa þig
og vegsama þitt nafn
Enginn annar er sem þú
Já, ég elska þig
og vil upphefja þitt nafn
Drottinn hver er sem þú?
Ég elska þig
Ágúst Böðvarsson 2005 n©b - Allur réttur áskilinn
13.1.2009 | 20:56
Geisli sakleysis
Svo fögur, og fíngerð
og fegrar allt umhverfið.
Þú gæðir mig gleði
og geislar af sakleysi.
Þú gleður mig
Þú bræðir mig
Ég er dolfallinn - yfir þér
Hún er kraftaverk til mín
Litla stelpan mín svo fín
Drottinn þakka þér
Hvað þú gefur mér.
Ó, ég þakka þér
Drottinn þakka þér
Það glaðnar í hjarta
hvert sinn þú birtist mér.
Svo alger og indæl
er útgeislunin frá þér.
Þú gleður mig
Þú bræðir mig
Ég er dolfallinn - yfir þér
Hún er kraftaverk til mín
Litla stelpan mín svo fín
Drottinn þakka þér
Hvað þú gefur mér.
Ó, ég þakka þér
Drottinn þakka þér
Ágúst Böðvarsson 2005 n©b - Allur réttur áskilinn
Textarnir mínir | Breytt s.d. kl. 20:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.1.2009 | 18:08
Náð þín er ný á hverjum degi
Náð þín er ný á hverjum degi
Náð þín er ný á hverjum degi
Við lyftum höndum og lofum þig
og þakkir við færum þér
því náð þín er ný á hverjum degi.
Drottinn, þín náð mig hefur frelsað
Drottinn, þín náð mig hefur frelsað
Við lyftum höndum og lofum þig
og þakkir við færum þér
því Drottinn, þín náð mig hefur frelsað.
Hallelúja, hallelúja,
hallelúja, hallelúja,
halleluja, halleluja.
Ágúst Böðvarsson 1999 n©b - Allur réttur áskilinn
Textarnir mínir | Breytt s.d. kl. 18:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.1.2009 | 21:32
Ekkert annað nafn (Jesús, nafn þitt)
Jesús, nafn þitt
er verðugt lofgjörðar
Jesús, nafn þitt
er verðugt lofgjörðar
Ekkert annað nafn er verðugt
Ekkert annað nafn er verðugt
Ekkert annað nafn er verðugt
En nafnið Jesús
Jesús, nafn þitt
gefur frelsi, lækningu og lausn
Jesús, nafn þitt
gefur frelsi, lækningu og lausn
Ekkert annað nafn getur frelsað
Ekkert annað nafn getur læknað
Ekkert annað nafn gefur lausn og líf
En nafnið Jesús
Ágúst Böðvarsson 1999 n©b - Allur réttur áskilinn
Textarnir mínir | Breytt s.d. kl. 21:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.1.2009 | 22:16
Faðir, ég kem til þín
Faðir ég kem til þín
Með allt það sem að íþyngir mér.
Faðir þú ert huggarinn
Ég þrái að fá að vera í faðmi þér
Faðir þú gafst mér líf
Sem enginn getur tekið frá mér
Faðir þú mitt skjól og hlíf
Gættu mín, ég vil vera með þér
Lífið hverfult er og valt
Ef geng ég burt af þinni braut
Lífið verður allt svo kalt
Ef ekki gef ég þér mína þraut
Faðir þú gafst mér líf
Sem enginn getur tekið frá mér
Faðir þú mitt skjól og hlíf
Gættu mín, ég vil vera með þér
Ágúst Böðvarsson 2005 n©b - Allur réttur áskilinn
8.1.2009 | 15:49
Ég játa fyrir þér (Guð ég þarfnast þín)
Ég játa fyrir þér
Guð ég þarfnast þín
því án þín í hjarta mér
hvar væri sála mín ?
Þú fyllir líf mitt af von
því þú gafst þinn einkason
Ekkert jafnast á við þig
Drottinn kom og fylltu mig.
Á degi hverjum Drottinn
verður þörfin ný
Er ég finn að ég er dottinn
og frá elsku þinni sný
Ágúst Böðvarsson 2000 n©b - Allur réttur áskilinn
6.1.2009 | 22:02
Allt sem ég á
Allt sem ég á
allt sem ég hef
Allt sem ég þarf
allt sem ég gef
hefur Drottinn,
hefur Drottinn,
hefur Drottinn
gefið mér
Allt sem ég kann
allt sem ég get
Allt sem ég geri´
og allt sem ég set
hefur Drottinn,
hefur Drottinn,
hefur Drottinn
gefið mér
Dýrðin er þín,
dýrðin er þín,
dýrðin er þín
Drottinn minn
Dýrðin er þín,
dýrðin er þín,
dýrðin er þín
Ég gef þér heiðurinn,
ég gef þér heiðurinn ó, Guð.
Ég gef þér heiðurinn
Drottinn minn
Ágúst Böðvarsson 2005 n©b - Allur réttur áskilinn
Textarnir mínir | Breytt s.d. kl. 22:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.1.2009 | 20:34
Kenndu mér Drottinn
Mér sjálfum ég gleymi um stund
og hjartað ég hef upp til þín.
Að aðeins þú, já, aðeins þú
færir viljann inn til mín.
Kenndu mér Drottinn að elska þig
því þá ég finn hvernig elska á aðra.
Kenndu mér Drottinn að elska þig
því þá ég finn hvernig elska á aðra en mig.
Ég þrái að öll þessi stund
sé helguð einum þér.
Tala þú, já, aðeins þú
að það byrti til hjá mér.
Kenndu mér Drottinn að elska þig
því þá ég finn hvernig elska á aðra.
Kenndu mér Drottinn að elska þig
því þá ég finn hvernig elska á aðra en mig.
Ást þína og elsku
þú auðsýnir mér
hvert ár, hverja stund,
svo kenn mér kærleikann.
Kenndu mér Drottinn að elska þig
því þá ég finn hvernig elska á aðra.
Kenndu mér Drottinn að elska þig
því þá ég finn hvernig elska á aðra en mig.
Ágúst Böðvarsson 1999 n©b - Allur réttur áskilinn.
Textarnir mínir | Breytt s.d. kl. 20:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)