11.11.2007 | 22:37
Svíaríki; dagur 6b
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.11.2007 | 22:20
Svíaríki; dagur 6
Smá yfirferð yfir gærkveldið.
Fórum semsagt út af örkinni í smölun í nokkrum hópum niður í bæ. Ég og ,,Lille Ole" eins og við köllum hann (til að aðgreina hann frá Óla Z) fórum ásamt Ole Daniel Pastor og hittum hóp af unglingum sem við buðum í ,,FIKA" á litla kaffihúsinu hér í kirkjunni. Þeir vildu endilega kíkka, en sögðust koma ,,á eftir". Svo héldum við okkar leið og Ole Daniel sagði okkur að þetta væru vandræða unglingar og innflytjendur sem ganga um og brjóta rúður ofl. Í stuttu máli þá komu þessir gaurar svo skömmu seinna í ,,FIKA" og þá höfðu þeir hitt stelpurnar. Þeir ætluðu, held ég, allir að kvænast Guðrúnu Mörtu, fannst hún svo sæt. Svo hófust umræður og eftir langa stund, þá fóru þeir aftur og nokkrir þeirra mjög svo hugsandi. Þá má segja að árangri sé náð. Orð Guðs snýr ekki tómt til baka.
Krakkarnir komu víða við í smöluninni, þar sem einhverjir sænskir unglingar sendu okkar fólk til helvítis m.a. Hver gefur leyfi fyrir slíku?
Í dag var samkomudagur, þar sem við byrjuðum að fara í Hvítasunnukirkjuna hér í bæ, sem er u.þ.b. eins og Fíladelfía í Reykjavík fyrir 15 árum. Ein kona sat við flygilinn og spilaði. Við tókum þátt þannig að tveir úr hópnum vitnuðu og við Óli Z spiluðum og sungum ásamt Guðrúnu Mörtu. Fréttirnar frá gærdeginum í Reykjavík að 200 manns hefðu frelsast vöktu vissulega athygli. Svo predikaði unglingapastorinn í kirkjunni á sænsku og við svona náðum eiginlega ekki miklu af því sem hann sagði.
Svo var ferðinni heitið yfir götuna í ICA supermarket til að versla í matinn. Við fengum leyfi til að elda heima hjá Rickard. Guðrún Marta, Óskar og Hjalti, elduðu handa okkur kjúkling í einverri bestu sveppasósu sem ég hef smakkað. Verða hrósa honum Hjalta vini mínum fyrir hana. Maturinn var eðalgóður. Svo er staðurinn sem Rickard býr á rosalega flottur. Húsið stendur ásamt fleirrum við vatn og í dag var logn og alveg æðislegt að horfa út um stofugluggann.
Eftir þetta lá svo leið í Agape Center til samkomu. Þar vitnuðu næstum allir úr hópnum og Óli Z predikaði yfir lýðnum. Frábær samkoma sem endaði með mikilli fyrirbæn.
Enduðum svo daginn í kvöldmat heima hjá Steen family. Það er semsagt bróðir Ole Daniel pastors og fjölskylda sem búa þar. Þar áttum við, eftir matinn alveg yndislega lofgjörðar og bænastund.
Á morgunn er svo stefnt í sund í Arebro og shoppinsenter.
Þetta er að styttast í annan endann hér þar sem heimferð er áætluð á þriðjudag með einnar nætur stoppi í Köben sem leiðir af sér heimkomu á miðvikudag. Er ég ekki snjall?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.11.2007 | 17:57
Svíaríki: Dagur 5
OK. Í dag er laugardagur og við eiginlega búin að CHILLA í dag. Fengum að sofa út í morgunn sem var nú fínt og passaði vel við Stokkholmsvesenið í gær. Svo var líka allt hvítt úti í morgunn þegar við vöknuðum. Veðrið er núna mjög svo Íslenskt. Frost og snjór, soldið kósí. Reyndar byrjaði að snjóa í gær um það leyti sem við lögðum af stað frá Nyköping til Stokkholms. Semsagt myrkur og snjókoma með stórum og miklu smjókornum á 110+ á hraðbrautinni. Þetta var eins í Star Wars, þegar flaugarnar fara á ljóshraða. Óli var semsagt frekar þreyttur eftir aksturinn.
Áttum að vera í dag í kirkju í Eskilstuna með einhverja dagsksrá. Það er gömul, held ég, hvítasunnukirkja. Pastorinn hætti við að leyfa okkur að koma af því Agape Center (kirkjan sem við gistum í) er í sambandi við einhverja kirkju sem honum líkar ekki við, þá vill hann ekki vinna með okkur.
Tókum reyndar tíma í dag og höfðum lofgjörðar og bænastund um það leyti sem bænagangan heima hófst og vildum þar með vera með í anda.
Smelltum okkur svo út að borða áðan á einhverum Restaurant sem ég vit ekki hvað heitir. Ég veit ekki hverslags líf þetta er á okkur, út að borða daglega. Okkur er reyndar mjög oft boðið út að borða af Rickard, Jónasi og Co. Ég er samt búinn að fá nóg af KEBAB og Mcdonalds í bili.
Nú er stefnan tekin á kaffihúsakvöld hér í Agape Center, þar sem málið er að fara út og smala fólki. Hér er lítið kaffihús á efri hæð kirkjunnar, sem reyndar er matstofa og fundarstaður okkar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.11.2007 | 01:48
Svíaríki: Dagur 4c
Vorum að lenda aftur í Katrineholm eftir athygliverða ferð til Nyköping og reyndar óvænt til Stokkholms.
Þannig var að við fórum til Nyköping í trúboð í Fíladelfíu sem þar er og áttum að taka þátt í kaffihúsakvöldi fyrir unglinga. Flott kaffihús sem þau eru með í Filadelfíu... Eníveis... Við byrjuðum á því að skella okkur á Indverskan veitingastað, fengum okkur Tikka Masala kjúkling (allavega flestir) og ultum svo frá borðinu og rétt náðum að borga... En allavega, þá var svo aftur stefnt á Fíladelfíu og til að gera klárt fyrir að fara út að ná í unglinga. Þurftum að viðja saman og svoleiðis. Héldum svo í göngutúr í smölun. Eitthvað var nú fátt á götunum í miðbænum en einhverjar hræður fundust.
Dagskráin hófst með einhverri Rokkhljómsveit, ég heyrði ekki textana sem ég held að hafi verið á ensku og skildi ekki sænskuna þegar söngvarinn útskýrði textana á milli laga, en þetta var fínt annars.
Krakkarnir náðu eitthvað að spjalla og biðja með nokkrum unglingum. En um það leyti sem veitingar voru á borð bornar þurftum við Óli Z að skreppa skyndilega til Stokkholms að sækja eina manneskju sem átti að koma með lest til Nyköping. Hún var að koma frá Rúmeníu og ætlar að vera með okkur hér í Svíaríki. Ekki vildi betur til en svo að fluginu hennar seinkaði um fimm mínutur, sem var nóg til þess að hún missti af lestinni og varð strandaglópur í Stokkhólmi. Ferðin til Stokkholms gekk vel, með GPS tæki í bílnum sem var mjög fínt, þangað til við misstum af einni afrein í göngum í Stokkholmi og þurftum að fara dágóðan aukarúnt til að leiðrétta það. Þegar öllu því rugli var lokið þá varð lífið aftur dásamlegt og nú varð bara að drífa í að finna Centralstation. Það gekk vel þangað til... ...NEI!!! VEGAFRAMKVÆMDIR akkúrat við götuna sem við áttum að beygja inn í og hún hreinlega lokuð og víggyrt, takk fyrir. Gervihnötturinn reiknar ekki með óvænt lokuðum götum þegar hann segir manni til, þannig að við hringsóluðum í miðborginni með rödd sem talaði bara sænsku í einhverju tæki sem virtist æpa á mann, ,,vinstri og svo 600 metra og þá til hægri"... ...Já, og líka dáldið oft til hægri. Þessi fáu vinstri virtust ekki duga til því alltaf fórum við í hringi og vorum farnir að kannast soldið við okkur í Stokkholmi. En þetta gekk nú fyrir rest Já, auðvitað loksins fundum við CENTRALSTATION og þarna stóð hún Guðrún Marta við lestarstöðina fegin að sjá okkur. Hún var reyndar búin að hringja nokkrum sinnum til spyrja hvar við værum eiginlega, hvort við værum ekkert að koma... En þetta tókst nú fyrir rest.
Þessi ferð átti að taka klukkutíma, en lengdist aðeins í annan endann. Svo var haldið af stað aftur til Nyköping til að sækja krakkana og keyra til Katrineholm.
Jæja best að hvíla kroppinn...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.11.2007 | 14:51
Svíaríki dagur 4b
Búin að fara út að borða og slæpast aðeins. Nú hinsvegar erum við á leið til Nyköping í trúboð. Vitum ekki alveg hvað bíður okkar. Kannski samkoma, kaffihúsastemming eða eitthvað annað. Þar geta droppað inn andsetnir djöfladýrkendur og pönkarar. Vorum að heyra af einum sem kom þangað á samkomu og ætlaði að drepa einn af safnaðarmeðlimum, en fékk svo óvænt áhuga á að heyra um Jesú.
Spennandi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.11.2007 | 07:56
Svíaríki; dagur 4
Fengum, í gær, magnaða kennslu frá MR-Andersson (Jónasi) um ,,MISSION". Það var mjög öflugt.
Svo var bara "dayoff" vegna þess að það féll niður dagskrárliður. Þá var farið í búðir og keilu og endað á MCdonalds.
Það er að byrja kennsla núna eftir smástund, þannig að ég skrifa ekki meira í bili.
P.s. Fengum fréttir af því í gær, að Múslimi nokkur sem var á samkomunni okkar í Eskilstuna hefði hringt í Gabriel í gær og beðið um að fá að frelsast. Gabríel starfar í kirkjunni í þar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.11.2007 | 07:38
Svíaríki; dagur 3
Jæja, þá er það skýrsla gærdagsins.
Vaknaði endurnærður klukkan 6. Smellti mér í sturtu og fékk mér morgunnmat kl 8 með... nei, nei.
Smá grín. Fengum frábæra kennslu kl 9 frá Ole Daniel Pastor hér, alveg frábæra kennslu um persónluleikana, eins og áður segir úr bókinni "The Keys for Positive Relationships". Tókum mjög skemtilegt og áhugavert persónuleikapróf sem gefur manni alveg nýja mynd af fólki, hvað við erum ólík.
Fórum svo út að borða á stað sem ég hef ekki hugmynd um hvað heitir og fékk mér kebab í pítubrauði. alveg magnaðan.
Svo var farið að undirbúa trúboðsferð til Eskilstuna.
Eskilstuna er ekki smábær, eins og mig minnir að ég hafi sagt hér áður. Þetta er bær með ca 97 þúsund manns. Ekki mikið minni en Reykjavík. Myndu nú held ég einhverjir móðgast ef Reykjavík yrði kölluð smábær. Eníveis... Þar hittum við fyrir frábært fólk. Gabríel leiddi lofgjörð og við Óli Z spiluðum með honum, ég á bassa og Óli á Roland D-5 hljómborð sem er, ég veit ekki hvað það er gamalt. 80´s hljómar vel í sömu andrá og þetta hljómborð sem við engum að láni hér úr kirkjunni ío Katrineholm. Eníveis... Krakkarnir voru sendir út að vitna og dreifa pésum til að fá fólk inn. Það komu ekki margir af með þeim á samkomuna. Guð var samt að starfa á samkomunni og ungur strákur frelsaðist og fólk mætti Guði. Einnig var þarna fyrrum múslimi sem er búinn að vera kristinn í smá tíma. Þannig að Guð er vinna meðal þeirra.
Svo var boðið í ,,Fika" eftir samkomuna, sem er miklu meira en hægt er að útskýra. ,,MR-Andersson"(Jónas) reyndi þó og sagði að þetta væri eitthvað matarkyns og svo samfélagið sem fólk á saman, en samt eitthvað meira. Hann gat ekki útskýrt þetta betur.
Það er frábært að ferðast hér, svipað og í Norge (Anna mín). Semsagt rosalega fallegt. Mig langaði í gær að stoppa við hvern einasta bóndabæ á leið til Eskilstuna og taka buns af myndum. En það var ekki hægt vegna tímans.
Fáum kennslu á eftir frá ,,MR-Andersson" og svo er keila í dag vegna þess að það féll niður dagskrárliður hjá okkur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.11.2007 | 23:25
Svíaríki: dagur 2b
Mæli með þessu sem er magnað biblíuleitarforrit. Frítt niðurhal.
Svo langar mig að benda á bók sem er fáanleg á netinu. Hún heitir "The Keys for Positive Relationships". Okkur var kennt úr henni í morgunn og við látin taka persónuleikapróf sem er í henni og sýnir manni að fólk mimunandi. Já, við vissum það, en þessi bók gefur alveg nýja sýn á það. Hér er hægt að kaupa hana.
Segi seinna frá frábærri samkomu sem við tókum þátt í í dag.
Góða nótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.11.2007 | 07:38
Svíaríki. Dagur 2
Í gær komum við með lestinni frá Kastrup og vorum orðin vel hrist og pirruð. Þegar við komumst svo á staðinn tók á móti okkur MR. Andersson (úr Matrix)... nei, nei. Hann heitir Jónas Andersson og svo var líka hann Rickard Lundgren sem er einskonar frumkvöðull að kirkjustarfinu hér. Svo var lent í Pizzu á stað sem heitir Verona. Undarlegar pizzur. Ein tegundin var með rækjum og kjöti, önnur var með kjöti, eiginlega beef og bernessósu. Svo var líka ein Mexíkönsk sem var slatta bragð af og svo grænmetispizza. Smakkaði þær allar nema grænmetispizzuna. Allar eðal góðar (veit ekki um grænmetis). Svo var haldið í kirkjuna á hvílustað. Var alveg búinn um 10 leitið að staðartíma og sofnaði ekki löngu síðar. Vaknaði svo líka uber hress klukkan 6 í morgunn og fór í sturtu. Hún er úti... eða þannig. Þurfum að fara út og svo inn í einskonar bílskúr. Þar er fín sturta. Þannig að nú sit ég endurnærður og skrifa þessar línur.
Hlakka til dagsins í dag. Fáum kennslu frá Pastor kirkjunnar núna klikkan 9 að staðartíma. Svo verður farið eitthvað á flakk í trúboð til Eskiltuna sem er smábær í grendinni. Mikið þunglyndi þar, sjálfsvígtíðni há og mikið atvinnuleysi. Allskyns þjóðflokkar þar. Richard er byrjaður með kirkju þar en hún mjög lítil ennþá.
Svo eru hér nokkrar myndir
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.11.2007 | 23:04
Farinn til Svíþjóðar
Já, verð sennilega í bloggfríi á meðan, nema ég komist í netsamband.
Kannski M-blogga ég (þ.e. myndablogga) hér. Það er óhætt að kíkka og gá.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)