23.3.2008 | 08:52
Með síðustu færslu í huga...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.3.2008 | 08:22
Gleðilega páska...
Þá er að ráðast á páskaegg... ...eh, já... það er víst búið að berja á því, enda ekki mikið eftir af þvi
Rebekka er langt komin með sitt og við, ábyrggðarfullu foreldrarnir að reyna að telja henni trú um að það sé nú gott að eiga eitthvað seinna í dag svo það hverfi nú ekki alveg í einu. Ég held að það þurfi að bursta tennur nokkrum sinnum í dag
Hún var svo spennt í gærkvöldi að hún ætlaði aldrei að sofna, langaði svo í páskaeggið sitt
En nú, rétt í þessu ákvað hún að geyma restina... hjúkk!!!!! Spennusagan á enda en ég er samt með aðra áhugaverða sögu...
Jæja, það var ekki sjón að sjá mig eftir Samhjálparsamkomuna á föstudaginn. Ég sat undir lýsingum Heiðars, forstöðumanns Samhjálpar er hann flutti ræðu föstudagsins langa um þjáningar Jesú út frá læknisfræðilegum sjónarmiðum og því blóðugri sem þær urðu, því meira varð ég fölur Svo kom að því sem ég óttaðist... ,,Við skulum fá lofgjörðarhópinn upp" og svo að sjálfsögðu þurfti Halldór (lofgjörðarleiðtoginn) að biðja mig að syngja ,,Að krossinum". OK. hugsaði ég, þetta verður í lagi, ég hlýt að standa þetta af mér... en, nei. Lagið var ekki langt komið og ég varð bara veikari og veikari og hélt að að lokum að ég ætla að hrynja niður, en hafði vit á því að hætta að syngja og setjast niður. En virtist ekki duga til og varð að fara afsíðis. Mér var sagt eftir á að ég hefði verið hvítari en hvíta skyrtan sem ég var í. Ég fór svo heim og lagði mig og hresstist við og fór svo með Önnu og Rebekku til tengdó í hangikjöt um kvöldið.
Það sem gerist þarna er mér óskiljanlegt. Á flestum skyndihjálparnámskeiðum og öðru slíku sem viðkemur slíkum lýsingum, þá verð ég bara veikur, fæ aðsvif og verð að fara afsíðis. Veit ekki hvað gerist.
Eini sinni, heima hjá honum Pétri Reynis vini mínum, var hann að sýna okkur nokkrum úr hjúkrunarfræðibókunum sínum sem hann var að læra. Ég man að ég var orðinn eitthvað skrítinn en vissi ekki hvað var að gerast og hélt bara áfram að fylgjast með af forvitni... ...þegar Pétur nær í aðra bók um réttarrannsóknir. Þar sýndi hann okkur hitt og þetta, en þegar ég sá myndina af alvöru líki með skotgat í enninu... ...þá man ég eins og gerst hafi í gær, að ég gekk fyrir hornið á ganginum og man ekki meir fyrr en ég vaknaði á gólfinu með Pétur stumrandi yfir mér spyrjandi ,,Gústi, Gústi, er ekki allt í lagi" Ég man að ég vaknaði og var alveg undrandi og velti því fyrir mér af hverju ég hefði sofnað á gólfinu heima hjá Pétri...
Svo er bara að hvíða fyrir lýsingum Halldórs í Mozaík í dag. Ég geri ráð fyrir að ræðan hans verði svipuð og ræðan hans Heiðars. Hugsa að Halldór fyrirgefi mér ef ég þarf að skreppa afsíðis á meðan hann talar.
En ég er samt að öðru leyti spenntur fyrir samkomunni í dag, sem verður stofnsamkoma ,,Mozaík Hvítasunnukirkjunnar" Hún er klukkan tvö í dag fyrir ykkur sem eruð að lesa þetta.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.3.2008 | 14:30
Jæja!!!! Þögning rofin AFTUR...????
Ég veit...
...hef ekki verið duglegur að skrifa, nánast hætti eftir ferðina til svíjaríkis í nóvember síðastliðnum. Nú skal ekki sagt hvort að ég ætli mér að verða duglegur að skrifa aftur, en nú er allavega góður ásetningur að baki færslunnar.
Sit hér heima með Rebekkunni og erum að horfa á upptöku af Snillingunum (Little einsteins).
Nú er ég, kannski eins og einhverjir vita farinn að spila á bassa í nýju lofgjörðarbandi í Mozaík Hvítasunnukirkju á miðvikudögum. Bandið er alveg ótrúlega fínt og þétt og menn sem kíkka við á samkomum hafa orð á því hvað bandið sé gott. Við vorum alveg gáttuð eftir fyrstu æfingu og fyrstu samkomu hvað þetta tókst vel þá og ekki versnar bandið eftir því sem það spilar oftar.
Þetta er fín viðbót við það sem er, Samhjálp, Lindina og fjölskyldulíf og vinnu og svo er ég að dútla við nokkur lög með ungum manni frá afríku sem langar að gera disk með sínum eigin lögum.
Ég skal ekki áfellast neinn sem er hættur að nenna að lesa bloggið mitt enda ekki duglegur að lesa annara blog. Kannski þarf ég bara að taka mér smá tíma í þetta.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.1.2008 | 22:27
Þögnin rofin....
Jæja þá, Gleðilegt nýtt ár vinir og takk fyrir það gamla... Vá klisjan, en alltaf jafn góð.
Loksins kveikti ég á tölvunni. Hef varla snert tölvuna yfir jólin og er það mjög svo ólíkt mér, en allavega, þá er ég kominn á skrið á ný.
Ég hlakka til nýja ársins. Er fólk ekki spennt að sjá hvað verður á árinu? Á morgunn byrjar að dimma aftur eftir jólin, slökkt verður á hinu og þessu jólatrénu um bæinn og svo hverri seríunni á eftir annarri og skammdegisdimman tekur við. Já, þá er eins gott að vera í góðum gír og bjartsýnn, ekki velta sér upp úr því hvað allt er dimmt.
Ef allir gætu nú horft fram á við og hlakkað til að sjá hvað hver dagur ber í skauti sér. Þá væri nú miklu auðveldara að lifa fyrir.
Allavega, hafið gott ár...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.12.2007 | 13:12
Nýtt Joshua Tree dæmi er...
...flott. Ég er búinn að dæla lögunum inn í I-pod- inn minn og hlusta við hvert tækifæri. Þarna eru nokkur demo m.a. eitt sem heitir ,,Desert og our love" sem mér fannst ekkert sérstakt og eiginlega ekki hæft til útgáfu og ég velti því fyrir mér hvernig í ósköpunum þeim datt í hug að gefa þetta út. Svo var ég að lesa í bók sem fylgir með, þar sem viðkomandi aðilar tjá sig um upptökuferlið ofl. viðkomandi plötunni, las ég klausu um þetta demo, þar sem The Edge segir frá því að þetta lag varð seinna ,,I still haven´t found...". OK. Þá fór ég að hlusta aftur á demóið og heyrði greinilega að þetta eru sömu hljómar og nánast hægt að syngja ,,I still haven´t found..." við.
Svo er DVD diskurinn. Hann inniheldur tónleika sem ég veit, að sumir myndu ekki gefa frá sér sökum ófullnægjandi gæða. Spilamennskan og söngurinn eru ekki fullkomin og Bono hreinlega hás. En það sem mér finnst svo gaman við þá eftir nokkur áhorf (reyndar á fyrri helmingi vegna þreytu og svefns á sófanum ;), er hvað þeir eru í góðum fílíng og hafa gaman af.
Svo náttúrulega er ,,The Joshua Tree" platan sjálf snilld og eins og ég hef áður sagt, ,,Red hill mining town" besta lag þeirra U2 manna frá upphafi. Ég efast um að þeir toppi það hér eftir fyrir minn smekk.
Mjög sáttur við nýju útgáfuna.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.12.2007 | 16:23
Búnn að eignast...
nýja Joshua tree dæmið í svaka boxi... Hrikalega ánægður með það
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.11.2007 | 00:08
Loksins fleirri myndir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.11.2007 | 20:26
Kótilettukvöld og áskorun tekið í leiðinni
OK, Anna mín! Hún skoraði á mig að koma í verk að fara að blogga...
Ég semsagt, eftir avintýri sem lýst er á bloggi konunnar minnar, endaði daginn á Kótilettukvöldi í Samhjálp.
Þar var grín og glens, aðallega glens og svo gamaldags kótilettur með raspi, sem reyndar, að mér skilst, voru mislukkaðar fyrir mörgum kótilettu-karlinum þar sem þær voru með brúnuðum kartöflum en ekki venjulegum soðnum. Mér fannst þær reyndar fínar og er alveg sama hvernig kartöflur eru með. En þetta er semsagt viðkvæmt mál fyrir Kótilettuklúbbi Samhjálpar, sem hélt þennan fagnað. Maturinn var nefninlega aðkeyptur og þeir líklega versla ekki við sama fyrirtæki aftur.
Meðan á borðhaldi stóð mætti drengur góður á svið sem Jakop Smári Magnússon heitir og spilaði fyrir okkur dinnertónlist af jólalögum á bassagígjuna sína af plötu sem hann gaf út fyrir nokkrum árum sem heitir Bassajól. Skemmtilegt að heyra eingöngu bassagígjuleik undir matnum og öðruvísi.
Á eftir Jakobi kom svo Kiddi nokkur og kallaður Klettur á svið, eða fyrir framan sviðið öllu heldur, til að segja brandara. Honum tókst það nú glymrandi vel, allvega lá ábyrgðarmaður síðu þessarar nokkra stund í gólfi Háborgar (sem er salurinn góði) vegna hláturskrampa.
Svo mætti þar næst á svið, eftir brandara og smá grín frá veislustjóranum, sem Ómar nokkur heitir, Bubbi nokkur Morthens með kassagígjuna sína og raulaði nokkra velvalda slagara og þótti honum heiður að fá að koma fram á þessu kvöldi í búðum Samhjálpar.
Að þessu loknu var það eftirrétturinn, sem Ís nokkur heitir... nei, eða kannski bara ís með Hersey´s súkkulaði sírópi út á sem mætti vel kældur í maga vorn.
Aðalnúmer kvöldsins, innan um bögglauppboð og svoleiðis, byrtist svo á sviðinu við mikinn fögnuð áheyrenda. Köntríbandið Rasp, sem samanstendur af Kótilettuklúbbi Samhjálpar, þar sem ábyrgðarmaður þessarar síðu fyllti inn í með bassagígjunni ásamt Símoni Hjaltasyni á Rafgígju og Hjalta Þórissyni á sett af bumbum og málmgjöllum. Fórum að eigin sögn á kostum, en ekki skal fara offari því við erum bara, jú, "SESSION MENN" eins og ónefndur Guðni Már hafði á orði eftir á því við komumst víst ekki í téðann kótilettuklúbb. Þarna voru hin ýmsu frumsömdu lög tekin fyrir, svo sem "Ring of Fire", "Have You Ever Seen the Rain", "Komdu í Kántríbæ", "Stand By Your Man" sem sungið var til eiginkvenna Kótilettuklúbbsmanna og endað á sjálfuppklöppuðu (þ.e. bandið klappaði sig sjálft upp) lokalagi ábyrgðarmanns þessarar síðu "Að krossinum..."
Kvöldið semsagt stórgóður endir á frekar köflóttum degi.
Köntrísveitin Rasp er:
G. Theodór Birgisson - Söngur
Guðni Már Henningsson - Slagverk(ur)
Halldór Lárusson - Söngur og Kassagígja
Heiðar Guðnason - Söngur
Kristinn P. Birgisson - Söngur (mæm)
Vilhjálmur Svan - Söngur
Þórir Haraldsson - Hljómborð
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
15.11.2007 | 00:10
Svíríki; dagur 8 og heimferð á degi 9
Þá var komið að því að skilja Hjalta eftir í Svíaríki og fara heim. Hann er að fara í trúboð (og ég man ekki hvert) með Jónasi út í hinn stóra heim. Eníveis... Þá smelltum við okkur í 20 min. lestarferð frá Katrineholm og áleiðis til Norköping þar sem við skiptum um lest og hristumst í henni um 4 tíma þangað til við komum til Malö þar sem skiptum aftur og vorum um 10-15 min upp á lestarstöð í Köben. Þangað kom og hitti okkur yndislegur dani nokkur með appelsínugulann sendlabíl (myndi þekkja hann úr fjarlægð) og hirti af okkur farangurinn, þannig að við vorum frjáls ferða okkar í miðbæ Kaupmannahafnar.
Stærri hluti hópsins hvarf upp eftir ,,Strikinu" en ég, Óli Z og Óskar duttum inn á Ítalskan restaurant þar sem þjónarnir eru farnir að kunna nokkuð í Íslensku vegna fjölda landa vorra sem sækja þangað. Ultum svo þaðan út og röltum upp strikið til að hitta hina. Þau fundust, hvert í sinni búðinni.
Tókum svo strætó upp að Norrebro (þar sem lætin voru í sumar). Þar er samskonar bilíuskóli rekinn, nema bara miklu stærri. Tvær blokkir, takk, sem innihalda eingöngu kristilega starfsemi.
Hittum þar slatta af bandaríkjamönnum og heðan og þaðan fólk á dönskum biblíuskóla. Semsagt kominn á áningarstað fyrir nóttinina.
Í þessum skóla er svaka mikill stigagangur, þar sem hann er til húsa í tveim stórum blokkum. Í þessum stigagangi var svo haldin mikil bænastund þar sem bænstöðvum hafði verið komið fyrir á stigapöllunum. Sprittkerti upp eftir öllum stiganum. Áhugavert.
Nú voru þreyttu ferðalangarnir farnir að horfa til hvílu sinnar.
Daginn eftir var það svo bara Kastrup og fríhöfnin. Ég straujaði kortið svo það rauk úr því, eða þannig.´
Ég var svo orðinn nokkuð eirðarlaus í flugvélinni vilda fara að komast heim. Reyndar var búið að ráða mig í spilamennsku á leikskólanum hennar Rebekku minnar, þannig að ég var ekki alveg hættur að vesenast. Leikskólinn átti afmæli í dag. Þannig að þegar ég komst loks til Reykjavíkur lenti ég í kökuveislu.
MIKIÐ VAR SVO GOTT AÐ KOMAST HEIM AÐ LOKUM.
Takk fyrir að kíkka við og fylgjast með þessari ferð. Þessi bloggsíða lokar ekki, þó kannski komi öðru hvoru letiköst og framtaksleysi.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
13.11.2007 | 00:13
Svíaríki; dagur 7
Hér er gott að vera í Katrineholm og er nú þegar farinn að sakna þessa yndislega fólks sem við kynntumst hér. Sérstaklega MR Andersson (Jónas) og svo Rickards (keypti reyndar bók eftir hann á sænsku). Þeir og sérstaklega Jónas eru búnir að hanga með okkur út um allt eftir getur hvors fyrir sig. Svo reyndar Ole Daniel Steen pastor var líka soldið með okkur, til Nyköping og down-town Katrineholm í trúboð. Allir hér sem tilheyra Agape Center eru frábærir og við munum sakna þeirra.
Skruppum í sund í dag í Örebro (leiðréttist hér með úr Arebra) í Gustavsvik (þarna sérðu Ingvar, kann vel við mig hérna) sem er sundlaugagarður með allskonar rennibrautum og dóti. Allir biblíuskólanemarnir gengu í barndóm þarna inni. Við öldungarnir (ég og Óli Z) nema Rickard, vorum meira fyrir pottana. Rickard er, að ég held ofvirkur að einhverju leyti. Hann t.d. lét Óskar, sem er nokkuð WILD, mana sig í að stökkva niður af 15 metra háum stökkpalli. Crazy People.
Svo skelltum við okkur í verslunarmiðstöð þar sem hópurinn tvístraðist og... Jamm, stelpurnar eru þar enn og við finnum þær ekki. Sennilega í einhveri fatabúð... nei, nei. Við komum öll til baka til Katrineholm og beint á bænastund í kirkjunni og svo í Pizzuveislu heim til Jónasar þar sem málin voru rædd og fólk nuddað í tætlur, aðallega Jónas. Hann hélt að Óli ætlaði að slíta af sér hausinn. Óli kann aðeins fyrir sér í ruddalegu nuddi, en menn verða víst endurnærðir á eftir.
Nú erum við hér í Agape Center að reyna að koma okkur í háttinn til að hvíla okkur fyrir lestarferð til Danalýðveldis þar sem við munum gista eina nótt áður en flugið verður tekið yfir Atlantsaf.
Sjáumst heima
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)