4.11.2007 | 01:38
Nýr Oslo Gospel Choir diskur...
Verð að sjá DVD af þessu. Magnaður kór sem sótti okkur heim í fyrra fyrir jólin. Hér væri hægt að endurlifa stemminguna og líka á fyrri diskinum sem einnig er á sama tengli.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.11.2007 | 01:21
Falling Down er fínt lag...
...en, ég er ekki viss með timberlake og timbaland séu að gera góða hluti með DD. Kannski er ég bara neikvæður, gamaldags DD sinni.
Duran Duran og Justin Timberlake í eina sæng | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.11.2007 | 01:00
Ný Biblíuþýðing...
Ég verð að segja það, að það litla sem ég er búinn að fletta í nýrri Biblíuþýðingu á netinu, get ég ekki séð að nýr texti hafi verið saminn. Þetta er eingöngu uppfærð þýðing á. T.d. 3Mós 18:22 sem ég hafði heyrt að væri búið að fara í málamiðlun með. Skoða eitt og annað sem átti að vera hreinar villukenningar. Sé ekki að textanum hafi verið breytt. Aðeins þýddur. En það skal tekið fram að ég er ekki búinn að lesa alla Biblíuna í nýrri þýðingu. En stefni að því síðar.
Ekki láta segja ykkur hvað stendur í nýrri þýðingu, eða Biblíunni yfirleitt. Lesið hana sjálf og gagnrýnið svo...
Las á biblían.is. Þar er hægt að lesa hana alla þar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.10.2007 | 00:00
Perlumarkaður
Skrapp í perluna í gær eins og sannur tólistarunnandi var kominn með slagsíðu eftir smá stund af titlum. Svo tók niðurskurður við (vegna tilraunar til skynsemi) og skilaði aftur mörgum titlum. Einn af þeim var The Wall og skammast ég mín nánast fyrir að segja frá því. Þar sem ég hef ekki átt eintak af tónverkinu í mörg, mörg ár. Á reyndar myndina og svo Berlínar gjörninginn hans Waters. En það er ekki nóg, þar sem upptökur og hljóðblöndun eru ekki eins í myndinni og á plötunni.
En það sem ég verslaði var...
The Ragpickers Dream - Mark Knopfler
Big Thing - Duran
Human Child/Mannabarn - Eivor
Knopfler er ein af æsku gítarhetjunum úr Dire Straits og r mig búið að langa í þessa plötu siðan hún kom út en alltaf séð eitthvað merkilegra þegar ég er í plötubúðum. Nú lét ég verða af því að kaup´ana. Mögnuð og smá minnir á Dire Straits tímann.
Big Thing með Duran var bara eitthvað sem vantaði í safnið, eða þannig. Reyndar eru nú nokkrir Duran sprettir þarna og bara fínir.
Sá Eivor á Menningarnótt og þótti mögnuð og hét því eiginlega að eignast nýju plötuna hennar. Platan er mögnuð. Kann reyndar betur við lagið Mannabarn heldur en Human Child, þ.e. hljómar betur á móðurmáli hennar. Svo líka eru smá taugar til Færeyja eftir að ég var þar eitt sinn í Biblíuskóla.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.10.2007 | 19:22
Sorglegt...
Mér hefur fundist Rækonen vera svo mikill fílupoki, en í dag sá ég hann brosa út að eyrum. Kannaki ekki skrýtið. Gaman fyrir hann en fúlt fyrir Hamilton. Ég sárvorkenni Hamilton, vegna óhappana hjá honum. Kannski bara klikkar hann svona undir pressu. Veit ekki...? Hefði viljað sjá hann vinna þetta.
Reyndar var ég orðinn leiður á Sjúmakker, þegar hann vann og vann í formúlunni. Hamilton er ótrúlegur bílstjóri svo kannski verð ég leiður á honum þegar hann vinnur hvert mótið á fætur öðru í framtíðnni.
Räikkönen heimsmeistari | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.10.2007 | 18:21
Frá fyrstu hendi
Hér er fréttin um The Joshua Tree á heimasíðu U2. Alltaf best að fá fréttir frá fyrstu hendi. Þeir voru bara ekki fyrstir til að birta fréttina, þannig að ég smellti fyrsta linkinum sem ég fann um þetta í síðustu blogfærslu
Ég hlakka ekkert smá til að sjá þetta og langar mikið í veglegan pakka af þessu, jafnvel í jólagjöf (hæ elsku Anna mín, þú dásamlega eiginkona )
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.10.2007 | 01:03
Ný Joshua Tree
Hér er áhugaverð slóð um endurútgáfu sem ég hlakka til að eignast
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.10.2007 | 22:32
Veit ekki...?
Þetta eru, skilst mér, ekki góð skipti fyrir Samhjálp, þar sem Vilhjálmur er mjög jákvæður út í starf samhjálpar. En svo aftur á móti var Gísli Marteinn á fullu að einkavæða vinnuna mína. Það var búið að ákveða að bjóða út eitt hverfi í sorphreinsun til prufu. OK. Til prufu já. Verðið og þjónustan verður í lagi fyrst um sinn hjá tilvonandi hreinsurum. Svo þegar ákveðið verður að bjóða út alla borgina, þá breytist allt saman. Gjaldið hækkar og þjónustan versnar. Dettur það bara svona í hug.
Hver veit nema það verði bara útlendingar sem tala ekki íslensku sem hreinsa ruslið heima hjá þér. Allt í lagi þangað til þú þarft að biðja þá um greiða og taka aukaruslið hjá þér, færð engin svör. Við erum stundum spurðir út í eitt og annað er viðkemur sorphreinsun. Við vísum stundum á bílstjórann ef við erum ekki vissir, hann kannski hringir í yfirmann og svarið er komið jafnóðum. En ef allir í flokknum eru útlendingar sem ekki tala íslensku...? Kostur eða ekki...?
Ég er ekki rasisti, það er samt verri þjónusta ef ekki er hægt að hafa samskipti við ruslakall. Allt í fína ef útlendingarnir tala íslensku.
Hvert stefnir sorphreinsun í valdatíð Dags og Co? Mun vinnan mín vera boðin út og ég missi vinnuna eða verður reynt að lækka við mig launin eða bjóða mér meiri vinnu fyrir sama kaup?
Ég vona það besta...
Annars er ég búinn að vera upptekinn við allt annað en að blogga. Það væri gaman að fá fleiri komment á nýja lagið ,,Ég vil fylgja þér" hér til vinstri.
Æji!!!!! Svona bara líður mér akkúrat núna.
Nýr meirihluti nýtur stuðnings 56,5% borgarbúa samkvæmt könnun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
5.10.2007 | 23:47
Frumflutningur á nýju lagi eftir Ágúst Böðvarsson
Já, það er ég... takk, takk!!! Djók
Ég var að smella inn í spilarann nýju lagi, sem ég hef verið að dútla við síðasta árið eða svo ásamt fleirum. En allavega langar mig að frumflytja þetta lag hér. Þetta er reyndar á ,,Demó" stigi ennþá, veit ekki með sönginn. Kannski er hann fínn. Þið finnið lagið í spilaranum hér til hliðar. Það heitir ,,Ég vil fylgja þér".
Endilega kommentið á lagið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.10.2007 | 01:04
Loksins, loksins vinnum við Júró...
Já, á næsta ári verður okkur óhætt að vinna Júróvisjón. Tónlistarhúsið verður passlega tilbúið þegar við þurfum að halda keppnina. Ég hlakka til, að geta brugðið mér af bæ, og horft á keppnina með berum augum, í stað þess að sitja með ferköntuð augu í góðri von...
NOT!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Tónlistarhúsið að komast upp úr jörðinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)